Í tilkynningu segir að opnunarmálstofan sé helguð tengslum menntastefnu og farsældar.
„Því er sérstaklega kallað eftir ágripum og málstofum tengt þessum þemum, ásamt öðrum fjölbreyttum viðfangsefnum sem varpa ljósi á grósku á sviði menntavísinda.
Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Ráðstefnan fer fram að hausti ár hvert og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi,“ segir í tilkynningunni.
Dagskrá opnunarmálstofu
14:00- 14:10 Opnun
- Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs flytur ávarp.
- Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor og deildarforseti deildar menntunar og margbreytileika, kynnir aðalfyrirlesara.
14:10-14:50 Aðalerindi/ Keynote
- Gita Steiner-Khamsi, Teachers College, Columbia University, New York, Fulbright Scholar.
- The use and abuse of research evidence for policy and planning in education
- Sjá nánar um erindi hér
14:50- 15:00 Stutt kaffihlé
15:00 –16:00 Málstofa – Menntastefna og farsæld
- Fundarstjóri: Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneyti
- Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra flytur ávarp.
- Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor og faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Íslenska æskulýðsrannsóknin: Fullur pottur af rannsóknartækifærum á farsæld barna og ungmenna.
- Helgi Arnarson, sviðsstjóri Menntasviðs Reykjanesbæjar. Samspil menntunar og velferðar og komið inn á áherslur í skólakerfinu sem eru líklegar til að stuðla að farsæld allra barna.
- Sólveig Sigurðardóttir, lektor við félagsráðgjafardeild HÍ og deildarstjóri farsældarþjónustu barna hjá Akraneskaupstað. Heildstæða farsældarþjónustu fyrir öll börn og innleiðingu farsældarlaga á Akranesi.
- Susan Elizabeth Gollifer, lektor við Menntavísindasvið, Deild menntunar og margbreytileika. Hugleiðingar um menntun, velferð og mannréttindi / Reflections on education, wellbeing and human rights.
-Pallborðsumræður-
16:00-16:30 Ávarp rektors
- Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands flytur ávarp.
Afhending styrkja til doktorsnema og fræðimanna á sviði menntunar úr Þuríðarsjóði og Steingrímssjóði