Um er að ræða fimm herbergja íbúð á efstu hæð í stóru lyftuhúsi sem var byggt árið 1973.
Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að íbúðin skiptist í fjögur svefnherbergi, stórt og rúmgott alrými þar sem stofa, borðstofa og eldhús mætast, tvö baðherbergi og þvottahús. Í miðju alrýminu er tignarlegur arinn sem gefur íbúðinni ákveðinn sjarma.
Útgengt er úr stofu á 70 fermetra þaksvalir sem eru yfirbyggðar að hluta. Auk þess fylgir 25,5 fermetra bílskúr.









