Orkuafrek næstu ára Sveinbjörn Finnsson skrifar 9. október 2023 08:01 Orkuskiptin sem brenna á Íslendingum lúta fyrst og fremst að samgöngum, enda búum við svo vel að hafa fyrir löngu rafvætt heimili og fyrirtæki og varmaorku til húshitunar og annarra nota sækjum við víðast hvar í jarðvarma. Mikið hefur verið rætt um hversu mikla raforku þurfi fyrir orkuskipti samgangna. Sú þörf hefur verið metin um 16 TWst sem samsvarar tæplega allri núverandi raforkunotkun Íslands og fallast þá sumum hendur. Bútum orkuskiptin niður Í því tilliti er mikilvægt að hafa í huga að orkuskiptin munu eiga sér stað yfir nokkra áratugi. Mestur þungi þeirra kemur fram þegar orkuskiptalausnir verða fýsilegar í alþjóðaflugi enda er það stærsti notandi jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Á því sviði er enn langt í land og um endanlega orkuþörf þess ríkir mikil óvissa. Orkuþörf orkuskipta Íslands í heild er því afturþung og óviss og ekki tímabært að taka ákvarðanir nú sem snúa að síðari hluta þeirrar vegferðar. Ef litið er þess í stað til næstu 10-15 ára, t.d. til ársins 2035, er hægt að stilla upp sennilegri sviðsmynd varðandi framvindu orkuskipta miðað við stöðu tæknilausna, eftirspurn atvinnulífs og stuðning stjórnvalda. Þessi sviðsmynd byggir á fyrri greiningum sem hafa verið birtar opinberlega af öðrum (t.d. í nýlegri raforkuspá Landsnets) og endurspeglar einnig greiningar sérfræðinga Landsvirkjunar sem og samtöl okkar við tækniframleiðendur, atvinnulífið og ýmsa hagaðila. Sviðsmynd orkuskipta til 2035 Á landi eru orkuskipti nú þegar hafin líkt og fjölgun rafbíla á götum landsins sýnir glögglega. Á næstu árum heldur sú rafvæðing áfram og tekur sérstaklega við sér upp úr 2030 þegar bann við nýskráningu bensín- og díselbíla tekur gildi. Það hentar illa að rafvæða stærri vinnutæki og þunga flutningabíla sem ferðast langar vegalengdir og þar verður vetni nýtt í stað rafmagns. Þá mun metan einnig nýtast þar sem það á við. Á hafi verður líf- og rafeldsneyti nýtt til að knýja fiski- og flutningaskip meðan bein rafvæðing og vetni leikur minna hlutverk. Rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi í töluverðu magni og til viðbótar verður flutt inn lífeldsneyti sem nú þegar er aðgengilegt á alþjóðlegum eldsneytismörkuðum og má nota á núverandi skip. Flugsamgöngur, sem fyrst og fremst felast í alþjóðaflugi, munu nýta sér innflutt lífeldsneyti, og að minni hluta innflutt rafeldsneyti, til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um íblöndun og draga þannig úr losun. Til að knýja orkuskiptin til 2035 eins og þeim er lýst í sviðsmyndinni að ofan þarf um 4 TWst af árlegri raforkuvinnslu og einnig þarf að flytja inn líf- og rafeldsneyti. Það er viðráðanleg raforkuþörf sem orkufyrirtæki Íslands geta mætt fyrir 2035 og um ætti að geta ríkt viðunandi sátt í samfélaginu. Tökum mikilvæg og skynsamleg skref Framangreind sviðsmynd orkuskipta til 2035 gerist þó ekki af sjálfu sér og þarf ríkan stuðning stjórnvalda og skýran vilja atvinnulífsins. Stjórnvöld þurfa að skapa öfluga efnahagslega hvata til orkuskipta, skilvirkari stjórnsýslu og fylgja skýrri orkuskipta- og rafeldsneytisáætlun til að árangur náist. Atvinnulífið þarf einnig að vera reiðubúið til að taka áhættu og leggja út í umtalsverðan kostnað við orkuskipti enda ljóst að orkuskiptalausnir eru flestar enn óhagkvæmar fyrir notendur samanborið við áframhaldandi notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagið má engan tíma missa og því nauðsynlegt að við tökum þessi mikilvægu og skynsamlegu skref í orkuskiptum. Nánar verður fjallað um orkuskiptasýn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin sem brenna á Íslendingum lúta fyrst og fremst að samgöngum, enda búum við svo vel að hafa fyrir löngu rafvætt heimili og fyrirtæki og varmaorku til húshitunar og annarra nota sækjum við víðast hvar í jarðvarma. Mikið hefur verið rætt um hversu mikla raforku þurfi fyrir orkuskipti samgangna. Sú þörf hefur verið metin um 16 TWst sem samsvarar tæplega allri núverandi raforkunotkun Íslands og fallast þá sumum hendur. Bútum orkuskiptin niður Í því tilliti er mikilvægt að hafa í huga að orkuskiptin munu eiga sér stað yfir nokkra áratugi. Mestur þungi þeirra kemur fram þegar orkuskiptalausnir verða fýsilegar í alþjóðaflugi enda er það stærsti notandi jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Á því sviði er enn langt í land og um endanlega orkuþörf þess ríkir mikil óvissa. Orkuþörf orkuskipta Íslands í heild er því afturþung og óviss og ekki tímabært að taka ákvarðanir nú sem snúa að síðari hluta þeirrar vegferðar. Ef litið er þess í stað til næstu 10-15 ára, t.d. til ársins 2035, er hægt að stilla upp sennilegri sviðsmynd varðandi framvindu orkuskipta miðað við stöðu tæknilausna, eftirspurn atvinnulífs og stuðning stjórnvalda. Þessi sviðsmynd byggir á fyrri greiningum sem hafa verið birtar opinberlega af öðrum (t.d. í nýlegri raforkuspá Landsnets) og endurspeglar einnig greiningar sérfræðinga Landsvirkjunar sem og samtöl okkar við tækniframleiðendur, atvinnulífið og ýmsa hagaðila. Sviðsmynd orkuskipta til 2035 Á landi eru orkuskipti nú þegar hafin líkt og fjölgun rafbíla á götum landsins sýnir glögglega. Á næstu árum heldur sú rafvæðing áfram og tekur sérstaklega við sér upp úr 2030 þegar bann við nýskráningu bensín- og díselbíla tekur gildi. Það hentar illa að rafvæða stærri vinnutæki og þunga flutningabíla sem ferðast langar vegalengdir og þar verður vetni nýtt í stað rafmagns. Þá mun metan einnig nýtast þar sem það á við. Á hafi verður líf- og rafeldsneyti nýtt til að knýja fiski- og flutningaskip meðan bein rafvæðing og vetni leikur minna hlutverk. Rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi í töluverðu magni og til viðbótar verður flutt inn lífeldsneyti sem nú þegar er aðgengilegt á alþjóðlegum eldsneytismörkuðum og má nota á núverandi skip. Flugsamgöngur, sem fyrst og fremst felast í alþjóðaflugi, munu nýta sér innflutt lífeldsneyti, og að minni hluta innflutt rafeldsneyti, til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um íblöndun og draga þannig úr losun. Til að knýja orkuskiptin til 2035 eins og þeim er lýst í sviðsmyndinni að ofan þarf um 4 TWst af árlegri raforkuvinnslu og einnig þarf að flytja inn líf- og rafeldsneyti. Það er viðráðanleg raforkuþörf sem orkufyrirtæki Íslands geta mætt fyrir 2035 og um ætti að geta ríkt viðunandi sátt í samfélaginu. Tökum mikilvæg og skynsamleg skref Framangreind sviðsmynd orkuskipta til 2035 gerist þó ekki af sjálfu sér og þarf ríkan stuðning stjórnvalda og skýran vilja atvinnulífsins. Stjórnvöld þurfa að skapa öfluga efnahagslega hvata til orkuskipta, skilvirkari stjórnsýslu og fylgja skýrri orkuskipta- og rafeldsneytisáætlun til að árangur náist. Atvinnulífið þarf einnig að vera reiðubúið til að taka áhættu og leggja út í umtalsverðan kostnað við orkuskipti enda ljóst að orkuskiptalausnir eru flestar enn óhagkvæmar fyrir notendur samanborið við áframhaldandi notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagið má engan tíma missa og því nauðsynlegt að við tökum þessi mikilvægu og skynsamlegu skref í orkuskiptum. Nánar verður fjallað um orkuskiptasýn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun