Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. október 2023 12:53 Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Bylgjan Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. Matvörurnar sem lagt var hald á voru geymd í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og voru þetta ýmiss konar tegundir matvæla líkt og frystivara, kjöt, allskyns þurrvörur og sósur. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra. „Við höfum ekki upplýsingar um það eins og er. Málið er í rannsókn en það sem er mikilvægast í þessu er að það er búið að ná utan um þessi matvæli sem við höfðum rökstuddan grun um að væru heilsuspillandi og óhæf til neyslu. Þess vegna var nauðsynlegt að farga þeim. Þau voru geymd við óheilnæmar aðstæður,“ segir Óskar og bætir við búið sé að tryggja matvælaöryggið með þessum aðgerðum með því að taka matvælin úr umferð og farga þeim. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að veitingastaðir eða aðrir hafi átti í viðskiptum við viðkomandi aðila segir Óskar það einnig óljóst. „Við höfum óskað eftir upplýsingum fá þessum aðila um þessa hluti en höfum ekki þær upplýsingar núna.“ Óskar segir sektarheimildir matvælaeftirlitsins ekki skýrar í málum líkt og þessu en verið sé að skoða það með lögfræðingum eftirlitsins. Aðspurður hvort það sé ekki eitthvað sem ætti að vera skýrt segir Óskar það vissulega vera. „Jú það er mitt persónulega mat að það þyrfti að vera skýrari og betri heimildir fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hvað svona mál varðar.“ Óskar segir alvarlegt mál ef viðkomandi aðili hafi ætlað að dreifa matvörunum. Fyrirtækið sem um ræðir sé ekki matvælafyrirtæki og hafi ekki leyfi sem slíkt. Heilbrigðismál Reykjavík Matur Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Matvörurnar sem lagt var hald á voru geymd í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og voru þetta ýmiss konar tegundir matvæla líkt og frystivara, kjöt, allskyns þurrvörur og sósur. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra. „Við höfum ekki upplýsingar um það eins og er. Málið er í rannsókn en það sem er mikilvægast í þessu er að það er búið að ná utan um þessi matvæli sem við höfðum rökstuddan grun um að væru heilsuspillandi og óhæf til neyslu. Þess vegna var nauðsynlegt að farga þeim. Þau voru geymd við óheilnæmar aðstæður,“ segir Óskar og bætir við búið sé að tryggja matvælaöryggið með þessum aðgerðum með því að taka matvælin úr umferð og farga þeim. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að veitingastaðir eða aðrir hafi átti í viðskiptum við viðkomandi aðila segir Óskar það einnig óljóst. „Við höfum óskað eftir upplýsingum fá þessum aðila um þessa hluti en höfum ekki þær upplýsingar núna.“ Óskar segir sektarheimildir matvælaeftirlitsins ekki skýrar í málum líkt og þessu en verið sé að skoða það með lögfræðingum eftirlitsins. Aðspurður hvort það sé ekki eitthvað sem ætti að vera skýrt segir Óskar það vissulega vera. „Jú það er mitt persónulega mat að það þyrfti að vera skýrari og betri heimildir fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hvað svona mál varðar.“ Óskar segir alvarlegt mál ef viðkomandi aðili hafi ætlað að dreifa matvörunum. Fyrirtækið sem um ræðir sé ekki matvælafyrirtæki og hafi ekki leyfi sem slíkt.
Heilbrigðismál Reykjavík Matur Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira