Undirskriftalistinn endi sennilega í ruslatunnu ráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2023 13:11 Krista afhendir Ásmundi Einari hér undirskriftalistann. Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var gegn fyrirhugaðri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Nemendur finna fyrir miklum stuðningi við málstað sinn. Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var afhentur undirskriftalistinn í ráðuneyti hans klukkan tíu. Um 40 manns voru viðstaddir afhendinguna, en undirskriftirnar voru umtalsvert fleiri. „Þetta voru 4.677 undirskriftir, frá einstaklingum alls staðar að á landinu, sem skoruðu á yfirvöld að falla frá áformum um sameininguna,“ segir Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Ráðherra hafi sagst ætla að taka málið til skoðunar. „Og hann sé að koma norður. En ekkert merkilegt sem hann sagði, svo sem. Þetta endar sennilega neðst í skúffu einhvers staðar eða í ruslinu,“ segir Krista. Krista býst ekki við að ráðherra falli frá áformunum á næstunni, þó hún voni að það verði lokaniðurstaðan. Krista Sól er forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. „Þar sem það er fullt af fólki á móti þessu, bæði kennarar í MA, VMA, nemendur í MA, skólameistari MA, atvinnulífið á Akureyri og svo lengi mætti telja.“ Nemendur hafi fundið fyrir miklum meðbyr með sinni afstöðu. „Það er eitthvað sem kemur upp á móti, eitthvað um menntahroka og menntasnobb, sem er auðvitað leiðinlegt. En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi, og fólk sem er annt um skólakerfið á Íslandi er að taka til máls og styðja okkur, þar sem við erum bara fyrsta skrefið. Svo á að fara að umturna öllu framhaldsskólakerfinu.“ Næst á dagskrá sé að taka málið upp á aðalþingi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem fer fram um helgina. „Annars liggur boltinn svolítið hjá Ásmundi ráðherra,“ segir Krista að lokum. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var afhentur undirskriftalistinn í ráðuneyti hans klukkan tíu. Um 40 manns voru viðstaddir afhendinguna, en undirskriftirnar voru umtalsvert fleiri. „Þetta voru 4.677 undirskriftir, frá einstaklingum alls staðar að á landinu, sem skoruðu á yfirvöld að falla frá áformum um sameininguna,“ segir Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Ráðherra hafi sagst ætla að taka málið til skoðunar. „Og hann sé að koma norður. En ekkert merkilegt sem hann sagði, svo sem. Þetta endar sennilega neðst í skúffu einhvers staðar eða í ruslinu,“ segir Krista. Krista býst ekki við að ráðherra falli frá áformunum á næstunni, þó hún voni að það verði lokaniðurstaðan. Krista Sól er forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. „Þar sem það er fullt af fólki á móti þessu, bæði kennarar í MA, VMA, nemendur í MA, skólameistari MA, atvinnulífið á Akureyri og svo lengi mætti telja.“ Nemendur hafi fundið fyrir miklum meðbyr með sinni afstöðu. „Það er eitthvað sem kemur upp á móti, eitthvað um menntahroka og menntasnobb, sem er auðvitað leiðinlegt. En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi, og fólk sem er annt um skólakerfið á Íslandi er að taka til máls og styðja okkur, þar sem við erum bara fyrsta skrefið. Svo á að fara að umturna öllu framhaldsskólakerfinu.“ Næst á dagskrá sé að taka málið upp á aðalþingi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem fer fram um helgina. „Annars liggur boltinn svolítið hjá Ásmundi ráðherra,“ segir Krista að lokum.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01