Hugum að heyrn Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 22. september 2023 12:01 Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: Sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. Öll eru þau jafn mikilvæg. Þeir sem fæðast með heyrn reiða sig mikið á hana og vilja halda í hana sem lengst. Með snemmtækri íhlutun og forvörnum er hægt að kortleggja og bregðast við ef svo sé ekki raunin. Fólk á öllum aldri býr við skerta heyrn og með hækkandi aldri minnkar heyrnin, um eftirlaunaaldur má búast við tvöföldum fjölda heyrnarskertra einstaklinga. Einn af hverjum sex Íslendingum með skerta heyrn. Mennta þarf fólk í heyrnarfræðum Það er bagalegt fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu að geta ekki gengið að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á síðustu áratugum með vissu. Eins og staðan er í dag eru um 2000 manns á biðlista hjá Heyrnar og talmeinastöð Íslands (Hér eftir HTÍ). Ástæðan er margvísleg, það vantar sérmenntað fólk til starfa auk þess sem húsnæðið sem stofnunin hefur verið í síðastliðin 50 ár er ekki hentug fyrir starfsemi af þessu tagi og fyrir utan að það er löngu sprungið. Einstaklingar með kuðungsígræðslu geta ekki leitað annað eftir sérfræðiaðstoð líkt og þeim sem sinna greiningu og talmeinaþjónustu. HTÍ gegnir skyldum og hefur þjónustað einstaklinga sem búa við heyrnarskerðingu sl. 40 ár. HTÍ sér um heyrnarmælingu nýbura, greiningu, meðferð og endurhæfingu heyrnarskertra barna og fullorðinna. Þá sinnir HTÍ einnig ráðgjafahlutverk til foreldra, skóla og dvalarheimila svo eitthvað sé nefnt. Heyrnarskert börn og unglingar sem eru undir reglulegu eftirliti HTÍ eru um 300 talsins. Nú stendur HTÍ frammi fyrir þeirri erfiðu stöðu að ekki fæst fólk með þá sérmenntun sem til þarf svo hægt sé að halda svona starfsemi gangandi. Með hækkandi aldri þjóðarinnar má gera ráð fyrir að í hópi fullorðinna með væga eða slæma heyrnarskerðingu fjölgi um 20 - 30 þúsund manns á næstu 20 árum. Því er brýnt að fara í átak að mennta fólk í heyrnarfræðum hér á landi bæði í framhaldsskólum og í háskólum. Í vor fól Heilbrigðisráðuneytið Landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu að skoða leiðir til að skapa námstækifæri á þessu sviði. Heilbrigðisbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla hefur þegar hafið undirbúning námsins en til þess að byggja upp heildstætt nám skiptir máli skiptir máli að HTÍ sé í stakk búin að taka sinna nemendum sem fari í nám í heyrnartækni. Heyrumst! Það er mikilvægt að heildstæð þjónusta sé tryggð og það er þjóðhagslega hagkvæmt að halda henni uppi, því það fjölgar stöðugt í þeim hópi sem þarf á þessari þjónustu að halda. Við verðum að koma í veg fyrir að fólk einangrast félagslega og sé jafnvel frá vinnu vegna skorti á viðeigandi úrræðum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Heilsa Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: Sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. Öll eru þau jafn mikilvæg. Þeir sem fæðast með heyrn reiða sig mikið á hana og vilja halda í hana sem lengst. Með snemmtækri íhlutun og forvörnum er hægt að kortleggja og bregðast við ef svo sé ekki raunin. Fólk á öllum aldri býr við skerta heyrn og með hækkandi aldri minnkar heyrnin, um eftirlaunaaldur má búast við tvöföldum fjölda heyrnarskertra einstaklinga. Einn af hverjum sex Íslendingum með skerta heyrn. Mennta þarf fólk í heyrnarfræðum Það er bagalegt fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu að geta ekki gengið að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á síðustu áratugum með vissu. Eins og staðan er í dag eru um 2000 manns á biðlista hjá Heyrnar og talmeinastöð Íslands (Hér eftir HTÍ). Ástæðan er margvísleg, það vantar sérmenntað fólk til starfa auk þess sem húsnæðið sem stofnunin hefur verið í síðastliðin 50 ár er ekki hentug fyrir starfsemi af þessu tagi og fyrir utan að það er löngu sprungið. Einstaklingar með kuðungsígræðslu geta ekki leitað annað eftir sérfræðiaðstoð líkt og þeim sem sinna greiningu og talmeinaþjónustu. HTÍ gegnir skyldum og hefur þjónustað einstaklinga sem búa við heyrnarskerðingu sl. 40 ár. HTÍ sér um heyrnarmælingu nýbura, greiningu, meðferð og endurhæfingu heyrnarskertra barna og fullorðinna. Þá sinnir HTÍ einnig ráðgjafahlutverk til foreldra, skóla og dvalarheimila svo eitthvað sé nefnt. Heyrnarskert börn og unglingar sem eru undir reglulegu eftirliti HTÍ eru um 300 talsins. Nú stendur HTÍ frammi fyrir þeirri erfiðu stöðu að ekki fæst fólk með þá sérmenntun sem til þarf svo hægt sé að halda svona starfsemi gangandi. Með hækkandi aldri þjóðarinnar má gera ráð fyrir að í hópi fullorðinna með væga eða slæma heyrnarskerðingu fjölgi um 20 - 30 þúsund manns á næstu 20 árum. Því er brýnt að fara í átak að mennta fólk í heyrnarfræðum hér á landi bæði í framhaldsskólum og í háskólum. Í vor fól Heilbrigðisráðuneytið Landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu að skoða leiðir til að skapa námstækifæri á þessu sviði. Heilbrigðisbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla hefur þegar hafið undirbúning námsins en til þess að byggja upp heildstætt nám skiptir máli skiptir máli að HTÍ sé í stakk búin að taka sinna nemendum sem fari í nám í heyrnartækni. Heyrumst! Það er mikilvægt að heildstæð þjónusta sé tryggð og það er þjóðhagslega hagkvæmt að halda henni uppi, því það fjölgar stöðugt í þeim hópi sem þarf á þessari þjónustu að halda. Við verðum að koma í veg fyrir að fólk einangrast félagslega og sé jafnvel frá vinnu vegna skorti á viðeigandi úrræðum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun