„Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. september 2023 10:47 Beta Ey og ZÖE stofnuðu saman Dreamfeeder Productions sem sérhæfir sig meðal annars í tónlist fyrir sjónvarp. Blaðamaður ræddi við þær um verkefnið. Björn Júlíus Grímsson Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. Dýpri vinátta í kjölfar Eurovision ævintýrisins „Við kynntumst árið 2020 þegar Zöe var að vinna sem umboðsmaður fyrir hljómsveitina Mezzoforte og ég var stílisti í myndatöku hjá þeim,“ segir Beta og bætir við að þær hafi strax náð vel saman. „Hægt og rólega fór vinátta okkar að vaxa þangað til að við fórum svo saman á Eurovision. Við höfum alltaf notið þess að vera í kringum hvor aðra en eftir Eurovision varð vináttan en dýpri og nánari. Fyrst við gátum lifað þá reynslu af saman þá getum við lifað allt af,“ segja þær kímnar. Sama markmiðið Í kjölfar Eurovision segja þær stöllur að lífið hafi sannarlega þróast og þær hafi breyst mikið sem manneskjur. Þær hafi að lokum ákveðið að setjast niður saman til að ræða hvað þær langaði að gera í tónlistinni. Þá kom í ljós að þær vildu vinna að sama markmiði, sem var að semja tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp, auglýsingar og leikhús. „Þegar við áttuðum okkur á því að við vildum sama hlutinn og hvað við erum svipaðar þegar það kemur að smekk í tónsmíði kom ekkert annað til greina en að sameina krafta okkar. Þar sem við búum báðar að mikilli reynslu, báðar menntaðar í tónlist og höfum í mörg ár samið okkar eigin tónlist, þá vissum við að við gætum samið heilmikið af góðu efni sem gæti náð yfir ótal mörg verkefni.“ Beta og ZÖE ná mjög vel saman bæði í leik og starfi. Þær segja mikilvægt að vinna með öðrum konum í tónlistarbransanum.Björn Júlíus Grímsson Vilja alltaf halda í sitt einkenni Þær byrjuðu því þá og þegar að vinna saman og á nokkrum vikum voru þær komnar með fjölbreytt efni. „Þrátt fyrir að fara um víðan völl í tónsköpun okkar er alltaf rauður þráður sem einkennir okkar hljóðheim. Þar af leiðandi er auðvelt að heyra hvaða tónverk eru eftir okkur sem er að okkar mati einn af okkar helstu styrkleikum. Við vonumst til að halda í okkar einkenni og á sama tíma ná til breiðs hóps hlustenda. Það sem gerir samvinnu okkar svo einstaka er þessi samstilling á okkar stílum. Öll okkar fyrri vinna sem hefur nú leitt okkur hingað hjálpar okkur að finna afslappað flæði þar sem við getum hoppað á milli verkefna og skipt þeim á milli okkar.“ Beta og ZÖE segja mikilvægt að halda í sitt einkenni í tónlistinni. Björn Júlíus Grímsson Mikilvægt að vinna með konum Þær segja að tengingin þeirra á milli geri mun auðveldara fyrir að semja saman. Innsæið þeirra skiptir þær miklu máli og þær vilja frekar leyfa því að ráða förinni en að reyna að passa í eitthvað box. Þær ætla einnig að leggja áherslu á frekari samvinnu við aðrar tónlistarkonur. „Tónlistarbransinn á Íslandi hefur alltaf verið mjög karlægur. Þess vegna finnst okkur báðum svo mikilvægt að taka meðvitaða ákvörðun um að vinna með öðrum konum. Við gætum ekki verið stoltari af því að stíga inn í þetta nýja verkefni sem við sköpuðum saman og við getum ekki beðið eftir að halda áfram þessu stórkostlega ferðalagi.“ Hér má lesa nánar um Dreamfeeder Productions. Tónlist Eurovision Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vinátta í Eurovision leiddi til tónleika í Hörpu Portúgalska Eurovision söngkonan Maro kemur fram í Hörpu næstkomandi mánudagskvöld á tónleikum Systra í Kaldalóni. Vinskapurinn myndaðist á keppninni í Torino í vor og segjast Systur spenntar að taka á móti henni. 11. október 2022 15:31 Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 25. ágúst 2022 17:31 Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Dýpri vinátta í kjölfar Eurovision ævintýrisins „Við kynntumst árið 2020 þegar Zöe var að vinna sem umboðsmaður fyrir hljómsveitina Mezzoforte og ég var stílisti í myndatöku hjá þeim,“ segir Beta og bætir við að þær hafi strax náð vel saman. „Hægt og rólega fór vinátta okkar að vaxa þangað til að við fórum svo saman á Eurovision. Við höfum alltaf notið þess að vera í kringum hvor aðra en eftir Eurovision varð vináttan en dýpri og nánari. Fyrst við gátum lifað þá reynslu af saman þá getum við lifað allt af,“ segja þær kímnar. Sama markmiðið Í kjölfar Eurovision segja þær stöllur að lífið hafi sannarlega þróast og þær hafi breyst mikið sem manneskjur. Þær hafi að lokum ákveðið að setjast niður saman til að ræða hvað þær langaði að gera í tónlistinni. Þá kom í ljós að þær vildu vinna að sama markmiði, sem var að semja tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp, auglýsingar og leikhús. „Þegar við áttuðum okkur á því að við vildum sama hlutinn og hvað við erum svipaðar þegar það kemur að smekk í tónsmíði kom ekkert annað til greina en að sameina krafta okkar. Þar sem við búum báðar að mikilli reynslu, báðar menntaðar í tónlist og höfum í mörg ár samið okkar eigin tónlist, þá vissum við að við gætum samið heilmikið af góðu efni sem gæti náð yfir ótal mörg verkefni.“ Beta og ZÖE ná mjög vel saman bæði í leik og starfi. Þær segja mikilvægt að vinna með öðrum konum í tónlistarbransanum.Björn Júlíus Grímsson Vilja alltaf halda í sitt einkenni Þær byrjuðu því þá og þegar að vinna saman og á nokkrum vikum voru þær komnar með fjölbreytt efni. „Þrátt fyrir að fara um víðan völl í tónsköpun okkar er alltaf rauður þráður sem einkennir okkar hljóðheim. Þar af leiðandi er auðvelt að heyra hvaða tónverk eru eftir okkur sem er að okkar mati einn af okkar helstu styrkleikum. Við vonumst til að halda í okkar einkenni og á sama tíma ná til breiðs hóps hlustenda. Það sem gerir samvinnu okkar svo einstaka er þessi samstilling á okkar stílum. Öll okkar fyrri vinna sem hefur nú leitt okkur hingað hjálpar okkur að finna afslappað flæði þar sem við getum hoppað á milli verkefna og skipt þeim á milli okkar.“ Beta og ZÖE segja mikilvægt að halda í sitt einkenni í tónlistinni. Björn Júlíus Grímsson Mikilvægt að vinna með konum Þær segja að tengingin þeirra á milli geri mun auðveldara fyrir að semja saman. Innsæið þeirra skiptir þær miklu máli og þær vilja frekar leyfa því að ráða förinni en að reyna að passa í eitthvað box. Þær ætla einnig að leggja áherslu á frekari samvinnu við aðrar tónlistarkonur. „Tónlistarbransinn á Íslandi hefur alltaf verið mjög karlægur. Þess vegna finnst okkur báðum svo mikilvægt að taka meðvitaða ákvörðun um að vinna með öðrum konum. Við gætum ekki verið stoltari af því að stíga inn í þetta nýja verkefni sem við sköpuðum saman og við getum ekki beðið eftir að halda áfram þessu stórkostlega ferðalagi.“ Hér má lesa nánar um Dreamfeeder Productions.
Tónlist Eurovision Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vinátta í Eurovision leiddi til tónleika í Hörpu Portúgalska Eurovision söngkonan Maro kemur fram í Hörpu næstkomandi mánudagskvöld á tónleikum Systra í Kaldalóni. Vinskapurinn myndaðist á keppninni í Torino í vor og segjast Systur spenntar að taka á móti henni. 11. október 2022 15:31 Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 25. ágúst 2022 17:31 Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Vinátta í Eurovision leiddi til tónleika í Hörpu Portúgalska Eurovision söngkonan Maro kemur fram í Hörpu næstkomandi mánudagskvöld á tónleikum Systra í Kaldalóni. Vinskapurinn myndaðist á keppninni í Torino í vor og segjast Systur spenntar að taka á móti henni. 11. október 2022 15:31
Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 25. ágúst 2022 17:31
Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11