Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2023 12:11 Einar var í þjálfarateymi Víkings þegar Víkingur vann FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á Laugardalsvelli árið 2019. Vísir/Vilhelm Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. Foreldrahegðun á íþróttamótum barna hér á landi var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og kalla oft á börnin. Einar Guðnason hefur áralanga reynslu af knattspyrnuþjálfun barna en hann hefur þjálfað bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er núna búsettur í Örebro. Einar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi muninn á hegðun foreldra á íþróttamótum í Svíþjóð og á Íslandi. Einar segir sænsku foreldrana mun rólegri en þá íslensku. „Þegar kemur að leikdegi hjá börnum þá haga þeir sér töluvert betur svona á hliðarlínunni. Þá er ég aðallega að tala um foreldrana. Því að það skiptir í rauninni ekki máli hvað er dæmt og hversu rangt það er, það segir enginn orð. Það sitja bara allir á tjaldstólum eða á piknikteppi og klappa bara eins og í leikhúsi sama hvað gengur á.“ Hann hafi rætt þennan mun við aðra þjálfara í Svíþjóð og fengið þær upplýsingar að þetta hafi ekki alltaf verið svona. Hann hafi þó ekki fengið skýringar á því hvað Svíar hafi nákvæmlega gert til að breyta menningunni í kringum íþróttamótin. Hann segir þó reynt eftir fremsta megni að minna foreldra í Svíþjóð á að hegða sér vel. „Við hvern einasta völl sem þú kemur á er svona upplýsingaskilti þar sem er sagt bara þú ert að horfa á börn spila fótbolta. Látið dómarann vera og svona allskonar minnispunktar.“ Fram kom í þættinum í gær að þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Brot úr fyrsta þætti Hliðarlínunnar má sjá að neðan. Einar segir dómarana oft á tíðum unga líka í Svíþjóð en þar detti engum í hug að öskra á þá. „Á Íslandi þegar maður hefur séð fjórtán fimmtán ára krakka dæma þá eru kannski einhverjir fullorðnir einstaklingar að láta þá heyra það sem er fáránlegt.“ Þá þurfi oft lítið til að mikill æsingur myndist í foreldrahópnum. „Það þarf oft bara einhvern einn eða tvo til þess að byrja æsinginn til þess að hinir sogist inn í það.“ Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 „Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Foreldrahegðun á íþróttamótum barna hér á landi var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og kalla oft á börnin. Einar Guðnason hefur áralanga reynslu af knattspyrnuþjálfun barna en hann hefur þjálfað bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er núna búsettur í Örebro. Einar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi muninn á hegðun foreldra á íþróttamótum í Svíþjóð og á Íslandi. Einar segir sænsku foreldrana mun rólegri en þá íslensku. „Þegar kemur að leikdegi hjá börnum þá haga þeir sér töluvert betur svona á hliðarlínunni. Þá er ég aðallega að tala um foreldrana. Því að það skiptir í rauninni ekki máli hvað er dæmt og hversu rangt það er, það segir enginn orð. Það sitja bara allir á tjaldstólum eða á piknikteppi og klappa bara eins og í leikhúsi sama hvað gengur á.“ Hann hafi rætt þennan mun við aðra þjálfara í Svíþjóð og fengið þær upplýsingar að þetta hafi ekki alltaf verið svona. Hann hafi þó ekki fengið skýringar á því hvað Svíar hafi nákvæmlega gert til að breyta menningunni í kringum íþróttamótin. Hann segir þó reynt eftir fremsta megni að minna foreldra í Svíþjóð á að hegða sér vel. „Við hvern einasta völl sem þú kemur á er svona upplýsingaskilti þar sem er sagt bara þú ert að horfa á börn spila fótbolta. Látið dómarann vera og svona allskonar minnispunktar.“ Fram kom í þættinum í gær að þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Brot úr fyrsta þætti Hliðarlínunnar má sjá að neðan. Einar segir dómarana oft á tíðum unga líka í Svíþjóð en þar detti engum í hug að öskra á þá. „Á Íslandi þegar maður hefur séð fjórtán fimmtán ára krakka dæma þá eru kannski einhverjir fullorðnir einstaklingar að láta þá heyra það sem er fáránlegt.“ Þá þurfi oft lítið til að mikill æsingur myndist í foreldrahópnum. „Það þarf oft bara einhvern einn eða tvo til þess að byrja æsinginn til þess að hinir sogist inn í það.“
Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 „Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00
„Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31