Segir flökkusögu um sig sýna hvert umræðan sé komin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2023 16:33 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segist döpur yfir umræðunni undanfarna daga um hinsegin samfélagið. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árásir gegn meðlimum hinsegin samfélagsins sem borið hefur á í umræðunni undanfarna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið viðfangsefni falskra flökkusagna um kynferðislega misnotkun barna og segir Íslendinga þurfa að ákveða hvernig samfélag sitt eigi að vera. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Hanna var gestur. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga þar sem Samtökin '78 og hinsegin fræðsla þeirra hafa meðal annars verið dregin inn í umræðuna. Skelin þunn Hanna segir stöðuna dapra og rekur umræðuna meðal annars til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem spjótunum sé í auknum mæli beint gegn mannréttindum trans fólks. Hanna segist hafa komið af samstöðufundi hinsegin fólks í gær. „Og það skar mig í hjartað að tala við fólk á mínum aldri sem fór einna verst út úr baráttunni, fordómunum og hatrinu fyrir einhverjum þrjátíu árum síðan, náði sér kannski aldrei alveg en náði að halda haus og komast standandi út úr því, er eiginlega að bugast aftur. Hún er svo þunn skelin. Þetta er svo ævintýralega ljótt.“ Á mörkunum að geta hlegið „Bara svo að þú hafir einhverja mynd af klikkuninni sem er í gangi, þá er það í dreifingu á samfélagsmiðlum að ég og Ragnhildur konan mín séum hluthafar í stóru heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi sem selji lyf sem ætlað er að auðvelda kynferðislega misnotkun á börnum og að af þessum viðskiptum sé ég orðin svo rík, að ég sé að stunda peningaþvætti.“ Hanna Katrín segir tvennt rétt í því, hún hafi einu sinni unnið hjá heilbrigðisfyrirtæki og síðan hafi hún fyrir ári síðan birt Facebook færslu um það að hún hafi fengið athugasemd á flugvelli þegar hún hugðist taka út 50 evrur í gjaldeyri eftir að hún hafi sagst vera stjórnmálamaður. Hanna Katrín var framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma frá 2012 til 2016. „Bara til þess að sýna á hvaða stigi þetta er og ég get hlegið að þessu,“ segir Hanna Katrín. Það er rétt á mörkunum? „Það er rétt á mörkunum nefnilega og ég er viss um að ég gæti elt þetta uppi og gert eitthvað úr því, af því að við erum jú með löggjöf gegn svona og fyrir stjórnmálamann þá er þetta ekkert grín heldur að fleyta svona sögu. En þetta sýnir bara, að ég veit það ekki, við verðum að staldra við og reyna aðeins að átta okkur á því á hvaða vegferð við erum.“ Snúist um viðnám lýðræðisins Hanna Katrín segir umræðuna nú um minnihlutahópa í hinsegin samfélaginu snúast um viðnámsþrótt lýðræðisins. Íslendingar verði að fara að átta sig á þessu. „Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara grátið yfir einmitt, eða hlegið að eða hneykslast á eða barist gegn í litlum brotum út um allt samfélagið. Við verðum að fara að ákveða hvernig samfélag við ætlum að vera hérna. Við ætlum ekki að vera samfélag sem stýrist af falsfréttum og skipulögðum áróðursherferðum gegn litlum einstaka hópum og búa þannig til farveginn fyrir öfgaöfl. Það er ekki það sem íslenskt samfélag ætlar að vera.“ Hinsegin Sprengisandur Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Hanna var gestur. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga þar sem Samtökin '78 og hinsegin fræðsla þeirra hafa meðal annars verið dregin inn í umræðuna. Skelin þunn Hanna segir stöðuna dapra og rekur umræðuna meðal annars til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem spjótunum sé í auknum mæli beint gegn mannréttindum trans fólks. Hanna segist hafa komið af samstöðufundi hinsegin fólks í gær. „Og það skar mig í hjartað að tala við fólk á mínum aldri sem fór einna verst út úr baráttunni, fordómunum og hatrinu fyrir einhverjum þrjátíu árum síðan, náði sér kannski aldrei alveg en náði að halda haus og komast standandi út úr því, er eiginlega að bugast aftur. Hún er svo þunn skelin. Þetta er svo ævintýralega ljótt.“ Á mörkunum að geta hlegið „Bara svo að þú hafir einhverja mynd af klikkuninni sem er í gangi, þá er það í dreifingu á samfélagsmiðlum að ég og Ragnhildur konan mín séum hluthafar í stóru heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi sem selji lyf sem ætlað er að auðvelda kynferðislega misnotkun á börnum og að af þessum viðskiptum sé ég orðin svo rík, að ég sé að stunda peningaþvætti.“ Hanna Katrín segir tvennt rétt í því, hún hafi einu sinni unnið hjá heilbrigðisfyrirtæki og síðan hafi hún fyrir ári síðan birt Facebook færslu um það að hún hafi fengið athugasemd á flugvelli þegar hún hugðist taka út 50 evrur í gjaldeyri eftir að hún hafi sagst vera stjórnmálamaður. Hanna Katrín var framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma frá 2012 til 2016. „Bara til þess að sýna á hvaða stigi þetta er og ég get hlegið að þessu,“ segir Hanna Katrín. Það er rétt á mörkunum? „Það er rétt á mörkunum nefnilega og ég er viss um að ég gæti elt þetta uppi og gert eitthvað úr því, af því að við erum jú með löggjöf gegn svona og fyrir stjórnmálamann þá er þetta ekkert grín heldur að fleyta svona sögu. En þetta sýnir bara, að ég veit það ekki, við verðum að staldra við og reyna aðeins að átta okkur á því á hvaða vegferð við erum.“ Snúist um viðnám lýðræðisins Hanna Katrín segir umræðuna nú um minnihlutahópa í hinsegin samfélaginu snúast um viðnámsþrótt lýðræðisins. Íslendingar verði að fara að átta sig á þessu. „Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara grátið yfir einmitt, eða hlegið að eða hneykslast á eða barist gegn í litlum brotum út um allt samfélagið. Við verðum að fara að ákveða hvernig samfélag við ætlum að vera hérna. Við ætlum ekki að vera samfélag sem stýrist af falsfréttum og skipulögðum áróðursherferðum gegn litlum einstaka hópum og búa þannig til farveginn fyrir öfgaöfl. Það er ekki það sem íslenskt samfélag ætlar að vera.“
Hinsegin Sprengisandur Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira