„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 23:01 Í ljós kom að fjöður í rútunni var biluð. Framkvæmdastjóri FÍ segir það einungis útskýra aksturslag ökumannsins að hluta. Mynd er úr safni. SBA-Norðurleið Framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins SBA - Norðurleið segir eftirlit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera ábótavant. Hann segir mál rútubílstjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að farþegar þurftu áfallahjálp hafa verið afgreitt. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferðafélagið sjálft beri ekki ábyrgð á akstrinum. Vísir ræddi í gær við aðstandanda farþega sem var um borð í rútu á vegum SBA - Norðurleið sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands á sunnudag. Farþegar voru í áfalli vegna aksturslags rútubílstjórans og var farþegum boðin áfallahjálp í kjölfarið. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA, segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að málið sé afgreitt, það hafi verið leyst með Ferðafélagi Íslands og bendir hann á ferðafélagið vegna málsins. Hann segist ekki telja að eftirliti með því hverjir geti ekið slíkum rútum vera ábótavant líkt og velt var upp í frétt Vísis í gær. „Það er ágætis eftirlit með þeim, bæði af okkar hálfu og í vegaeftirliti þar sem þeirra gögn eru könnuð. Við fögnum bara öllu eftirliti.“ Vill læra af málinu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið hafa fundað með fararstjóranum á mánudagsmorgninum. Því næst fundað með stjórnendum SBA. „Þar komum við á framfæri þessari skelfilegu lífsreynslu farþega í rútunni, sem beinlínis óttuðust um líf sitt og urðu mjög skelkaðir og fólk fór að gráta og hrópa. Á sama tíma gekk mjög illa að fá bílstjórann bæði til að hægja á sér eða stöðva rútuna.“ Páll segir mikilvægt að lærdómur verði dreginn af málinu. Páll segir að á fundinum hafi Ferðafélagið lagt fram vinsamlegar kröfur um að rútan yrði tafarlaust tekin úr umferð og sett í skoðun. Í gærmorgun hafi komið í ljós að brotin fjöður væri í rútunni sem að sögn Páls útskýrir að hluta aksturslag rútunnar og eiginleika. „Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi ferðafólks á landinu. Við í Ferðafélaginu berum ekki ábyrgð á þessum rútuakstri en við viljum að sjálfsögðu læra af því sem þarna gerist og koma því á framfæri við aðra ferðaþjónustuaðila.“ Hvað felst í því? „Að við viljum benda á þetta og taka þetta samtal. Tryggja að öll skoðun á rútum eða farartækjum innan ferðaþjónustunnar sé í lagi og að fararstjórar, leiðsögufólk eða bílstjórar, eða hverjir það nú eru, hafi öll tilskilin leyfi og réttindi og séu með alla burði til að sinna og veita þessa þjónustu.“ Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vísir ræddi í gær við aðstandanda farþega sem var um borð í rútu á vegum SBA - Norðurleið sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands á sunnudag. Farþegar voru í áfalli vegna aksturslags rútubílstjórans og var farþegum boðin áfallahjálp í kjölfarið. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA, segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að málið sé afgreitt, það hafi verið leyst með Ferðafélagi Íslands og bendir hann á ferðafélagið vegna málsins. Hann segist ekki telja að eftirliti með því hverjir geti ekið slíkum rútum vera ábótavant líkt og velt var upp í frétt Vísis í gær. „Það er ágætis eftirlit með þeim, bæði af okkar hálfu og í vegaeftirliti þar sem þeirra gögn eru könnuð. Við fögnum bara öllu eftirliti.“ Vill læra af málinu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið hafa fundað með fararstjóranum á mánudagsmorgninum. Því næst fundað með stjórnendum SBA. „Þar komum við á framfæri þessari skelfilegu lífsreynslu farþega í rútunni, sem beinlínis óttuðust um líf sitt og urðu mjög skelkaðir og fólk fór að gráta og hrópa. Á sama tíma gekk mjög illa að fá bílstjórann bæði til að hægja á sér eða stöðva rútuna.“ Páll segir mikilvægt að lærdómur verði dreginn af málinu. Páll segir að á fundinum hafi Ferðafélagið lagt fram vinsamlegar kröfur um að rútan yrði tafarlaust tekin úr umferð og sett í skoðun. Í gærmorgun hafi komið í ljós að brotin fjöður væri í rútunni sem að sögn Páls útskýrir að hluta aksturslag rútunnar og eiginleika. „Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi ferðafólks á landinu. Við í Ferðafélaginu berum ekki ábyrgð á þessum rútuakstri en við viljum að sjálfsögðu læra af því sem þarna gerist og koma því á framfæri við aðra ferðaþjónustuaðila.“ Hvað felst í því? „Að við viljum benda á þetta og taka þetta samtal. Tryggja að öll skoðun á rútum eða farartækjum innan ferðaþjónustunnar sé í lagi og að fararstjórar, leiðsögufólk eða bílstjórar, eða hverjir það nú eru, hafi öll tilskilin leyfi og réttindi og séu með alla burði til að sinna og veita þessa þjónustu.“
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent