Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. október 2023 17:01 Getty Images Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. Unnusta prestsins lét biskupinn vita Unnusta prestsins fór á biskupsskrifstofuna í Melilla, sem er spænsk nýlenda í Marokkó, í byrjun janúar, til þess að tilkynna að hún væri unnusta hans sem og til að láta vita af því að hún hefði fundið harðan disk á heimili prestsins þar sem væru upptökur af honum í samförum við konur sem ekki virtust vera með meðvitund. Engin viðbrögð, bara færður til í starfi Einu viðbrögð biskupsins voru að færa prestinn til í starfi. Hann var fluttur til lítilla bæja á Suður-Spáni og þar með taldi biskup sig ekki þurfa að aðhafast frekar. Biskupinn heldur því fram að konan hafi alls ekki tilkynnt um neinar myndbandaupptökur á hörðum diski, heldur eingöngu tjáð sér að hún og presturinn byggju saman. Presturinn var handtekinn í byrjun september, þá hafði unnustan fengið sig fullsadda af aðgerðaleysi kirkjunnar og lét lögregluna fá harða diskinn. Nokkrum dögum síðar svipti kirkjan hann hempunni og nú situr presturinn í gæsluvarðhaldi. Nauðgaði konunum í útilegum Svo virðist sem presturinn hafi verið hluti af trúarlegum vinahópi sem fór reglulega saman í útilegu. Þar notaði hann tækifærið til að byrla vinkonum sínum slævandi lyf og þegar þær höfðu misst meðvitund, þá nauðgaði hann þeim og tók verknaðinn upp á myndband. Þær segja allar að þær hafi ekki haft minnstu hugmynd um það sem gerðist. Lögreglan útilokar ekki að fórnarlömbin séu fleiri. Þessi kynferðisglæpur innan veggja spænsku kirkjunnar er einungis sá nýjasti af hundruðum slíkra á síðustu árum og áratugum sem flett hefur verið ofan af á síðustu misserum. Fordæmdi sjálfur glæpi innan kirkjunnar Presturinn sem nú hefur verið gómaður sagði sjálfur í blaðaviðtali fyrir tæpum áratug, þá rúmlega tvítugur guðfræðinemi að það væri fagnaðarefni að kirkjan væri loksins farin að taka á kynferðisglæpum kirkjunnar manna. Þeir væru smánarblettur á kirkjunni og mikilvægt væri að taka á þeim af hörku. Spánn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Unnusta prestsins lét biskupinn vita Unnusta prestsins fór á biskupsskrifstofuna í Melilla, sem er spænsk nýlenda í Marokkó, í byrjun janúar, til þess að tilkynna að hún væri unnusta hans sem og til að láta vita af því að hún hefði fundið harðan disk á heimili prestsins þar sem væru upptökur af honum í samförum við konur sem ekki virtust vera með meðvitund. Engin viðbrögð, bara færður til í starfi Einu viðbrögð biskupsins voru að færa prestinn til í starfi. Hann var fluttur til lítilla bæja á Suður-Spáni og þar með taldi biskup sig ekki þurfa að aðhafast frekar. Biskupinn heldur því fram að konan hafi alls ekki tilkynnt um neinar myndbandaupptökur á hörðum diski, heldur eingöngu tjáð sér að hún og presturinn byggju saman. Presturinn var handtekinn í byrjun september, þá hafði unnustan fengið sig fullsadda af aðgerðaleysi kirkjunnar og lét lögregluna fá harða diskinn. Nokkrum dögum síðar svipti kirkjan hann hempunni og nú situr presturinn í gæsluvarðhaldi. Nauðgaði konunum í útilegum Svo virðist sem presturinn hafi verið hluti af trúarlegum vinahópi sem fór reglulega saman í útilegu. Þar notaði hann tækifærið til að byrla vinkonum sínum slævandi lyf og þegar þær höfðu misst meðvitund, þá nauðgaði hann þeim og tók verknaðinn upp á myndband. Þær segja allar að þær hafi ekki haft minnstu hugmynd um það sem gerðist. Lögreglan útilokar ekki að fórnarlömbin séu fleiri. Þessi kynferðisglæpur innan veggja spænsku kirkjunnar er einungis sá nýjasti af hundruðum slíkra á síðustu árum og áratugum sem flett hefur verið ofan af á síðustu misserum. Fordæmdi sjálfur glæpi innan kirkjunnar Presturinn sem nú hefur verið gómaður sagði sjálfur í blaðaviðtali fyrir tæpum áratug, þá rúmlega tvítugur guðfræðinemi að það væri fagnaðarefni að kirkjan væri loksins farin að taka á kynferðisglæpum kirkjunnar manna. Þeir væru smánarblettur á kirkjunni og mikilvægt væri að taka á þeim af hörku.
Spánn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira