Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 4-1 | Valur rúllaði yfir FH Andri Már Eggertsson skrifar 1. október 2023 21:03 Valur vann 4-1 sigur á FH Vísir/Hulda Margrét Valur vann sannfærandi 4-1 sigur gegn FH. Staðan var jöfn í hálfleik en heimamenn sýndu klærnar í síðari hálfleik og rúlluðu yfir Hafnfirðinga. Leikurinn fór rólega af stað en það dró til tíðinda eftir átta mínútur þegar Haukur Páll Sigurðsson skallaði hornspyrnu Arons Jóhannssonar í markið. Haukur Páll þurfti síðan að fara út af eftir hálftíma vegna meiðsla. Það var barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Eftir mark Hauks datt leikurinn niður og hvorugt liðið ógnaði mikið á síðasta þriðjungi. Davíð Snær Jóhannsson jafnaði hins vegar á 28. mínútu. Logi Hrafn Róbertsson átti frábæra sendingu þar sem hann lyfti boltanum yfir varnarlínu Vals og á Davíð sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Eftir mark Davíðs var Valur hættulegri aðilinn. Valsmenn fengu nokkur álitleg færi en nýttu þau ekki. Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Adam Pálsson og Patrick Pedersen fagna samanVísir/Hulda Margrét Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik töluvert betur og herjuðu á Hafnfirðinga. Líkt og í fyrri hálfleik fóru skot Valsmanna ekki á markið eða beint á Daða Frey Arnarsson, markmann FH. Adam Ægir skoraði síðan annað mark Valsmanna á 62. mínútu. Patrick Pedersen var með boltann inn í teig renndi honum á Adam sem var með nóg pláss og tíma og gat ekki annað en skorað. Það vakti athygli að Adam var ekki í hóp seinast þegar að liðin mættust en þakkaði traustið í kvöld með marki. Valsmenn fögnuðu 4 mörkumVísir/Hulda Margrét Fjórum mínútum seinna gerði Aron Jóhannsson þriðja mark Vals. Adam Ægir átti sendingu fyrir sem Finnur Orri skallaði beint á Aron rétt fyrir utan teig sem tók boltann í fyrsta og skoraði í autt markið þar sem Daði var ekki kominn í stöðu. Eftir þriðja mark Vals reyndi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að hrista upp í hlutunum og gerði þrefalda breytingu. Heimir gerði síðan aðra breytingu tveimur mínútum síðar. Skiptingar Heimis bættu ekki leik FH-inga og Patrick Pedersen gerði fjórða mark heimamanna á 75. mínútu. Aron var óeigingjarn og renndi boltanum á Patrick sem skoraði af stuttu færi. Valur vann að lokum 4-1 og tók á móti silfurverðlaununum eftir leik. Valsmenn fengu silfurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valur sýndi mikla yfirburði í síðari hálfleik. Heimamenn sköpuðu sér urmul af færum og þegar að annað mark Vals kom fór allur vindur úr FH-ingum og heimamenn gengu á lagið. Hverjir stóðu upp úr? Aron Jóhannsson var frábær í kvöld. Aron skoraði afar fallegt mark og ásamt því gaf hann tvær stoðsendingar. Adam Ægir Pálsson var síógnandi í kvöld. Adam skoraði annað mark Vals sem dró tennurnar úr FH-ingum sem nánast gáfust upp eftir að Valur komst yfir í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Þetta var sennilega stærsti leikur tímabilsins fyrir FH-inga. FH vissi að ef leikurinn í kvöld myndi ekki tapast væri liðið í góðum möguleika á að ná Evrópusæti í lokaumferðinni. FH á hins vegar alls ekki skilið að ná í Evrópusæti í ljósi þess að liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum með markatöluna 3-9. Hvað gerist næst? FH fær KR í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama tíma mætast Víkingur og Valur. Sigurður: Ágætis árangur að enda í öðru sæti Valsmenn tóku á móti silfrinu að leik loknumVísir/Hulda Margrét Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. Sigurður ræddi það einnig hvernig var að taka við silfrinu eftir sigurinn. „Þetta var ágætt. Ég hefði viljað vera í fyrsta sæti en annað sætið er ágætis árangur,“ sagði Sigurður Egill í samtali við Vísi eftir leik. Sigurður var ánægður með sigurinn og hvernig Valur spilaði allan leikinn „Mér fannst við frábærir allan leikinn og við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og áttum að skora fleiri mörk.“ „Ég var ánægður með hvernig við spiluðum okkur út úr vörninni og sköpuðum okkur fullt af færum. Ég man ekki eftir einu færi sem FH fékk fyrir utan markið,“ sagði Sigurður Egill að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn
Valur vann sannfærandi 4-1 sigur gegn FH. Staðan var jöfn í hálfleik en heimamenn sýndu klærnar í síðari hálfleik og rúlluðu yfir Hafnfirðinga. Leikurinn fór rólega af stað en það dró til tíðinda eftir átta mínútur þegar Haukur Páll Sigurðsson skallaði hornspyrnu Arons Jóhannssonar í markið. Haukur Páll þurfti síðan að fara út af eftir hálftíma vegna meiðsla. Það var barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Eftir mark Hauks datt leikurinn niður og hvorugt liðið ógnaði mikið á síðasta þriðjungi. Davíð Snær Jóhannsson jafnaði hins vegar á 28. mínútu. Logi Hrafn Róbertsson átti frábæra sendingu þar sem hann lyfti boltanum yfir varnarlínu Vals og á Davíð sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Eftir mark Davíðs var Valur hættulegri aðilinn. Valsmenn fengu nokkur álitleg færi en nýttu þau ekki. Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Adam Pálsson og Patrick Pedersen fagna samanVísir/Hulda Margrét Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik töluvert betur og herjuðu á Hafnfirðinga. Líkt og í fyrri hálfleik fóru skot Valsmanna ekki á markið eða beint á Daða Frey Arnarsson, markmann FH. Adam Ægir skoraði síðan annað mark Valsmanna á 62. mínútu. Patrick Pedersen var með boltann inn í teig renndi honum á Adam sem var með nóg pláss og tíma og gat ekki annað en skorað. Það vakti athygli að Adam var ekki í hóp seinast þegar að liðin mættust en þakkaði traustið í kvöld með marki. Valsmenn fögnuðu 4 mörkumVísir/Hulda Margrét Fjórum mínútum seinna gerði Aron Jóhannsson þriðja mark Vals. Adam Ægir átti sendingu fyrir sem Finnur Orri skallaði beint á Aron rétt fyrir utan teig sem tók boltann í fyrsta og skoraði í autt markið þar sem Daði var ekki kominn í stöðu. Eftir þriðja mark Vals reyndi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að hrista upp í hlutunum og gerði þrefalda breytingu. Heimir gerði síðan aðra breytingu tveimur mínútum síðar. Skiptingar Heimis bættu ekki leik FH-inga og Patrick Pedersen gerði fjórða mark heimamanna á 75. mínútu. Aron var óeigingjarn og renndi boltanum á Patrick sem skoraði af stuttu færi. Valur vann að lokum 4-1 og tók á móti silfurverðlaununum eftir leik. Valsmenn fengu silfurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valur sýndi mikla yfirburði í síðari hálfleik. Heimamenn sköpuðu sér urmul af færum og þegar að annað mark Vals kom fór allur vindur úr FH-ingum og heimamenn gengu á lagið. Hverjir stóðu upp úr? Aron Jóhannsson var frábær í kvöld. Aron skoraði afar fallegt mark og ásamt því gaf hann tvær stoðsendingar. Adam Ægir Pálsson var síógnandi í kvöld. Adam skoraði annað mark Vals sem dró tennurnar úr FH-ingum sem nánast gáfust upp eftir að Valur komst yfir í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Þetta var sennilega stærsti leikur tímabilsins fyrir FH-inga. FH vissi að ef leikurinn í kvöld myndi ekki tapast væri liðið í góðum möguleika á að ná Evrópusæti í lokaumferðinni. FH á hins vegar alls ekki skilið að ná í Evrópusæti í ljósi þess að liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum með markatöluna 3-9. Hvað gerist næst? FH fær KR í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama tíma mætast Víkingur og Valur. Sigurður: Ágætis árangur að enda í öðru sæti Valsmenn tóku á móti silfrinu að leik loknumVísir/Hulda Margrét Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. Sigurður ræddi það einnig hvernig var að taka við silfrinu eftir sigurinn. „Þetta var ágætt. Ég hefði viljað vera í fyrsta sæti en annað sætið er ágætis árangur,“ sagði Sigurður Egill í samtali við Vísi eftir leik. Sigurður var ánægður með sigurinn og hvernig Valur spilaði allan leikinn „Mér fannst við frábærir allan leikinn og við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og áttum að skora fleiri mörk.“ „Ég var ánægður með hvernig við spiluðum okkur út úr vörninni og sköpuðum okkur fullt af færum. Ég man ekki eftir einu færi sem FH fékk fyrir utan markið,“ sagði Sigurður Egill að lokum.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti