Munaði um hvern mann í björgunaraðgerðum gærkvöldsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2023 13:16 Betur fór en á horfðist þegar rannsóknarskip strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Aðgerðir gengu hratt og örugglega fyrir sig og segir aðgerðarstjóri að það hafi munað mikið um framlag hvers og eins. Landsbjörg Það gekk hratt og örugglega að koma rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni á flot eftir að það strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Flytja þurfti átta skipverja af tuttugu frá borði og í fjöldahjálparstöð á Tálknafirði. Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári. Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári.
Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56
Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00