Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar? Finnur Birgisson skrifar 25. september 2023 07:31 „Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ - Þannig hljóðar 62. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þetta þýðir skv. almennum málskilningi að launaþróunin eigi að vera aðalviðmiðið. En ef svo skyldi einhverntíma vilja til að launin héldu ekki í við verðlagið, þá skuli verðlagið ráða, þ.e.a.s. sú viðmiðunin sem þá gefur hagstæðari niðurstöðu fyrir skjólstæðinga almannatrygginga, - ekki fyrir ríkiskassann. Klókindaleg formúla fjármálaráðuneytis Bæði þessi viðmið eru skýr og ótvíræð og birtast í mánaðarlegum launa- og neysluverðsvísitölum Hagstofu Íslands. Það flækir samt óneitanlega málið, að ákvörðun Alþingis um fjárveitingar til almannatrygginga þarf hverju sinni að byggjast á spá um væntanlega þróun vísitalnanna á komandi ári, og eins og Daninn sagði þá er erfitt að spá; sér í lagi um framtíðina. Nokkur síðustu ára hafa spárnar geigað verulega og alltaf á sama veg: Skjólstæðingum almannatrygginga í óhag. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að greiðslur almannatrygginga hafa dregist langt aftur úr launaþróuninni á undanförnum árum, og jafnvel átt það til að halda ekki einu sinni í við framfærsluvísitöluna. Önnur ástæða er sú að fjármálaráðuneytið hefur alla tíð álitið það mesta óráð að láta greiðslur almannatrygginga fylgja launaþróuninni. Það hefur því komið sér upp klókindalegri formúlu til að „leiðrétta“ tölur Hagstofunnar, - reikna launavísitöluna niður. Kaupmáttur ellilífeyrisins dróst saman 2021 og 2022 Kjaragliðnunina, sem er afleiðing af þessu, má sjá á meðfylgjandi línuriti (Mynd 1). Það tekur til áranna sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa setið en sú fyrri tók við völdum 30. nóvember 2017. Línurnar eru stilltar á 100 fyrir árið 2017 og sýna hvernig ársmeðaltöl verðlags, launa og ellilífeyris hafa þróast síðan þá. Línuritið sýnir að launin hafa hækkað um 52% og framfærsluvísitalan um 33% á þessum 6 árum, sem þýðir að kaupmáttur launanna jókst um 14,3%. Aukningin varð einkum til og með 2021, en eftir það verða launa- og framfærslulínan nánast samsíða, sem þýðir að síðan þá hefur kaupmátturinn að mestu staðið í stað. En hvað með ellilífeyrinn? Fyrstu ríkisstjórnarár Katrínar hækkaði hann aðeins brattar en framfærsluvísitalan og 2020 hafði kaupmáttur hans aukist um ca. 2,8% frá 2017, meðan kaupmáttur launa hafði aukist um 9,2%. En næstu tvö árin dróst kaupmáttur ellilífeyrisins saman aftur og árið 2022 var hann dottinn niður í nánast það sama og hann hafði verið 2017, meðan kaupmáttur launanna hafði aukist um 13%. Súluritið á mynd 2 fjallar um það sama og línuritið, en sýnir það á annan hátt. Fyrir hvert ár eru tvær súlur, blá fyrir launin og rauð fyrir ellilífeyrinn, og tákna þær kaupmáttaraukningu (eða -rýrnun) í prósentum frá næsta ári á undan. Dæmi: Árið 2018 jókst kaupmáttur launa um 3,8% frá árinu á undan, en kaupmáttur ellilífeyrisins um 2%. 4,6% kjaragliðnun á einu ári! Af súluritinu sést glöggt hvernig kjaragliðnunin hefur aukist jafnt og þétt allt frá upphafi tímabilsins. Aldrei þó meira en 2021, þegar raunvirði ellilífeyrisins rýrnaði um 0,8% frá fyrra ári en kaupmáttur launanna jókst um 3,8%. Þar gleikkaði bilið milli launa og lífeyris í einu stökki um 4,6%! Árið 2022 varð síðan sama og engin kaupmáttaraukning launanna, en þá lækkaði líka ellilífeyririnn um 1,8% að raungildi. Á yfirstandandi ári hefur þetta snúist aðeins við og kaupmáttur ellilífeyrisins aukist lítillega á ný, en þó ekki nóg til að vega upp rýrnunina '21 og '22. - Því fer þannig víðs fjarri að í ríkistjórnartíð Katrínar hafi verið virt sú meginregla almannatryggingarlaganna að láta ellilífeyrinn fylgja launaþróun. Tvö undangengin ár hélt hann meira að segja ekki í við framfærsluvísitöluna, heldur dróst saman að raungildi um samtals 2,6%. Samt kveða lögin á um að það megi ekki gerast, því þar segir í 62. grein: „ ... þó þannig að þær (innsk.: greiðslurnar) hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Þegar svo almenna frítekjumarkið hefur í ofanálag staðið í stað í skitnum 25 þúsund krónum á mánuði síðan 2017, þarf engan að undra að meðal ellilífeyristaka ríki vonbrigði og reiði vegna þess algera tómlætis sem ríkisstjórnin sýnir kjörum þeirra. Höfundur er formaður kjaranefndar FEB í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ - Þannig hljóðar 62. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þetta þýðir skv. almennum málskilningi að launaþróunin eigi að vera aðalviðmiðið. En ef svo skyldi einhverntíma vilja til að launin héldu ekki í við verðlagið, þá skuli verðlagið ráða, þ.e.a.s. sú viðmiðunin sem þá gefur hagstæðari niðurstöðu fyrir skjólstæðinga almannatrygginga, - ekki fyrir ríkiskassann. Klókindaleg formúla fjármálaráðuneytis Bæði þessi viðmið eru skýr og ótvíræð og birtast í mánaðarlegum launa- og neysluverðsvísitölum Hagstofu Íslands. Það flækir samt óneitanlega málið, að ákvörðun Alþingis um fjárveitingar til almannatrygginga þarf hverju sinni að byggjast á spá um væntanlega þróun vísitalnanna á komandi ári, og eins og Daninn sagði þá er erfitt að spá; sér í lagi um framtíðina. Nokkur síðustu ára hafa spárnar geigað verulega og alltaf á sama veg: Skjólstæðingum almannatrygginga í óhag. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að greiðslur almannatrygginga hafa dregist langt aftur úr launaþróuninni á undanförnum árum, og jafnvel átt það til að halda ekki einu sinni í við framfærsluvísitöluna. Önnur ástæða er sú að fjármálaráðuneytið hefur alla tíð álitið það mesta óráð að láta greiðslur almannatrygginga fylgja launaþróuninni. Það hefur því komið sér upp klókindalegri formúlu til að „leiðrétta“ tölur Hagstofunnar, - reikna launavísitöluna niður. Kaupmáttur ellilífeyrisins dróst saman 2021 og 2022 Kjaragliðnunina, sem er afleiðing af þessu, má sjá á meðfylgjandi línuriti (Mynd 1). Það tekur til áranna sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa setið en sú fyrri tók við völdum 30. nóvember 2017. Línurnar eru stilltar á 100 fyrir árið 2017 og sýna hvernig ársmeðaltöl verðlags, launa og ellilífeyris hafa þróast síðan þá. Línuritið sýnir að launin hafa hækkað um 52% og framfærsluvísitalan um 33% á þessum 6 árum, sem þýðir að kaupmáttur launanna jókst um 14,3%. Aukningin varð einkum til og með 2021, en eftir það verða launa- og framfærslulínan nánast samsíða, sem þýðir að síðan þá hefur kaupmátturinn að mestu staðið í stað. En hvað með ellilífeyrinn? Fyrstu ríkisstjórnarár Katrínar hækkaði hann aðeins brattar en framfærsluvísitalan og 2020 hafði kaupmáttur hans aukist um ca. 2,8% frá 2017, meðan kaupmáttur launa hafði aukist um 9,2%. En næstu tvö árin dróst kaupmáttur ellilífeyrisins saman aftur og árið 2022 var hann dottinn niður í nánast það sama og hann hafði verið 2017, meðan kaupmáttur launanna hafði aukist um 13%. Súluritið á mynd 2 fjallar um það sama og línuritið, en sýnir það á annan hátt. Fyrir hvert ár eru tvær súlur, blá fyrir launin og rauð fyrir ellilífeyrinn, og tákna þær kaupmáttaraukningu (eða -rýrnun) í prósentum frá næsta ári á undan. Dæmi: Árið 2018 jókst kaupmáttur launa um 3,8% frá árinu á undan, en kaupmáttur ellilífeyrisins um 2%. 4,6% kjaragliðnun á einu ári! Af súluritinu sést glöggt hvernig kjaragliðnunin hefur aukist jafnt og þétt allt frá upphafi tímabilsins. Aldrei þó meira en 2021, þegar raunvirði ellilífeyrisins rýrnaði um 0,8% frá fyrra ári en kaupmáttur launanna jókst um 3,8%. Þar gleikkaði bilið milli launa og lífeyris í einu stökki um 4,6%! Árið 2022 varð síðan sama og engin kaupmáttaraukning launanna, en þá lækkaði líka ellilífeyririnn um 1,8% að raungildi. Á yfirstandandi ári hefur þetta snúist aðeins við og kaupmáttur ellilífeyrisins aukist lítillega á ný, en þó ekki nóg til að vega upp rýrnunina '21 og '22. - Því fer þannig víðs fjarri að í ríkistjórnartíð Katrínar hafi verið virt sú meginregla almannatryggingarlaganna að láta ellilífeyrinn fylgja launaþróun. Tvö undangengin ár hélt hann meira að segja ekki í við framfærsluvísitöluna, heldur dróst saman að raungildi um samtals 2,6%. Samt kveða lögin á um að það megi ekki gerast, því þar segir í 62. grein: „ ... þó þannig að þær (innsk.: greiðslurnar) hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Þegar svo almenna frítekjumarkið hefur í ofanálag staðið í stað í skitnum 25 þúsund krónum á mánuði síðan 2017, þarf engan að undra að meðal ellilífeyristaka ríki vonbrigði og reiði vegna þess algera tómlætis sem ríkisstjórnin sýnir kjörum þeirra. Höfundur er formaður kjaranefndar FEB í Reykjavík og nágrenni
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun