Ævintýri Heidenheim og Schmidt hófst árið 2007 þegar hann tók við liðinu. Þá var Heidenheim í fimmtu efstu deild Þýskalands og draumurinn um að spila í efstu deild því fjarlægur.
Eftir að hafa farið upp um fjórar deildir á þessum 16 árum er liðið þó mætt í efstu deild. Fyrsti sigur Heidenheim í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni varð í gær staðreynd er liðið vann 4-2 sigur gegn Werder Bremen í leik þar sem Eren Dinkci skoraði tvívegis, en hann er á láni hjá Heidenheim frá einmitt Werder Bremen.
Það sem gerir sigurinn enn merkilegri fyrir þjálfarann Schmidt er að hann kom einmitt á 16 ára afmæli hans sem þjálfari liðsins. Það þýðir að hann er orðinn sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans og bætti þar með með met Volker Finke sem stýrði Freiburg í 15 ár og 364 daga frá 1. júlí 1991 til 30. júní 2007.
Heidenheim manager Frank Schmidt is set to become the longest-serving coach in German football history this weekend!
— Bundesliga First Touch (@BLFirstTouch) September 15, 2023
After taking charge of the team in 2007, he is now approaching his 591st game across 16 unbroken years at the helm as his side face Werder Bremen on Sunday! #HDH pic.twitter.com/6c1pLoQjaj
Þessi 49 ára gamli þjálfari var fyrirliði félagsins undir lok leikmannaferils síns sem lauk árið 2007. Hann varð svo aðstoðarþjálfari liðsins að ferlinum loknum, en tók við starfinu af Dieter Markle þann 17. september 2007.
Undir stjórn Schmidt hefur Heidenheim komist upp um fjórar deildir og leikið 591 leik.