„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu“ Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 20:29 Ragnar Þór er ekki ánægður með Ásgeir. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir fullyrðingu seðlabankastjóra um að ekkert land í Evrópu nema Ísland hafi brugðist við verðbólgu með launahækkunum grafalvarlega. „Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan: Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan:
Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58
Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54
Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24