McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2023 10:04 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þykir í erfiðri stöðu vegna uppreisnarmanna í þingflokki hans. AP/J. Scott Applewhite Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. Þingmenn sneru aftur til vinnu í gær eftir langt helgarfrí og er búist við því að þeir muni greiða atkvæði um frumvörp sem snúa að því að fjármagna tiltekna hluta ríkisins. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi yfir höfuð nægan stuðning innan eigin þingflokks til að koma frumvörpunum í gegnum þingið. Á sama tíma eru þingmenn í öldungadeildinni að semja frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka eru tilbúnir til að samþykkja. Það frumvarp myndi gefa þinginu lengri tíma til að finna langtíma lausn. Frumvarp öldungadeildarinnar myndi þó líklega ekki komast í gegnum fulltrúadeildina, án stuðnings frá McCarthy en uppreisnarþingmenn hans hafa sagt að slíkt myndi kosta hann embættið. Í frétt Washington Post segir að McCarthy standi líklega frammi fyrir tveimur afarkostum fyrir vikulok. Annar feli í sér að samþykkja að leggja frumvarp öldungadeildarinnar fyrir fulltrúadeildina, þar sem Demókratar og hófsamari Repúblikanar myndu mögulega samþykkja það, og líklega tapa embætti sem þingforseti. Hinn kosturinn væri að taka afstöðu með uppreisnarmönnunum, neita að boða atkvæðagreiðslu um frumvarp öldungadeildarinnar og stöðva rekstur ríkisins. Þingmennirnir Clay Higgins, Matt Gaetz og Lauren Boebert tilheyra hópi þingmanna Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus en þau hafa verið mjög gagnrýnin á Kevin McCarthy og reynst honum þrándur í götu.AP/J. Scott Applewhite Stendur sífellt frammi fyrir vantrausti Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og McCarthy hefur átt í miklum vandræðum með hóp fjar-hægri meðlima flokksins. Hann þurfti að verða við mörgum kröfum þeirra til að fá embætti þingforseta eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur og samningaviðræður. Missi hann einungis fjögur atkvæði úr eigin flokki, kemur hann ekki frumvörpum í gengum þingið. Síðan þá hafa þessir þingmenn ítrekað gefið í skyn að þeir gætu velt honum úr sessi, hvenær sem er. Ein af þeim kröfum sem McCarthy varð við til að verða þingforseti var að nú þarf eingöngu einn þingmaður að lýsa yfir vantrausti gegn honum til að atkvæðagreiðsla um vantraust fari fram. McCarthy hefur sagt að hann vilji tryggja rekstur ríkisins í mánuð og nota þann tíma til að finna lausn til lengri tíma. McCarthy og Joe Biden, forseti, gerðu samkomulag í vor þegar það stefndi í að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn. Það samkomulag fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Áðurnefndir uppreisnarmenn vilja þvinga McCarthy til að svíkja það samkomulag og krefjast frekari niðurskurðar. McCarthy lét nýverið eftir þessum þingmönnum og sagði að Repúblikanar ætluðu að hefja formlega rannsókn á Joe Biden, forseta, og því hvort hann hefði brotið af sér í embætti. Því lýsti hann yfir án þess að halda atkvæðagreiðslu á þinginu um hvort tilefni væri til þess, eins og hann hafði áður sagt að rétt væri að gera. Óljóst er hvort hann hefði yfir höfuð nægilegan stuðning innan eigin þingflokks til að slík tillaga yrði samþykkt. Öldungadeildarþingmenn semja frumvarp Í frétt New York Times segir að umfangsmiklar viðræður hafi átt sér stað í öldungadeildinni í gær. Þingmenn hafi þó ekki verið sammála um hvort hafa ætti 25 milljarða dala aðstoðarpakka til Úkraínu í frumvarpinu. Bæði Repúblikanar og Demókratar í öldungadeildinni vilja hafa ákvæðið en óttast að það gæti mætt mikilli mótspyrnu meðal þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hefur verið ötull stuðningsmaður Úkraínu en hann og aðrir öldungadeildarþingmenn flokksins vilja ekki auka á vandræði McCarthy. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári, hefur sagt að Repúblikanar þurfi að stöðva rekstur ríkisins. Hann segir Repúblikana ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að þeim verði kennt um, því Joe Biden, forseti, fái sökina. Þetta skrifaði Trump í svokölluðum sannleik á samfélagsmiðli hans, Truth Social, í gær. Í færslunni kallaði hann Biden spilltan og McConnell aumasta og veikasta leiðtoga í sögu öldungadeildarinnar og kallaði eftir nýjum leiðtoga. Hann hélt því einnig fram að Marxistar, fasistar og þrjótar væru að rústa Bandaríkjunum með kerfisbundnum hætti. Donald Trump birti í gær svokallaðan sannleik á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði meðal annar eftir stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum og nýjum leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Sótti fjáröflunarráðstefnur með auðjöfrum Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, tók að minnsta kosti tvisvar sinnum þátt í fjáröflunarráðstefnum auðugra bandarískra íhaldsmanna. Ráðstefnurnar voru haldnar af Koch-bræðrunum en Thomas hefur aldrei sagt frá þessu á hagsmunaskrám, eins og öðrum umdeildum lúxusferðum og viðskiptaflækjum sem hann hefur átt í gegnum árin. 22. september 2023 16:21 Nettröll sögðu Trump látinn á X-reikningi sonar hans Óprúttnir aðilar hökkuðu sig inn á reikning Donald Trump yngri á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag og birtu vafasamar færslur, eina þess efnis að forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi forsetinn væri látinn. 20. september 2023 22:05 Umdeildum fangaskiptum lokið Umdeild fangaskipti milli Bandaríkjamanna og Írana hafa átt sér stað. Fimm manns sem voru í fangelsi í Íran hefur verið sleppt í Katar. Yfirvöld í Íran hafa ítrekað verið sökuð um að handsama fólk af Vesturlöndum og nota það sem vogarafl í samskiptum við erlenda ráðamenn. 18. september 2023 15:27 Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. 18. september 2023 11:54 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þingmenn sneru aftur til vinnu í gær eftir langt helgarfrí og er búist við því að þeir muni greiða atkvæði um frumvörp sem snúa að því að fjármagna tiltekna hluta ríkisins. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi yfir höfuð nægan stuðning innan eigin þingflokks til að koma frumvörpunum í gegnum þingið. Á sama tíma eru þingmenn í öldungadeildinni að semja frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka eru tilbúnir til að samþykkja. Það frumvarp myndi gefa þinginu lengri tíma til að finna langtíma lausn. Frumvarp öldungadeildarinnar myndi þó líklega ekki komast í gegnum fulltrúadeildina, án stuðnings frá McCarthy en uppreisnarþingmenn hans hafa sagt að slíkt myndi kosta hann embættið. Í frétt Washington Post segir að McCarthy standi líklega frammi fyrir tveimur afarkostum fyrir vikulok. Annar feli í sér að samþykkja að leggja frumvarp öldungadeildarinnar fyrir fulltrúadeildina, þar sem Demókratar og hófsamari Repúblikanar myndu mögulega samþykkja það, og líklega tapa embætti sem þingforseti. Hinn kosturinn væri að taka afstöðu með uppreisnarmönnunum, neita að boða atkvæðagreiðslu um frumvarp öldungadeildarinnar og stöðva rekstur ríkisins. Þingmennirnir Clay Higgins, Matt Gaetz og Lauren Boebert tilheyra hópi þingmanna Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus en þau hafa verið mjög gagnrýnin á Kevin McCarthy og reynst honum þrándur í götu.AP/J. Scott Applewhite Stendur sífellt frammi fyrir vantrausti Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og McCarthy hefur átt í miklum vandræðum með hóp fjar-hægri meðlima flokksins. Hann þurfti að verða við mörgum kröfum þeirra til að fá embætti þingforseta eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur og samningaviðræður. Missi hann einungis fjögur atkvæði úr eigin flokki, kemur hann ekki frumvörpum í gengum þingið. Síðan þá hafa þessir þingmenn ítrekað gefið í skyn að þeir gætu velt honum úr sessi, hvenær sem er. Ein af þeim kröfum sem McCarthy varð við til að verða þingforseti var að nú þarf eingöngu einn þingmaður að lýsa yfir vantrausti gegn honum til að atkvæðagreiðsla um vantraust fari fram. McCarthy hefur sagt að hann vilji tryggja rekstur ríkisins í mánuð og nota þann tíma til að finna lausn til lengri tíma. McCarthy og Joe Biden, forseti, gerðu samkomulag í vor þegar það stefndi í að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn. Það samkomulag fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Áðurnefndir uppreisnarmenn vilja þvinga McCarthy til að svíkja það samkomulag og krefjast frekari niðurskurðar. McCarthy lét nýverið eftir þessum þingmönnum og sagði að Repúblikanar ætluðu að hefja formlega rannsókn á Joe Biden, forseta, og því hvort hann hefði brotið af sér í embætti. Því lýsti hann yfir án þess að halda atkvæðagreiðslu á þinginu um hvort tilefni væri til þess, eins og hann hafði áður sagt að rétt væri að gera. Óljóst er hvort hann hefði yfir höfuð nægilegan stuðning innan eigin þingflokks til að slík tillaga yrði samþykkt. Öldungadeildarþingmenn semja frumvarp Í frétt New York Times segir að umfangsmiklar viðræður hafi átt sér stað í öldungadeildinni í gær. Þingmenn hafi þó ekki verið sammála um hvort hafa ætti 25 milljarða dala aðstoðarpakka til Úkraínu í frumvarpinu. Bæði Repúblikanar og Demókratar í öldungadeildinni vilja hafa ákvæðið en óttast að það gæti mætt mikilli mótspyrnu meðal þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hefur verið ötull stuðningsmaður Úkraínu en hann og aðrir öldungadeildarþingmenn flokksins vilja ekki auka á vandræði McCarthy. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári, hefur sagt að Repúblikanar þurfi að stöðva rekstur ríkisins. Hann segir Repúblikana ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að þeim verði kennt um, því Joe Biden, forseti, fái sökina. Þetta skrifaði Trump í svokölluðum sannleik á samfélagsmiðli hans, Truth Social, í gær. Í færslunni kallaði hann Biden spilltan og McConnell aumasta og veikasta leiðtoga í sögu öldungadeildarinnar og kallaði eftir nýjum leiðtoga. Hann hélt því einnig fram að Marxistar, fasistar og þrjótar væru að rústa Bandaríkjunum með kerfisbundnum hætti. Donald Trump birti í gær svokallaðan sannleik á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði meðal annar eftir stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum og nýjum leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Sótti fjáröflunarráðstefnur með auðjöfrum Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, tók að minnsta kosti tvisvar sinnum þátt í fjáröflunarráðstefnum auðugra bandarískra íhaldsmanna. Ráðstefnurnar voru haldnar af Koch-bræðrunum en Thomas hefur aldrei sagt frá þessu á hagsmunaskrám, eins og öðrum umdeildum lúxusferðum og viðskiptaflækjum sem hann hefur átt í gegnum árin. 22. september 2023 16:21 Nettröll sögðu Trump látinn á X-reikningi sonar hans Óprúttnir aðilar hökkuðu sig inn á reikning Donald Trump yngri á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag og birtu vafasamar færslur, eina þess efnis að forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi forsetinn væri látinn. 20. september 2023 22:05 Umdeildum fangaskiptum lokið Umdeild fangaskipti milli Bandaríkjamanna og Írana hafa átt sér stað. Fimm manns sem voru í fangelsi í Íran hefur verið sleppt í Katar. Yfirvöld í Íran hafa ítrekað verið sökuð um að handsama fólk af Vesturlöndum og nota það sem vogarafl í samskiptum við erlenda ráðamenn. 18. september 2023 15:27 Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. 18. september 2023 11:54 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57
Sótti fjáröflunarráðstefnur með auðjöfrum Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, tók að minnsta kosti tvisvar sinnum þátt í fjáröflunarráðstefnum auðugra bandarískra íhaldsmanna. Ráðstefnurnar voru haldnar af Koch-bræðrunum en Thomas hefur aldrei sagt frá þessu á hagsmunaskrám, eins og öðrum umdeildum lúxusferðum og viðskiptaflækjum sem hann hefur átt í gegnum árin. 22. september 2023 16:21
Nettröll sögðu Trump látinn á X-reikningi sonar hans Óprúttnir aðilar hökkuðu sig inn á reikning Donald Trump yngri á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag og birtu vafasamar færslur, eina þess efnis að forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi forsetinn væri látinn. 20. september 2023 22:05
Umdeildum fangaskiptum lokið Umdeild fangaskipti milli Bandaríkjamanna og Írana hafa átt sér stað. Fimm manns sem voru í fangelsi í Íran hefur verið sleppt í Katar. Yfirvöld í Íran hafa ítrekað verið sökuð um að handsama fólk af Vesturlöndum og nota það sem vogarafl í samskiptum við erlenda ráðamenn. 18. september 2023 15:27
Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. 18. september 2023 11:54