„Heyrnarskerðing ekki nógu merkileg fötlun“ Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 17. september 2023 17:00 …stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
…stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun