Vill koma böndum á leigur eftir að hafa komið að stúlku í blóðpolli Árni Sæberg skrifar 1. október 2023 15:06 Sólveig kom að stúlkunni liggjandi í blóði sínu miðsvæðis í Reykjavík. Móðurskipið/Vísir/Vilhelm Sólveig Arnarsdóttir leikkona kallar eftir því að slökkt verði á rafhlaupahjólum sem leigð eru út á kvöldin. Um helgina kom hún að meðvitundarlausri ungri stúlku sem lá í blóðpolli eftir að hafa dottið á rafhlaupahjóli. „Í gærnótt kom ég að alvarlegu hopphjólaslysi. Ung stúlka hafði misst stjórn á hjólinu og kastast beint á andlitið og lá köld og meðvitundarlaus í blóðpolli þegar ég kom að. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar og hjálp frá 112 og sjúkrabíll og lögregla komu fljótt á staðinn. Hún var mjög illa farin í andliti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fyrst mínar og svo sjúkraflutningamanna,“ svo hófst færsla Sólveigar á Facebook í gær. Í samtali við Vísi segir Sólveig að hún hafi ákveðið að vekja athygli á málinu enda telji hún nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og komi böndum á rafhlaupahjólaleigurnar. Hefur fengið holskeflu reynslusaga Sólveig segir að þeir lögreglumenn sem komu að útkallinu hafi sagt henni að slíkum útköllum færi sífellt fjölgandi. Þau séu sérlega algeng um helgar. Oftast sé um ungt fólk að ræða sem hljóti mjög alvarlega áverka á höfði og andliti, svo ekki sé talað um úlnliðs- og handleggsbrot. Þá hafi henni borist holskefla saga af reynslusögum fólks sem hefur ýmist lent í slysum á rafhlaupahjólum eða eiga aðstandendur sem hafa gert það. Sólveig áætlar að þær séu á fjórða tug. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum?“ Sólveig leggur til lausn á vandanum og kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum á kvöldin, eins og gert er víða, til dæmis í Berlín og París? Það myndi breyta miklu og minnka slysatíðni svo um munar.“ Hún segir að ábyrgðin þurfi að vera hjá stjórnvöldum, ekki sé hægt að búast við því að rafhlaupahjólaleigurnar tvær, Hopp og Zolo, ákveði sjálfar að slökkva á hjólunum á kvöldin, enda sé ljóst að þónokkrar tekjur séu af leigu þeirra á kvöldin. Foreldrar ræði við unglingana sína Sólveig segir að þangað til böndum verður komið á leigurafhlaupahjólin sé mikilvægt að foreldrar eigi alvarlegt samtal við unglinga sína og ungmenni um að taka ekki rafhlaupahjól heim af djamminu. „Ég veit að unglingar vilja ekki alltaf hlusta á foreldra sína en það er hægt að brýna fyrir þeim. Ef þú ert að koma heim af djamminu, ekki nota þetta, finndu einhverja aðra leið. Ég held að flestir foreldrar vilji frekar að það sé hringt í sig um miðja nótt. Ef að unglingarnir vilja hitta foreldra sína um miðja nótt.“ Enginn átti leið hjá á fjörutíu mínútur Þá segir hún að sérstaklega mikilvægt sé að bæta ástandið áður en veturinn skellur á af fullum þunga. Hún hafi verið á svæðinu, þar sem slysið varð, í um það bil fjörutíu mínútur eftir að hún hjólaði fram á stúlkuna á leið sinni heim. Á þeim tíma hafi enginn annar en hún átt leið hjá. Því þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef annað eins gerðist að vetri til og enginn kæmi að. Loks segir Sólveig að hún hugsi hlýlega til stúlkunnar og voni af heilum hug að hún nái sér og að áverkarnir séu ekki jafnalvarlegir og þeir virtust. Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
„Í gærnótt kom ég að alvarlegu hopphjólaslysi. Ung stúlka hafði misst stjórn á hjólinu og kastast beint á andlitið og lá köld og meðvitundarlaus í blóðpolli þegar ég kom að. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar og hjálp frá 112 og sjúkrabíll og lögregla komu fljótt á staðinn. Hún var mjög illa farin í andliti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fyrst mínar og svo sjúkraflutningamanna,“ svo hófst færsla Sólveigar á Facebook í gær. Í samtali við Vísi segir Sólveig að hún hafi ákveðið að vekja athygli á málinu enda telji hún nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og komi böndum á rafhlaupahjólaleigurnar. Hefur fengið holskeflu reynslusaga Sólveig segir að þeir lögreglumenn sem komu að útkallinu hafi sagt henni að slíkum útköllum færi sífellt fjölgandi. Þau séu sérlega algeng um helgar. Oftast sé um ungt fólk að ræða sem hljóti mjög alvarlega áverka á höfði og andliti, svo ekki sé talað um úlnliðs- og handleggsbrot. Þá hafi henni borist holskefla saga af reynslusögum fólks sem hefur ýmist lent í slysum á rafhlaupahjólum eða eiga aðstandendur sem hafa gert það. Sólveig áætlar að þær séu á fjórða tug. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum?“ Sólveig leggur til lausn á vandanum og kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum á kvöldin, eins og gert er víða, til dæmis í Berlín og París? Það myndi breyta miklu og minnka slysatíðni svo um munar.“ Hún segir að ábyrgðin þurfi að vera hjá stjórnvöldum, ekki sé hægt að búast við því að rafhlaupahjólaleigurnar tvær, Hopp og Zolo, ákveði sjálfar að slökkva á hjólunum á kvöldin, enda sé ljóst að þónokkrar tekjur séu af leigu þeirra á kvöldin. Foreldrar ræði við unglingana sína Sólveig segir að þangað til böndum verður komið á leigurafhlaupahjólin sé mikilvægt að foreldrar eigi alvarlegt samtal við unglinga sína og ungmenni um að taka ekki rafhlaupahjól heim af djamminu. „Ég veit að unglingar vilja ekki alltaf hlusta á foreldra sína en það er hægt að brýna fyrir þeim. Ef þú ert að koma heim af djamminu, ekki nota þetta, finndu einhverja aðra leið. Ég held að flestir foreldrar vilji frekar að það sé hringt í sig um miðja nótt. Ef að unglingarnir vilja hitta foreldra sína um miðja nótt.“ Enginn átti leið hjá á fjörutíu mínútur Þá segir hún að sérstaklega mikilvægt sé að bæta ástandið áður en veturinn skellur á af fullum þunga. Hún hafi verið á svæðinu, þar sem slysið varð, í um það bil fjörutíu mínútur eftir að hún hjólaði fram á stúlkuna á leið sinni heim. Á þeim tíma hafi enginn annar en hún átt leið hjá. Því þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef annað eins gerðist að vetri til og enginn kæmi að. Loks segir Sólveig að hún hugsi hlýlega til stúlkunnar og voni af heilum hug að hún nái sér og að áverkarnir séu ekki jafnalvarlegir og þeir virtust.
Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira