West Ham nældi sér í stig og Wolves tókst að halda út manni færri Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2023 15:10 Mohamed Kudus skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir West Ham í dag Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 í dag og enduðu þeir allir með jafntefli. West Ham tryggði sér stig á lokamínútum gegn Newcastle og Wolves tókst að halda út manni færri gegn Aston Villa. Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira