Braut gegn barnungri stjúpdóttur sinni: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2023 15:04 Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð stúlkunnar trúverðugan og lagði hann til grundvallar, en maðurinn neitaði sök. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut í gær tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur, en brotin áttu sér stað árið 2019, þegar hún var ellefu og tólf ára gömul. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira