Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Breiðablik 4-3 | Ótrúlegur endurkomusigur í síðasta heimaleik Rúnars Andri Már Eggertsson skrifar 1. október 2023 16:00 Rúnar Kristinsson fékk blómvönd fyrir leik Vísir/Hulda Margrét KR vann ótrúlegan 4-3 sigur á Breiðabliki. Blikar voru yfir nánast allan leikinn en heimamenn skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tóku stigin þrjú. Í aðdraganda leiksins gaf KR það út að Rúnar Kristinsson yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Þetta var því síðasti heimaleikur Rúnars og fékk hann blómvönd frá Páli Kristjánssyni, formanni KR. KR spilaði frábærlega í seinni hálfleikVísir/Hulda Margrét Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti. Á fyrstu átta mínútunum hafði KR skorað tvö mörk en í bæði skipti fór flaggið á loft og mörkin fengu ekki að standa. Jason Daði Svanþórsson braut ísinn á tíundu mínútu. Kristinn Steindórsson renndi boltanum fyrir markið en Finnur Tómas tæklaði boltann á Jason Daða sem var á fjærstöng og náði að koma boltanum í markið af stuttu færi. Jason Daði Svanþórsson spilaði vel í fyrri hálfleik Vísir/Hulda Margrét Klæmint Olsen bætti við öðru marki Breiðabliks korteri seinna. Jason Daði átti frábæra sendingu inn í teig og Klæmint gerði lista vel í að taka boltann niður og eftir leikurinn var auðveldur og Klæmint í engum vandræðum með að koma boltanum framhjá Aroni Snæ í markinu. Benoný Breki Andrésson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Frábær sókn þar sem boltinn gekk hratt á milli mann sem endaði með að Sigurður Bjartur renndi boltanum fyrir og Benoný skoraði af stuttu færi. Tæplega mínútu seinna fékk Sigurður Bjartur dauðafæri til þess að jafna en misnotaði færið. Blikar fagna marki Vísir/Hulda Margrét Í uppbótartíma skoraði Kristinn Steindórsson þriðja mark Breiðabliks. Anton Ari átti langa sendingu fram sem Klæmint skallar á Kristinn sem komst í gegn og skoraði. Blóðugt fyrir KR sem hafði verið töluvert betri. Staðan í hálfleik var 1-3. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en eftir sjö mínútur minnkaði KR muninn. Benoný Breki átti frábæra sendingu á hægri kantinum fyrir markið þar sem Sigurður Bjartur fleygði sér á boltann og skoraði. Það var hart barist í leik dagsinsVísir/Hulda Margrét KR-ingar voru betri í síðari hálfleik og eftir því sem leið á leikinn fengu heimamenn urmul af færum til þess að jafna Lokamínúturnar voru ótrúlegar. KR skoraði tvö mörk í uppbótartíma sem tryggði heimamönnum sigurinn. Benoný Breki Andrésson jafnaði leikinn og mínútu síðar tryggði varamaðurinn Luke Rae KR-ingum sigurinn. Lokatölur 4-3 sigur KR. KR-ingar unnu ótrúlegan sigurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann KR? Þrátt fyrir að hafa verið undir nánast allan leikinn þá átti KR sigurinn skilið. Heimamenn voru mjög góðir í seinni hálfleik og unnu fyrir þessum þremur stigum. Hverjir stóðu upp úr? Benoný Breki Andrésson og Sigurður Bjartur Hallsson voru stórkostlegir. Þeir skoruðu þrjú af fjórum mörkum KR. Það er ekkert skemmtilegra en að skora sigurmark í uppbótartíma og varamaðurinn Luke Rae hitti boltann afar vel þegar hann skoraði. Hvað gekk illa? Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, tók afar lélega ákvörðun þegar hann sleppti því að dæma víti og rautt spjald þegar að Alexander Helgi tæklaði Sigurð Bjart inn í vítateig. Breiðablik spilaði afar illa í síðari hálfleik. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin í fyrri hálfleik og héldu sennilega að sigurinn væri í höfn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er gegn Zorya í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn klukkan 16:45. Lokaumferðin í Bestu deildinni fer fram næsta laugardag klukkan 14:00. FH mætir KR og Breiðablik mætir Stjörnunni. Besta deild karla
KR vann ótrúlegan 4-3 sigur á Breiðabliki. Blikar voru yfir nánast allan leikinn en heimamenn skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tóku stigin þrjú. Í aðdraganda leiksins gaf KR það út að Rúnar Kristinsson yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Þetta var því síðasti heimaleikur Rúnars og fékk hann blómvönd frá Páli Kristjánssyni, formanni KR. KR spilaði frábærlega í seinni hálfleikVísir/Hulda Margrét Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti. Á fyrstu átta mínútunum hafði KR skorað tvö mörk en í bæði skipti fór flaggið á loft og mörkin fengu ekki að standa. Jason Daði Svanþórsson braut ísinn á tíundu mínútu. Kristinn Steindórsson renndi boltanum fyrir markið en Finnur Tómas tæklaði boltann á Jason Daða sem var á fjærstöng og náði að koma boltanum í markið af stuttu færi. Jason Daði Svanþórsson spilaði vel í fyrri hálfleik Vísir/Hulda Margrét Klæmint Olsen bætti við öðru marki Breiðabliks korteri seinna. Jason Daði átti frábæra sendingu inn í teig og Klæmint gerði lista vel í að taka boltann niður og eftir leikurinn var auðveldur og Klæmint í engum vandræðum með að koma boltanum framhjá Aroni Snæ í markinu. Benoný Breki Andrésson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Frábær sókn þar sem boltinn gekk hratt á milli mann sem endaði með að Sigurður Bjartur renndi boltanum fyrir og Benoný skoraði af stuttu færi. Tæplega mínútu seinna fékk Sigurður Bjartur dauðafæri til þess að jafna en misnotaði færið. Blikar fagna marki Vísir/Hulda Margrét Í uppbótartíma skoraði Kristinn Steindórsson þriðja mark Breiðabliks. Anton Ari átti langa sendingu fram sem Klæmint skallar á Kristinn sem komst í gegn og skoraði. Blóðugt fyrir KR sem hafði verið töluvert betri. Staðan í hálfleik var 1-3. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en eftir sjö mínútur minnkaði KR muninn. Benoný Breki átti frábæra sendingu á hægri kantinum fyrir markið þar sem Sigurður Bjartur fleygði sér á boltann og skoraði. Það var hart barist í leik dagsinsVísir/Hulda Margrét KR-ingar voru betri í síðari hálfleik og eftir því sem leið á leikinn fengu heimamenn urmul af færum til þess að jafna Lokamínúturnar voru ótrúlegar. KR skoraði tvö mörk í uppbótartíma sem tryggði heimamönnum sigurinn. Benoný Breki Andrésson jafnaði leikinn og mínútu síðar tryggði varamaðurinn Luke Rae KR-ingum sigurinn. Lokatölur 4-3 sigur KR. KR-ingar unnu ótrúlegan sigurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann KR? Þrátt fyrir að hafa verið undir nánast allan leikinn þá átti KR sigurinn skilið. Heimamenn voru mjög góðir í seinni hálfleik og unnu fyrir þessum þremur stigum. Hverjir stóðu upp úr? Benoný Breki Andrésson og Sigurður Bjartur Hallsson voru stórkostlegir. Þeir skoruðu þrjú af fjórum mörkum KR. Það er ekkert skemmtilegra en að skora sigurmark í uppbótartíma og varamaðurinn Luke Rae hitti boltann afar vel þegar hann skoraði. Hvað gekk illa? Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, tók afar lélega ákvörðun þegar hann sleppti því að dæma víti og rautt spjald þegar að Alexander Helgi tæklaði Sigurð Bjart inn í vítateig. Breiðablik spilaði afar illa í síðari hálfleik. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin í fyrri hálfleik og héldu sennilega að sigurinn væri í höfn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er gegn Zorya í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn klukkan 16:45. Lokaumferðin í Bestu deildinni fer fram næsta laugardag klukkan 14:00. FH mætir KR og Breiðablik mætir Stjörnunni.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti