Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2023 21:30 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að viðbrögð við hvarfi Íslendinga erlendis vera mismundandi eftir eðli hvers máls. Vísir/Vilhelm Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl. Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl.
Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira