Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Barcelona, PSG lagði Dortmund og dramatíkin í Rómarborg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2023 12:31 Ivan Provedel, markvörður Lazio, stal fyrirsögnunum í gær. Marco Rosi/Getty Images Átta leikir fór fram í gærkvöldi þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu rúllaði af stað. Evrópumeistarar Manchester City hófu titilvörnina á sigri, Börsungar fóru illa með Antwerp og dramatíkin var allsráðandi í viðureign Lazio og Atlético Madrid. Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira