Þegar orkan er uppseld Gunnar Guðni Tómasson skrifar 7. október 2023 10:00 Öll starfsemi Landsvirkjunar miðast við það hlutverk að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er treyst fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við höfum gert marga og misstóra samninga um afhendingu á orku sem taka mið af mögulegri orkuvinnslu í vinnslukerfinu okkar. Við verðum að standa við skuldbindingar okkar, en um leið reikna með náttúrulegum sveiflum í vatnsbúskapnum. Við búum við einstakar aðstæður, þar sem öll okkar raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum í einangruðu raforkukerfi. Um þessar mundir er orkuvinnslukerfið okkar nýtt til hins ítrasta. Við náum þó að afhenda alla þá orku sem við höfum samið um, en við slíkar aðstæður koma hins vegar tímabil þar sem við náum ekki að afhenda öllum sem vilja alla þá orku sem óskað er eftir. Slíkar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin misseri og þær verða tíðari, nú þegar eftirspurn er með þeim hætti að í raun er hægt að tala um að orkan okkar sé uppseld. Viðskiptavinir okkar vita af skerðingarmöguleikum, enda er kveðið á um slíkt í samningum þeirra. Umframorka til orkuskipta Þótt eftirspurnin sé núna mikil og oft þröngt um afhendingu orku koma einnig tímabil í góðum vatnsárum þar sem við eigum enn meiri orku en við höfum skuldbundið okkur til að selja. Við höfum boðið þá umframorku á hagstæðu verði til m.a. fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna, sem hafa þar með getað ráðist í orkuskipti og sparað sér brennslu jarðefnaeldsneytis. Á undanförnum árum hafa þær verið eins og hybrid bíll, oftast nægir raforkan ein en grípa þarf til jarðefnaeldsneytis inn á milli. Auðvitað er bagalegt þegar það gerist en algjörlega eðlilegt miðað við þær forsendur sem þessir samningar byggja á. Grundvallaratriði í rekstri okkar er að meta hversu mikla orku er hægt að selja út úr vinnslukerfinu. Á tímabilinu 2010-2020 jókst geta okkar til orkuvinnslu um 18%. Það gerðist með byggingu vatnsaflstöðvanna við Búðarháls og að Búrfelli II, auk jarðvarmastöðvarinnar að Þeistareykjum. Á sama tíma jókst möguleg orkuvinnsla einnig vegna aukins innrennslis í lónin okkar tengt hlýnandi veðurfari og aukinni bráðnun jökla. Okkur tókst að nýta þetta aukna innrennsli og náðum með því að nýta auðlindina og fjárfestingar okkar enn betur en áður. Orkan og aflið Núna rekum við okkur hins vegar á að skortur á afli er farinn að há okkur. Orkan er oft nægileg en aflið vantar. Þessu má líkja við rútu sem ekur eftir þjóðveginum. Hún er með nægilegt bensín (orku), en hún þarf líka að vera með nógu öfluga vél (afl) til að komast upp allar brekkur. Við þurfum að auka afl í vinnslukerfinu okkar, til að nýta aukið innrennsli og svara um leið aukinni eftirspurn eftir sveigjanleika, m.a. tengt orkuskiptum. Til þess að svara þessari þörf erum við m.a. að undirbúa stækkun Sigöldustöðvar. Það er hins vegar ekki einfalt mál að auka afl í kerfinu, leyfismál taka mjög langan tíma og framkvæmdatíminn er langur. Nánar verður fjallað um orku- og aflstöðu á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Gunnar Guðni Tómasson Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Öll starfsemi Landsvirkjunar miðast við það hlutverk að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er treyst fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við höfum gert marga og misstóra samninga um afhendingu á orku sem taka mið af mögulegri orkuvinnslu í vinnslukerfinu okkar. Við verðum að standa við skuldbindingar okkar, en um leið reikna með náttúrulegum sveiflum í vatnsbúskapnum. Við búum við einstakar aðstæður, þar sem öll okkar raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum í einangruðu raforkukerfi. Um þessar mundir er orkuvinnslukerfið okkar nýtt til hins ítrasta. Við náum þó að afhenda alla þá orku sem við höfum samið um, en við slíkar aðstæður koma hins vegar tímabil þar sem við náum ekki að afhenda öllum sem vilja alla þá orku sem óskað er eftir. Slíkar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin misseri og þær verða tíðari, nú þegar eftirspurn er með þeim hætti að í raun er hægt að tala um að orkan okkar sé uppseld. Viðskiptavinir okkar vita af skerðingarmöguleikum, enda er kveðið á um slíkt í samningum þeirra. Umframorka til orkuskipta Þótt eftirspurnin sé núna mikil og oft þröngt um afhendingu orku koma einnig tímabil í góðum vatnsárum þar sem við eigum enn meiri orku en við höfum skuldbundið okkur til að selja. Við höfum boðið þá umframorku á hagstæðu verði til m.a. fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna, sem hafa þar með getað ráðist í orkuskipti og sparað sér brennslu jarðefnaeldsneytis. Á undanförnum árum hafa þær verið eins og hybrid bíll, oftast nægir raforkan ein en grípa þarf til jarðefnaeldsneytis inn á milli. Auðvitað er bagalegt þegar það gerist en algjörlega eðlilegt miðað við þær forsendur sem þessir samningar byggja á. Grundvallaratriði í rekstri okkar er að meta hversu mikla orku er hægt að selja út úr vinnslukerfinu. Á tímabilinu 2010-2020 jókst geta okkar til orkuvinnslu um 18%. Það gerðist með byggingu vatnsaflstöðvanna við Búðarháls og að Búrfelli II, auk jarðvarmastöðvarinnar að Þeistareykjum. Á sama tíma jókst möguleg orkuvinnsla einnig vegna aukins innrennslis í lónin okkar tengt hlýnandi veðurfari og aukinni bráðnun jökla. Okkur tókst að nýta þetta aukna innrennsli og náðum með því að nýta auðlindina og fjárfestingar okkar enn betur en áður. Orkan og aflið Núna rekum við okkur hins vegar á að skortur á afli er farinn að há okkur. Orkan er oft nægileg en aflið vantar. Þessu má líkja við rútu sem ekur eftir þjóðveginum. Hún er með nægilegt bensín (orku), en hún þarf líka að vera með nógu öfluga vél (afl) til að komast upp allar brekkur. Við þurfum að auka afl í vinnslukerfinu okkar, til að nýta aukið innrennsli og svara um leið aukinni eftirspurn eftir sveigjanleika, m.a. tengt orkuskiptum. Til þess að svara þessari þörf erum við m.a. að undirbúa stækkun Sigöldustöðvar. Það er hins vegar ekki einfalt mál að auka afl í kerfinu, leyfismál taka mjög langan tíma og framkvæmdatíminn er langur. Nánar verður fjallað um orku- og aflstöðu á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun