Flestir vildu Verzló en Tækniskólinn neyddist til að hafna flestum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2023 13:00 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Tækniskólinn Um 6.500 nemendur voru innritaðir í framhaldsskóla í haust, af þeim eru um 4.300 að koma beint úr grunnskóla. Flestir fóru í bók- eða starfsnám. Langflestir, eða 818, hófu nám við Tækniskólann. Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira