Gylfi Þór samdi við Lyngby fyrir þremur vikum síðan en hefur ekki enn leikið með liðinu vegna meiðsla. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gaf það sterklega í skyn í viðtali á dögunum að Gylfi gæti spilað næsta leik.
Lyngby hefur nú staðfest það á X-síðu sinni að Gylfi verði í leikmannahópnum á morgun.
GYLFI SIGURDSSON KAN FÅ DEBUT I MORGEN 💙
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) September 21, 2023
Efter tre ugers træning i kongeblåt, er Gylfi Sigurdsson i morgen for første gang med i truppen 😍
I den forbindelse har vi taget en snak med ham om valget af Lyngby Boldklub, starten i kongeblåt og ikke mindst om glæden ved igen snart… pic.twitter.com/Fd9d3tDiKN
Gylfi hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar og í kjölfarið leystur undan samningi sínum hjá Everton.
Lyngby hefur farið vel af stað í dönsku deildinni eftir að hafa verið hársbreidd frá því að falla á síðasta tímabili. Liðið er í 6. sæti deildarinnar þegar 8 leikir hafa verið spilaðir.
Liðið er skipað fjölmörgum Íslendingum en meðal leikmanna eru Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnson.