Löng rútuferð bíður stórstjarnanna í Manchester City í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2023 12:01 Pep Guardiola sést hér í rútuferð með bikarinn en hann er ekki eins kátur með rútuferð liðsins í kvöld sem mun ekki enda fyrr en um miðja nótt. Getty/Matt McNulty Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Newcastle United í kvöld í enska deildabikarnum en knattspyrnustjóri félagsins hefur áhyggjur af ferðalaginu heim. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði sérstaklega um heimferðina á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það mætti halda að stórlið Manchester City hefði efni á því að bjóða leikmönnum sínum upp á sem þægilegasta ferðalagið til og frá leikjum liðsins en það er ekki möguleiki á slíku í kvöld. Það er þó ekki verið að spara pening heldur hafa komið um sérstakar aðstæður að þessu sinni. Pep Guardiola believes 142-mile bus journey will cost Man City valuable recovery time @Jack_Gaughan https://t.co/56Au9stf02— Mail Sport (@MailSport) September 27, 2023 Leikurinn hjá Newcastle og Manchester City klárast ekki fyrr en um tíu að staðartíma en gæti dregist enn lengur endi leikurinn í framlengingu og vítakeppni. Á þeim tíma eru engar lestir eða flug í boði fyrir leikmenn og starfsmenn City aftur heim til Manchester. Það bíður hópsins því 225 kílómetra rútuferð eftir leikinn sem mun taka þá næstum því þrjá klukkutíma. Leikmenn Manchester City eru vanir því að fljúga heim eftir leiki sína en svo er ekki núna. „Við getum ekki komið til baka með flugi af því að það eru einhver vandræði með flugvélarnar. Við höfum ekki flugvél til að komast til baka og við verðum því að taka rútu. Við munum ekki koma hingað til Manchester fyrir en þremur tímar síðar og strax á föstudaginn þurfum við síðan að ferðast til Wolves,“ sagði Pep Guardiola sem hefur áhyggjur af áhrifum þessa ferðalags á leikmenn sína. Liðið hefur unnið alla leiki tímabilsins til þessa. Pep Guardiola: We cannot come back by plane, there s a problem with the planes. We have to take the bus, it s two/three hours later [we re back after the game]. We arrive [back] so, so late - Thursday we arrive, Friday we have to travel to Wolves... , as per @BeanymanSports. pic.twitter.com/yqGtFjmGGC— City Report (@cityreport_) September 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði sérstaklega um heimferðina á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það mætti halda að stórlið Manchester City hefði efni á því að bjóða leikmönnum sínum upp á sem þægilegasta ferðalagið til og frá leikjum liðsins en það er ekki möguleiki á slíku í kvöld. Það er þó ekki verið að spara pening heldur hafa komið um sérstakar aðstæður að þessu sinni. Pep Guardiola believes 142-mile bus journey will cost Man City valuable recovery time @Jack_Gaughan https://t.co/56Au9stf02— Mail Sport (@MailSport) September 27, 2023 Leikurinn hjá Newcastle og Manchester City klárast ekki fyrr en um tíu að staðartíma en gæti dregist enn lengur endi leikurinn í framlengingu og vítakeppni. Á þeim tíma eru engar lestir eða flug í boði fyrir leikmenn og starfsmenn City aftur heim til Manchester. Það bíður hópsins því 225 kílómetra rútuferð eftir leikinn sem mun taka þá næstum því þrjá klukkutíma. Leikmenn Manchester City eru vanir því að fljúga heim eftir leiki sína en svo er ekki núna. „Við getum ekki komið til baka með flugi af því að það eru einhver vandræði með flugvélarnar. Við höfum ekki flugvél til að komast til baka og við verðum því að taka rútu. Við munum ekki koma hingað til Manchester fyrir en þremur tímar síðar og strax á föstudaginn þurfum við síðan að ferðast til Wolves,“ sagði Pep Guardiola sem hefur áhyggjur af áhrifum þessa ferðalags á leikmenn sína. Liðið hefur unnið alla leiki tímabilsins til þessa. Pep Guardiola: We cannot come back by plane, there s a problem with the planes. We have to take the bus, it s two/three hours later [we re back after the game]. We arrive [back] so, so late - Thursday we arrive, Friday we have to travel to Wolves... , as per @BeanymanSports. pic.twitter.com/yqGtFjmGGC— City Report (@cityreport_) September 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira