Mark er mark og Gravenberch er topp gaur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 22:45 Lærisveinar Klopp unnu ágætis sigur í kvöld. Vísir/Getty Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekkert alltof sáttur þrátt fyrir 2-0 sigur sinna manna á Royale Union SG í Evrópudeildinni í fótbolta fyrr í kvöld. Þá segir hann miðjumanninn Ryan Gravenberch vera topp gaur. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekkert alltof sáttur þrátt fyrir 2-0 sigur sinna manna á Royale Union SG í Evrópudeildinni í fótbolta fyrr í kvöld. Þá segir hann miðjumanninn Ryan Gravenberch vera topp gaur. „Við byrjuðum vel en misstum svo taktinn og spiluðum svo of mikið. Við hefðum átt að vera beinskeyttari, þú þarft að taka það sem þú færð á svona augnablikum. Við erum fagmannlegir en þetta hefði getað verið betra.“ Gravenberch braut ísinn í kvöld og opnaði markareikning sinn fyrir félagið. „Hann er topp gaur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann spilaði 35 leiki hjá Bayern, það er ágætis magn fyrir ungan leikmann. Nú getur hann fundið taktinn á nýjan leik og þú sérð það þegar hann fær boltann,“ sagði Klopp um hollenska miðjumanninn. „Þegar við komum honum í réttu svæðin er hann ótrúlegur. Allir eru mjög ánægðir fyrir hans hönd. Þetta var mögulega ekki flóknasta mark sem hann hefur skorað á sínum ferli en mark er mark. Þau telja öll jafn mikið.“ „Ef við getum róterað þá tel ég okkur eiga að gera það. Það er stutt í leikinn gegn Brighton & Hove Albion. Við vorum ömurlegir á þeirra heimavelli á síðustu leiktíð, við verðum að gera betur. Ég hata að hugsa um leik strax eftir leik en við verðum að gera það þegar það er svona stutt á milli leikja,“ sagði Klopp áður en hann endaði viðtal sitt á að kvarta yfir því að vera ekki með tvo leikfæra framherja. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekkert alltof sáttur þrátt fyrir 2-0 sigur sinna manna á Royale Union SG í Evrópudeildinni í fótbolta fyrr í kvöld. Þá segir hann miðjumanninn Ryan Gravenberch vera topp gaur. „Við byrjuðum vel en misstum svo taktinn og spiluðum svo of mikið. Við hefðum átt að vera beinskeyttari, þú þarft að taka það sem þú færð á svona augnablikum. Við erum fagmannlegir en þetta hefði getað verið betra.“ Gravenberch braut ísinn í kvöld og opnaði markareikning sinn fyrir félagið. „Hann er topp gaur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann spilaði 35 leiki hjá Bayern, það er ágætis magn fyrir ungan leikmann. Nú getur hann fundið taktinn á nýjan leik og þú sérð það þegar hann fær boltann,“ sagði Klopp um hollenska miðjumanninn. „Þegar við komum honum í réttu svæðin er hann ótrúlegur. Allir eru mjög ánægðir fyrir hans hönd. Þetta var mögulega ekki flóknasta mark sem hann hefur skorað á sínum ferli en mark er mark. Þau telja öll jafn mikið.“ „Ef við getum róterað þá tel ég okkur eiga að gera það. Það er stutt í leikinn gegn Brighton & Hove Albion. Við vorum ömurlegir á þeirra heimavelli á síðustu leiktíð, við verðum að gera betur. Ég hata að hugsa um leik strax eftir leik en við verðum að gera það þegar það er svona stutt á milli leikja,“ sagði Klopp áður en hann endaði viðtal sitt á að kvarta yfir því að vera ekki með tvo leikfæra framherja.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Sjá meira