Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. október 2023 17:01 Getty Images Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. Unnusta prestsins lét biskupinn vita Unnusta prestsins fór á biskupsskrifstofuna í Melilla, sem er spænsk nýlenda í Marokkó, í byrjun janúar, til þess að tilkynna að hún væri unnusta hans sem og til að láta vita af því að hún hefði fundið harðan disk á heimili prestsins þar sem væru upptökur af honum í samförum við konur sem ekki virtust vera með meðvitund. Engin viðbrögð, bara færður til í starfi Einu viðbrögð biskupsins voru að færa prestinn til í starfi. Hann var fluttur til lítilla bæja á Suður-Spáni og þar með taldi biskup sig ekki þurfa að aðhafast frekar. Biskupinn heldur því fram að konan hafi alls ekki tilkynnt um neinar myndbandaupptökur á hörðum diski, heldur eingöngu tjáð sér að hún og presturinn byggju saman. Presturinn var handtekinn í byrjun september, þá hafði unnustan fengið sig fullsadda af aðgerðaleysi kirkjunnar og lét lögregluna fá harða diskinn. Nokkrum dögum síðar svipti kirkjan hann hempunni og nú situr presturinn í gæsluvarðhaldi. Nauðgaði konunum í útilegum Svo virðist sem presturinn hafi verið hluti af trúarlegum vinahópi sem fór reglulega saman í útilegu. Þar notaði hann tækifærið til að byrla vinkonum sínum slævandi lyf og þegar þær höfðu misst meðvitund, þá nauðgaði hann þeim og tók verknaðinn upp á myndband. Þær segja allar að þær hafi ekki haft minnstu hugmynd um það sem gerðist. Lögreglan útilokar ekki að fórnarlömbin séu fleiri. Þessi kynferðisglæpur innan veggja spænsku kirkjunnar er einungis sá nýjasti af hundruðum slíkra á síðustu árum og áratugum sem flett hefur verið ofan af á síðustu misserum. Fordæmdi sjálfur glæpi innan kirkjunnar Presturinn sem nú hefur verið gómaður sagði sjálfur í blaðaviðtali fyrir tæpum áratug, þá rúmlega tvítugur guðfræðinemi að það væri fagnaðarefni að kirkjan væri loksins farin að taka á kynferðisglæpum kirkjunnar manna. Þeir væru smánarblettur á kirkjunni og mikilvægt væri að taka á þeim af hörku. Spánn Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Unnusta prestsins lét biskupinn vita Unnusta prestsins fór á biskupsskrifstofuna í Melilla, sem er spænsk nýlenda í Marokkó, í byrjun janúar, til þess að tilkynna að hún væri unnusta hans sem og til að láta vita af því að hún hefði fundið harðan disk á heimili prestsins þar sem væru upptökur af honum í samförum við konur sem ekki virtust vera með meðvitund. Engin viðbrögð, bara færður til í starfi Einu viðbrögð biskupsins voru að færa prestinn til í starfi. Hann var fluttur til lítilla bæja á Suður-Spáni og þar með taldi biskup sig ekki þurfa að aðhafast frekar. Biskupinn heldur því fram að konan hafi alls ekki tilkynnt um neinar myndbandaupptökur á hörðum diski, heldur eingöngu tjáð sér að hún og presturinn byggju saman. Presturinn var handtekinn í byrjun september, þá hafði unnustan fengið sig fullsadda af aðgerðaleysi kirkjunnar og lét lögregluna fá harða diskinn. Nokkrum dögum síðar svipti kirkjan hann hempunni og nú situr presturinn í gæsluvarðhaldi. Nauðgaði konunum í útilegum Svo virðist sem presturinn hafi verið hluti af trúarlegum vinahópi sem fór reglulega saman í útilegu. Þar notaði hann tækifærið til að byrla vinkonum sínum slævandi lyf og þegar þær höfðu misst meðvitund, þá nauðgaði hann þeim og tók verknaðinn upp á myndband. Þær segja allar að þær hafi ekki haft minnstu hugmynd um það sem gerðist. Lögreglan útilokar ekki að fórnarlömbin séu fleiri. Þessi kynferðisglæpur innan veggja spænsku kirkjunnar er einungis sá nýjasti af hundruðum slíkra á síðustu árum og áratugum sem flett hefur verið ofan af á síðustu misserum. Fordæmdi sjálfur glæpi innan kirkjunnar Presturinn sem nú hefur verið gómaður sagði sjálfur í blaðaviðtali fyrir tæpum áratug, þá rúmlega tvítugur guðfræðinemi að það væri fagnaðarefni að kirkjan væri loksins farin að taka á kynferðisglæpum kirkjunnar manna. Þeir væru smánarblettur á kirkjunni og mikilvægt væri að taka á þeim af hörku.
Spánn Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira