Meistararnir enn án sigurs Snorri Már Vagnsson skrifar 21. september 2023 22:56 FH gerði sér lítið fyrir og sigraði ríkjandi meistara Atlantic. Stórmeistarar Atlantic eru enn án sigurs eftir tap gegn FH í annarri umferð Lósleiðaradeildarinnar í CS:GO í kvöld. Atlantic vann hnífalotuna og kaus að hefja leik í vörn á Vertigo. FH tók fyrstu lotu leiksins en Atlantic fylgdi þar fast á eftir og tók þrjár í röð. Bjarni, leikmaður Atlantic, leiddi fellutöfluna hjá Atlantic en hann var með níu fellur eftir aðeins sex lotur. Atlantic byrjaði fyrri hálfleikinn svo sannarlega betur, en staðan var 5-2 eftir sjö lotur. FH sneri þó blaðinu heldur betur við en Wzrd og mozar7, leikmenn FH, leiddu fellingatöfluna í ótrúlegri endurkomu liðsins. FH sigraði sex lotur í röð og kom stöðunni í 5-8. Atlantic náði þó að klóra til baka í lok fyrri hálfleiks og tók tvær lotur. Staðan í hálfleik: 7-8 Í seinni hálfleik setti FH í fluggír og tók sjö lotur í röð. Staðan þá orðin 7-15 og FH komið á úrslitastig. Trekk í trekk reyndu Atlantic-menn að klekkja á vörn FH-inga en glufurnar voru fáar og smáar. Atlantic náði aðeins að taka tvær lotur áður en FH fann sigurlotuna og sigraði viðureignina. Lokatölur: 16-9 FH fullkomnaði byrjun sína á tímabilinu með óvæntum sigri gegn Atlantic, sínum öðrum á tímabilinu. Atlantic, sem sigraði Stórmeistaramót síðasta tímabils, situr þó á botni deildarinnar, án stiga í tveimur leikjum og brekkan strax orðin afar brött fyrir þá í upphafi tímabils. Staðan í deildinni. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti
Atlantic vann hnífalotuna og kaus að hefja leik í vörn á Vertigo. FH tók fyrstu lotu leiksins en Atlantic fylgdi þar fast á eftir og tók þrjár í röð. Bjarni, leikmaður Atlantic, leiddi fellutöfluna hjá Atlantic en hann var með níu fellur eftir aðeins sex lotur. Atlantic byrjaði fyrri hálfleikinn svo sannarlega betur, en staðan var 5-2 eftir sjö lotur. FH sneri þó blaðinu heldur betur við en Wzrd og mozar7, leikmenn FH, leiddu fellingatöfluna í ótrúlegri endurkomu liðsins. FH sigraði sex lotur í röð og kom stöðunni í 5-8. Atlantic náði þó að klóra til baka í lok fyrri hálfleiks og tók tvær lotur. Staðan í hálfleik: 7-8 Í seinni hálfleik setti FH í fluggír og tók sjö lotur í röð. Staðan þá orðin 7-15 og FH komið á úrslitastig. Trekk í trekk reyndu Atlantic-menn að klekkja á vörn FH-inga en glufurnar voru fáar og smáar. Atlantic náði aðeins að taka tvær lotur áður en FH fann sigurlotuna og sigraði viðureignina. Lokatölur: 16-9 FH fullkomnaði byrjun sína á tímabilinu með óvæntum sigri gegn Atlantic, sínum öðrum á tímabilinu. Atlantic, sem sigraði Stórmeistaramót síðasta tímabils, situr þó á botni deildarinnar, án stiga í tveimur leikjum og brekkan strax orðin afar brött fyrir þá í upphafi tímabils. Staðan í deildinni.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti