Vonar að Ísland geti verið griðastaður fyrir son sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 18:21 Þorvarður Tjörvi vonar að Íslendingar takist á við þann andbyr sem trans og hinsegin fólk hefur mætt undanfarið. Hér er hann ásamt syni sínum, Kaiden, og öðrum á hinsegin dögum. Facebook Faðir fjórtán ára trans stráks vonar að Ísland geti orðið að griðastað fyrir son sinn í framtíðinni. Hann segir það átakanlegt að hafa fylgst með umræðunni á Íslandi undanfarið og vonast til að Íslendingar takist á við andbyrinn. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur sem starfar sem næstráðandi (e. deputy unity chief) hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, greindi frá þessu í Facebook-færslu í gær. Þar lýsir hann upplifun sinni af því að vera foreldri sonarins Kaiden sem er trans og skrifar um þá öldu haturs sem hefur riðið yfir gagnvart hinsegin fólki undanfarið. „Ég er ekki stelpa“ „Fyrir rúmum þremur árum kom eina “dóttir” mín út sem transstrákur, þá 11 ára. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að það var visst áfall fyrir miðaldra pabba að fá þær fréttir og það tók okkur hjónin nokkrar vikur að melta það sem var að gerast,“ segir í færslunni. Kaiden ásamt móður sinni, Önnu Margréti Björnsdóttur, í gleðigöngunni.Facebook „Mánuðina á undan höfðum við séð mikla vanlíðan og ört lækkandi einkunnir, en við skrifuðum það á Covid og þá einangrun sem því fylgdi að vera búandi í Maryland fylki í Bandaríkjunum þar sem krakkar mættu ekki í eigin persónu í skólann í rúmt ár. En það var ekki málið. „Ég er ekki stelpa“, það var málið. Þegar það var loks viðurkennt breyttist allt,“ segir enn fremur. Tjörvi segir að fjölskyldan sem býr í Maryland, „hjarta heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum,“ njóti þeirra forréttinda að vera með góðar heilbrigðistryggingar. Hins vegar hafi það fyrsta sem þau hjónin gerðu var að leita til Samtakanna '78 eftir ábendingu frá bróður Tjörva, Gísla Rafni Ólafssyni þingmanni. „Þar var sjálfsögð, ókeypis og nær samstundis stuðningur með viðtali í gegnum netið í boði. Aðstandendur hinsegin krakka eiga rétt á fræðslu og aðstoð, sem reyndist okkur foreldrunum ómetanleg. Við verðum ævinlega þakklát fyrir þeirra hjálp. Takk!“ Vanlíðan breyst í vellíðan Tjörvi lýsir því hvernig í Bandaríkjunum hinsegin krakkar mæti bæði mótstöðu og andúð. Fylki þeirra, Maryland, sé sem betur fer vin í þeirri eyðimörk þótt þar séu fordómar hér sem annars staðar. Skólagangan hafi gengið vel eftir að sonurinn kom út sem trans. „Vanlíðan hefur breyst í vellíðan, einsemd í vinamergð og C eða D breyst í nær eingöngu A þegar kemur að einkunnum. Og nú erum við í afar gagnlegu kynhneigðarprógrammi hjá barnaspítala Bandaríkjanna þar sem teymi sálfræðinga, lækna o.s.frv. vinna með okkur foreldrunum og táningnum að finna út úr hvað sé best að gera. Aftur, takk!,“ segir í færslunni. „Það er fátt sem er meiri léttir fyrir foreldra en að sjá barnið sitt breytast frá því að líða illa, ganga illa, í brosandi, hlæjandi, vinamargan og framúrskarandi ungling. Kyn skiptir ekki máli. Vellíðan skiptir máli. Gamaldags staðlar skipta ekki máli, fjölbreytileikinn er frábær! Honum ber að fagna!“ Vonar að Íslendingar takist á við andbyrinn Þá segir Tjörvi það hafa verið átakanlegt að fylgjast með umræðunni á Íslandi síðastliðnar vikur en um leið aðdáunarvert að sjá andspyrnuna rísa upp. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með umræðunni heima á Íslandi síðastliðnar vikur. Hatrið sem þrífst, vex og nærist á fordómum, rangfærslum og vanþekkingu. Ekki síst því Íslandi hefur verið hampað sem sannkallaðri vin í eyðimörkinni þegar kemur að réttindum hinsegin einstaklinga og para. Það er því af háum stalli að falla. Að sama skapi hefur verið aðdáunarvert að sjá andspyrnuna rísa upp. Það er von. Takk!“ segir hann. „Sem foreldi transstráks, sem ég er óendanlega stoltur af, þá vona ég að Ísland geti verið griðastaður þangað sem hann getur leitað til, ef hann þarf eða vill. Öll börnin okkar eru auðvitað orðin ansi amerísk eftir sjö ára veru hér og gætu endað á að vilja búa hér úti, en þau munu ætíð eiga sínar íslensku rætur og vilja hafa a.m.k. annan fótinn þar.“ „Ég vona því að við tökumst á við þennan andbyr sem nú ræður ríkjum og fögnum fjölbreytileikanum og leyfum hverjum og einum að finna sína syllu. Það á að vera pláss fyrir alla að finna sinn stað á eyjunni okkar. Það ætti að vera okkar sérstaða, verum #hinsegin,“ segir að lokum. Hinsegin Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur sem starfar sem næstráðandi (e. deputy unity chief) hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, greindi frá þessu í Facebook-færslu í gær. Þar lýsir hann upplifun sinni af því að vera foreldri sonarins Kaiden sem er trans og skrifar um þá öldu haturs sem hefur riðið yfir gagnvart hinsegin fólki undanfarið. „Ég er ekki stelpa“ „Fyrir rúmum þremur árum kom eina “dóttir” mín út sem transstrákur, þá 11 ára. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að það var visst áfall fyrir miðaldra pabba að fá þær fréttir og það tók okkur hjónin nokkrar vikur að melta það sem var að gerast,“ segir í færslunni. Kaiden ásamt móður sinni, Önnu Margréti Björnsdóttur, í gleðigöngunni.Facebook „Mánuðina á undan höfðum við séð mikla vanlíðan og ört lækkandi einkunnir, en við skrifuðum það á Covid og þá einangrun sem því fylgdi að vera búandi í Maryland fylki í Bandaríkjunum þar sem krakkar mættu ekki í eigin persónu í skólann í rúmt ár. En það var ekki málið. „Ég er ekki stelpa“, það var málið. Þegar það var loks viðurkennt breyttist allt,“ segir enn fremur. Tjörvi segir að fjölskyldan sem býr í Maryland, „hjarta heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum,“ njóti þeirra forréttinda að vera með góðar heilbrigðistryggingar. Hins vegar hafi það fyrsta sem þau hjónin gerðu var að leita til Samtakanna '78 eftir ábendingu frá bróður Tjörva, Gísla Rafni Ólafssyni þingmanni. „Þar var sjálfsögð, ókeypis og nær samstundis stuðningur með viðtali í gegnum netið í boði. Aðstandendur hinsegin krakka eiga rétt á fræðslu og aðstoð, sem reyndist okkur foreldrunum ómetanleg. Við verðum ævinlega þakklát fyrir þeirra hjálp. Takk!“ Vanlíðan breyst í vellíðan Tjörvi lýsir því hvernig í Bandaríkjunum hinsegin krakkar mæti bæði mótstöðu og andúð. Fylki þeirra, Maryland, sé sem betur fer vin í þeirri eyðimörk þótt þar séu fordómar hér sem annars staðar. Skólagangan hafi gengið vel eftir að sonurinn kom út sem trans. „Vanlíðan hefur breyst í vellíðan, einsemd í vinamergð og C eða D breyst í nær eingöngu A þegar kemur að einkunnum. Og nú erum við í afar gagnlegu kynhneigðarprógrammi hjá barnaspítala Bandaríkjanna þar sem teymi sálfræðinga, lækna o.s.frv. vinna með okkur foreldrunum og táningnum að finna út úr hvað sé best að gera. Aftur, takk!,“ segir í færslunni. „Það er fátt sem er meiri léttir fyrir foreldra en að sjá barnið sitt breytast frá því að líða illa, ganga illa, í brosandi, hlæjandi, vinamargan og framúrskarandi ungling. Kyn skiptir ekki máli. Vellíðan skiptir máli. Gamaldags staðlar skipta ekki máli, fjölbreytileikinn er frábær! Honum ber að fagna!“ Vonar að Íslendingar takist á við andbyrinn Þá segir Tjörvi það hafa verið átakanlegt að fylgjast með umræðunni á Íslandi síðastliðnar vikur en um leið aðdáunarvert að sjá andspyrnuna rísa upp. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með umræðunni heima á Íslandi síðastliðnar vikur. Hatrið sem þrífst, vex og nærist á fordómum, rangfærslum og vanþekkingu. Ekki síst því Íslandi hefur verið hampað sem sannkallaðri vin í eyðimörkinni þegar kemur að réttindum hinsegin einstaklinga og para. Það er því af háum stalli að falla. Að sama skapi hefur verið aðdáunarvert að sjá andspyrnuna rísa upp. Það er von. Takk!“ segir hann. „Sem foreldi transstráks, sem ég er óendanlega stoltur af, þá vona ég að Ísland geti verið griðastaður þangað sem hann getur leitað til, ef hann þarf eða vill. Öll börnin okkar eru auðvitað orðin ansi amerísk eftir sjö ára veru hér og gætu endað á að vilja búa hér úti, en þau munu ætíð eiga sínar íslensku rætur og vilja hafa a.m.k. annan fótinn þar.“ „Ég vona því að við tökumst á við þennan andbyr sem nú ræður ríkjum og fögnum fjölbreytileikanum og leyfum hverjum og einum að finna sína syllu. Það á að vera pláss fyrir alla að finna sinn stað á eyjunni okkar. Það ætti að vera okkar sérstaða, verum #hinsegin,“ segir að lokum.
Hinsegin Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira