María Rut verður framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 10:51 María Rut Reynisdóttir hefur mikla reynslu af störfum í íslensku tónlistarlífi. Stjórn Tónlistarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Maríu Rut Reynisdóttur, skrifstofustjóra menningarmála hjá Reykjavíkurborg sem framkvæmdastjóra nýrrar Tónlistarmiðstöðvar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónlistarmiðstöð. Þar segir að Tónlistarmiðstöð sé stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Með henni sé stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin var formlega stofnuð þann 15. ágúst síðastliðinn. María Rut hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, einkum tónlist, og hefur víðtæka reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum. María var umboðsmaður Ásgeirs Trausta árin 2012-2017 og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna um fjögurra ára skeið. Árið 2017 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi starf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur á mótunarárum verkefnisins eða frá 2017 til 2022. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. „Það er einstaklega spennandi áskorun að fá að leiða nýja Tónlistarmiðstöð og vinna að hag íslenskrar tónlistar um land allt sem og erlendis. Stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stórt skref fyrir íslenskt tónlistarlíf og þar sameinast Útón, Tónverkamiðstöð og hið nýja Inntón undir einum og sama hattinum þar sem unnið verður að því að efla allar hliðar tónlistarlífsins,“ segir María Rut. Hún hlakki til að taka til starfa. „Það er mikill fengur að fá Maríu Rut til að leiða starfsemina Hún hefur mikla yfirsýn yfir greinina og hún nýtur trausts þvert á stefnur og strauma,“ segir Einar Bárðarson formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvarinnar. Stjórn hennar skipa auk hans þau Sólrún Sumarliðadóttir, Ásmundur Jónsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Gunnar Hrafnsson, Páll Ragnar Pálsson og Sigrún Grendal. María sat í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss 2022 - 2023 og var um tíma sendiherra Norræna menningarsjóðsins hér á landi. María var annar tveggja höfunda skýrslunnar um áhrif Covid á íslenskan tónlistariðnað sem kom út árið 2020 og hún sat í starfshóp um stofnun tónlistarmiðstöðvar sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði árið 2021. María er útskrifaður KaosPilot frá KaosPilot-skólanum í Árósum í Danmörku (Enterprising leadership and creative project, process and business design) og er að auki með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar eru STEF, Félag hljómplötuframleiðenda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Tónskáldafélag Íslands, auk menningar- og viðskiptaráðherra f.h. ríkissjóðs. Öll félögin eiga fulltrúa í stjórninni. Tónlistarmiðstöð starfar samkvæmt nýjum tónlistarlögum, nr. 33/2023. Tónlist Vistaskipti Menning Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Þar segir að Tónlistarmiðstöð sé stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Með henni sé stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin var formlega stofnuð þann 15. ágúst síðastliðinn. María Rut hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, einkum tónlist, og hefur víðtæka reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum. María var umboðsmaður Ásgeirs Trausta árin 2012-2017 og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna um fjögurra ára skeið. Árið 2017 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi starf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur á mótunarárum verkefnisins eða frá 2017 til 2022. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. „Það er einstaklega spennandi áskorun að fá að leiða nýja Tónlistarmiðstöð og vinna að hag íslenskrar tónlistar um land allt sem og erlendis. Stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stórt skref fyrir íslenskt tónlistarlíf og þar sameinast Útón, Tónverkamiðstöð og hið nýja Inntón undir einum og sama hattinum þar sem unnið verður að því að efla allar hliðar tónlistarlífsins,“ segir María Rut. Hún hlakki til að taka til starfa. „Það er mikill fengur að fá Maríu Rut til að leiða starfsemina Hún hefur mikla yfirsýn yfir greinina og hún nýtur trausts þvert á stefnur og strauma,“ segir Einar Bárðarson formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvarinnar. Stjórn hennar skipa auk hans þau Sólrún Sumarliðadóttir, Ásmundur Jónsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Gunnar Hrafnsson, Páll Ragnar Pálsson og Sigrún Grendal. María sat í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss 2022 - 2023 og var um tíma sendiherra Norræna menningarsjóðsins hér á landi. María var annar tveggja höfunda skýrslunnar um áhrif Covid á íslenskan tónlistariðnað sem kom út árið 2020 og hún sat í starfshóp um stofnun tónlistarmiðstöðvar sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði árið 2021. María er útskrifaður KaosPilot frá KaosPilot-skólanum í Árósum í Danmörku (Enterprising leadership and creative project, process and business design) og er að auki með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar eru STEF, Félag hljómplötuframleiðenda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Tónskáldafélag Íslands, auk menningar- og viðskiptaráðherra f.h. ríkissjóðs. Öll félögin eiga fulltrúa í stjórninni. Tónlistarmiðstöð starfar samkvæmt nýjum tónlistarlögum, nr. 33/2023.
Tónlist Vistaskipti Menning Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira