Getum við öll verið leiðtogar? Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 16. september 2023 13:30 Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar