Hvammsvirkjunarklúður Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 9. október 2023 11:00 Í júní síðastliðnum felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi virkjunarleyfi Orkustofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Margir höfðu þá talið virkjunaráformin í höfn og framkvæmdir handan við hornið en svo reyndist ekki, virkjunarleyfið kolféll því ekki hafði verið tekið tillit til svokallaðrar „vatnatilskipunar“ Evrópusambandsins. Um vatnatilskipunina fjalla ég síðar en sjálft umsóknarferli Hvammsvirkjunar hefur reynst mörgum innblástur í virkjanaumræðu síðustu missera. Spuni um „broguð“ leyfisveitingarferli Landsvirkjun lagði umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar inn til Orkustofnunar í júní 2021 og var leyfið veitt í desember 2022. Meðan á leyfisferlinu stóð kvörtuðu forsvarsmenn Landsvirkjunar og aðrir orkuþyrstir ítrekað í fjölmiðlum undan seinagangi Orkustofnunar. Margir sögðu hann til marks um að opinberar stofnanir drægju orkufyrirtæki viljandi á asnaeyrunum. Sú söguskýring hefur síðan þá linnulaust verið notuð sem rök fyrir því að hraða þurfi og „einfalda“ leyfisveitingaferli stórframkvæmda svo koma megi þeim skjótar í gegnum kerfið. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, gerir ferli leyfisveitinga að umtalsefni í blaðagrein síðastliðinn föstudag. Hún segir ferlið í ólestri, afgreiðslan taki allt of langan tíma og að stofnun eða stjórnvaldi sé nánast í sjálfsvald sett hve langan tíma afgreiðslan tekur. Greinin er augljós upphitun fyrir haustfund Landsvirkjunar næstkomandi miðvikudag þar sem ræða á svokölluð „broguð leyfisveitingaferli“ í virkjunargeiranum. Hún tekur Hvammsvirkjun sem dæmi og heldur því fram að Orkustofnun afgreiði virkjunarleyfi alla jafna á 4 mánuðum en hafi af einhverjum ástæðum varið til þess rúmum 18 mánuðum í tilfelli Hvammsvirkjunar. Að virkjunarleyfi séu alla jafna afgreidd á 4 mánuðum er einfaldlega rangt, sá skammi tími var barn síns tíma og átti við um örfá frekar einföld leyfi eins og stækkun Búrfellsstöðvar. Meira máli skiptir þó hverjar þessar einhverjar ástæður eru fyrir 18 mánaða afgreiðslutíma virkjunarleyfis vegna Hvammsvirkjunar. Um það fjallar Jóna ekki, enda hafa forsvarsmenn Landsvirkjunar sýnt lítinn vilja til þess, af skiljanlegum ástæðum. Sjálfskaparvíti Landsvirkjunar Raunveruleg ástæða þess hve tiltölulega langan tíma tók að afgreiða umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar eru fyrst og fremst hroðvirknisleg vinnubrögð Landsvirkjunar sjálfrar og annað hvort hróplegur þekkingarskortur eða djúpt virðingarleysi gagnvart löggjöf vatnamála. Umsókn Landsvirkjunar til Orkustofnunar árið 2021 og samskipti þar á milli opinbera þetta. Umsóknargögnin voru svo rýr og broguð að Orkustofnun sá sig knúna til að senda Landsvirkjun langt og harðort bréf í febrúar 2022 með athugasemdum um skort á fylgigögnum og ósamræmi við lög og reglugerðir. Gerði stofnunin kröfu um betur unna og skiljanlegri umsókn. Landsvirkjun hirti þannig ekki um að skila margvíslegum gögnum sem skylt er að fylgi virkjunarleyfisumsókn. Engin framkvæmdaáætlun fylgdi, heldur sagði Landsvirkjun að ekki lægi fyrir ákvörðun um „hvort og hvenær“ yrði ráðist í framkvæmdina, líkt og fyrirtækið hefði ekki gert upp við sig hvort það ætlaði yfir höfuð að reisa virkjunina! Orkustofnun benti á að í greinargerð um niðurstöður rannsókna vantaði sjálfar niðurstöðurnar. Sem dæmi kæmi þar fram að verkfræðistofan Vatnaskil hafi gert rennslislíkan en engar upplýsingar fylgdu um niðurstöður þess. Um það segir í bréfinu: „Orkustofnun hefur því ekki gögn til að meta fyrirkomulag, umfang og forsendur virkjunarinnar.“ Í umsókn Landsvirkjunar vantaði líka fjárhagsáætlun um framkvæmdina og samþykktur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð með honum fylgdu ekki, svo óljóst var um stöðu skipulagsmála. Þá lá heldur enginn samningur fyrir um gjald fyrir vatnsréttindi og svona mætti lengi telja. Til að bíta höfuðið af skömminni var greinargerð Landsvirkjunar með umsókninni ekki einu sinni unnin í samræmi við sjálft umsóknareyðublaðið. Fylgigögn með umsókninni voru afar umfangsmikil – tvær umhverfismatsskýrslur, niðurstöður Skipulagsstofnunar, úrskurðir umhverfisráðuneytis og fjöldi annarra skýrslna og greinargerða, alls u.þ.b. 1200 blaðsíður. Í greinargerð vísaði Landsvirkjun ítrekað til upplýsinga einhvers staðar í þessum fylgiskjölum, án þess að geta um hvar. Fyrir okkur í náttúruverndinni er þetta auðvitað gamalt trix úr bókinni, að kæfa umsagnaraðila með gögnum. Orkustofnun fór hins vegar í bréfinu fram á að bætt yrði úr þessu: „Orkustofnun telur það hvorki vera hennar eða þeirra sem hefðu hug á að koma að athugasemdum og/eða ábendingum um framkvæmdina að leita uppi þau atriði sem þar eru tilgreind í framlögðum skjölum um umhverfismat og skipulag, né telur stofnunin öruggt að slíkt mat þessara aðila á viðeigandi umfjöllun verði í samræmi við það sem umsækjandi telur eiga við.“ Það kemur því úr hörðustu átt þegar Landsvirkjun kennir Orkustofnun um tafir við afgreiðslu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Það var ekki fyrr en í apríl 2022 sem flest þau gögn (ekki þó öll) sem áttu að fylgja umsókn Landsvirkjunar bárust loks Orkustofnun. Þetta olli tíu mánaða töf á leyfisveitingaferlinu sem skrifast að fullu á Landsvirkjun sjálfa. Virkjunarleyfisumsóknin var auglýst til umsagnar almennings í Lögbirtingarblaðinu í júní 2022. Aldrei hafa þvílíkar athugasemdir borist Orkustofnun frá einstaklingum og félagasamtökum um nokkra virkjunarframkvæmd og þær athugasemdir voru skýrar og alvarlegar. Landsvirkjun tók sér tíma fram yfir miðjan september 2022 til að svara þeim og var virkjunarleyfið gefið út í byrjun desember. Af þessu sést að þessar einhverjar ástæður sem Jóna nefnir fyrir afgreiðslutímanum skrifast að langmestu á Landsvirkjun. Hættuleg krafa um hraðafgreiðslu Virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar var ekki fellt úr gildi í júní síðastliðnum vegna einfaldra formsatriða, heldur vegna mikilvægra náttúruverndarsjónarmiða sem eru bundin í lög um stjórn vatnamála frá 2011. Vegna útbreidds þekkingarskorts á þessari löggjöf gætti Orkustofnun ekki að henni við afgreiðslu leyfisins, ekki frekar en Fiskistofa hafði gert hálfu ári áður. Hefðu náttúruverndarsamtök ekki verið með varann á og bent á hina stórfelldu annmarka er hugsanlegt að framkvæmdir við Hvammsvirkjun í mynni Þjórsárdals væru hafnar, með óafturkræfum skaða á náttúru, lífríki og samfélagi. Öfugt við það sem Landsvirkjun og margir innan virkjanageirans halda nú fram, sýnir undirbúningsferlið við Hvammsvirkjun einmitt að hvergi má slá af kröfum um fagmennsku og vandvirkni við undirbúning virkjana. Landsvirkjun þarf að líta í eigin barm og viðurkenna vanhæfni sína við undirbúning virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar og láta ógert að skella skuldinni á aðra. Í stað þess að skamma stjórnsýslustofnanir sem sjá um leyfisveitingar þarf að efla þær. Það þarf að vanda miklu betur til verka, bæði af hálfu framkvæmdaraðila og stjórnsýslu. Broguð viðhorf Landsvirkjunar Landsvirkjun boðar til árlegs haustfundar á miðvikudaginn og ætlar þar, sem fyrr segir, að beina sjónum að því sem fyrirtækið kallar „brogað leyfisveitingaferli“. Ef fyrirtækið væri heiðarlegt í málflutningi sínum ætti umfjöllunarefnið frekar að vera um þess eigin broguðu framgöngu, vanvirðu gagnvart lögum til verndar vatnsauðlindinni og almennt fúsk og skort á gagnsæi, sem torveldar stjórnsýslustofnunum að gegna hlutverki sínu. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í júní síðastliðnum felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi virkjunarleyfi Orkustofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Margir höfðu þá talið virkjunaráformin í höfn og framkvæmdir handan við hornið en svo reyndist ekki, virkjunarleyfið kolféll því ekki hafði verið tekið tillit til svokallaðrar „vatnatilskipunar“ Evrópusambandsins. Um vatnatilskipunina fjalla ég síðar en sjálft umsóknarferli Hvammsvirkjunar hefur reynst mörgum innblástur í virkjanaumræðu síðustu missera. Spuni um „broguð“ leyfisveitingarferli Landsvirkjun lagði umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar inn til Orkustofnunar í júní 2021 og var leyfið veitt í desember 2022. Meðan á leyfisferlinu stóð kvörtuðu forsvarsmenn Landsvirkjunar og aðrir orkuþyrstir ítrekað í fjölmiðlum undan seinagangi Orkustofnunar. Margir sögðu hann til marks um að opinberar stofnanir drægju orkufyrirtæki viljandi á asnaeyrunum. Sú söguskýring hefur síðan þá linnulaust verið notuð sem rök fyrir því að hraða þurfi og „einfalda“ leyfisveitingaferli stórframkvæmda svo koma megi þeim skjótar í gegnum kerfið. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, gerir ferli leyfisveitinga að umtalsefni í blaðagrein síðastliðinn föstudag. Hún segir ferlið í ólestri, afgreiðslan taki allt of langan tíma og að stofnun eða stjórnvaldi sé nánast í sjálfsvald sett hve langan tíma afgreiðslan tekur. Greinin er augljós upphitun fyrir haustfund Landsvirkjunar næstkomandi miðvikudag þar sem ræða á svokölluð „broguð leyfisveitingaferli“ í virkjunargeiranum. Hún tekur Hvammsvirkjun sem dæmi og heldur því fram að Orkustofnun afgreiði virkjunarleyfi alla jafna á 4 mánuðum en hafi af einhverjum ástæðum varið til þess rúmum 18 mánuðum í tilfelli Hvammsvirkjunar. Að virkjunarleyfi séu alla jafna afgreidd á 4 mánuðum er einfaldlega rangt, sá skammi tími var barn síns tíma og átti við um örfá frekar einföld leyfi eins og stækkun Búrfellsstöðvar. Meira máli skiptir þó hverjar þessar einhverjar ástæður eru fyrir 18 mánaða afgreiðslutíma virkjunarleyfis vegna Hvammsvirkjunar. Um það fjallar Jóna ekki, enda hafa forsvarsmenn Landsvirkjunar sýnt lítinn vilja til þess, af skiljanlegum ástæðum. Sjálfskaparvíti Landsvirkjunar Raunveruleg ástæða þess hve tiltölulega langan tíma tók að afgreiða umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar eru fyrst og fremst hroðvirknisleg vinnubrögð Landsvirkjunar sjálfrar og annað hvort hróplegur þekkingarskortur eða djúpt virðingarleysi gagnvart löggjöf vatnamála. Umsókn Landsvirkjunar til Orkustofnunar árið 2021 og samskipti þar á milli opinbera þetta. Umsóknargögnin voru svo rýr og broguð að Orkustofnun sá sig knúna til að senda Landsvirkjun langt og harðort bréf í febrúar 2022 með athugasemdum um skort á fylgigögnum og ósamræmi við lög og reglugerðir. Gerði stofnunin kröfu um betur unna og skiljanlegri umsókn. Landsvirkjun hirti þannig ekki um að skila margvíslegum gögnum sem skylt er að fylgi virkjunarleyfisumsókn. Engin framkvæmdaáætlun fylgdi, heldur sagði Landsvirkjun að ekki lægi fyrir ákvörðun um „hvort og hvenær“ yrði ráðist í framkvæmdina, líkt og fyrirtækið hefði ekki gert upp við sig hvort það ætlaði yfir höfuð að reisa virkjunina! Orkustofnun benti á að í greinargerð um niðurstöður rannsókna vantaði sjálfar niðurstöðurnar. Sem dæmi kæmi þar fram að verkfræðistofan Vatnaskil hafi gert rennslislíkan en engar upplýsingar fylgdu um niðurstöður þess. Um það segir í bréfinu: „Orkustofnun hefur því ekki gögn til að meta fyrirkomulag, umfang og forsendur virkjunarinnar.“ Í umsókn Landsvirkjunar vantaði líka fjárhagsáætlun um framkvæmdina og samþykktur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð með honum fylgdu ekki, svo óljóst var um stöðu skipulagsmála. Þá lá heldur enginn samningur fyrir um gjald fyrir vatnsréttindi og svona mætti lengi telja. Til að bíta höfuðið af skömminni var greinargerð Landsvirkjunar með umsókninni ekki einu sinni unnin í samræmi við sjálft umsóknareyðublaðið. Fylgigögn með umsókninni voru afar umfangsmikil – tvær umhverfismatsskýrslur, niðurstöður Skipulagsstofnunar, úrskurðir umhverfisráðuneytis og fjöldi annarra skýrslna og greinargerða, alls u.þ.b. 1200 blaðsíður. Í greinargerð vísaði Landsvirkjun ítrekað til upplýsinga einhvers staðar í þessum fylgiskjölum, án þess að geta um hvar. Fyrir okkur í náttúruverndinni er þetta auðvitað gamalt trix úr bókinni, að kæfa umsagnaraðila með gögnum. Orkustofnun fór hins vegar í bréfinu fram á að bætt yrði úr þessu: „Orkustofnun telur það hvorki vera hennar eða þeirra sem hefðu hug á að koma að athugasemdum og/eða ábendingum um framkvæmdina að leita uppi þau atriði sem þar eru tilgreind í framlögðum skjölum um umhverfismat og skipulag, né telur stofnunin öruggt að slíkt mat þessara aðila á viðeigandi umfjöllun verði í samræmi við það sem umsækjandi telur eiga við.“ Það kemur því úr hörðustu átt þegar Landsvirkjun kennir Orkustofnun um tafir við afgreiðslu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Það var ekki fyrr en í apríl 2022 sem flest þau gögn (ekki þó öll) sem áttu að fylgja umsókn Landsvirkjunar bárust loks Orkustofnun. Þetta olli tíu mánaða töf á leyfisveitingaferlinu sem skrifast að fullu á Landsvirkjun sjálfa. Virkjunarleyfisumsóknin var auglýst til umsagnar almennings í Lögbirtingarblaðinu í júní 2022. Aldrei hafa þvílíkar athugasemdir borist Orkustofnun frá einstaklingum og félagasamtökum um nokkra virkjunarframkvæmd og þær athugasemdir voru skýrar og alvarlegar. Landsvirkjun tók sér tíma fram yfir miðjan september 2022 til að svara þeim og var virkjunarleyfið gefið út í byrjun desember. Af þessu sést að þessar einhverjar ástæður sem Jóna nefnir fyrir afgreiðslutímanum skrifast að langmestu á Landsvirkjun. Hættuleg krafa um hraðafgreiðslu Virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar var ekki fellt úr gildi í júní síðastliðnum vegna einfaldra formsatriða, heldur vegna mikilvægra náttúruverndarsjónarmiða sem eru bundin í lög um stjórn vatnamála frá 2011. Vegna útbreidds þekkingarskorts á þessari löggjöf gætti Orkustofnun ekki að henni við afgreiðslu leyfisins, ekki frekar en Fiskistofa hafði gert hálfu ári áður. Hefðu náttúruverndarsamtök ekki verið með varann á og bent á hina stórfelldu annmarka er hugsanlegt að framkvæmdir við Hvammsvirkjun í mynni Þjórsárdals væru hafnar, með óafturkræfum skaða á náttúru, lífríki og samfélagi. Öfugt við það sem Landsvirkjun og margir innan virkjanageirans halda nú fram, sýnir undirbúningsferlið við Hvammsvirkjun einmitt að hvergi má slá af kröfum um fagmennsku og vandvirkni við undirbúning virkjana. Landsvirkjun þarf að líta í eigin barm og viðurkenna vanhæfni sína við undirbúning virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar og láta ógert að skella skuldinni á aðra. Í stað þess að skamma stjórnsýslustofnanir sem sjá um leyfisveitingar þarf að efla þær. Það þarf að vanda miklu betur til verka, bæði af hálfu framkvæmdaraðila og stjórnsýslu. Broguð viðhorf Landsvirkjunar Landsvirkjun boðar til árlegs haustfundar á miðvikudaginn og ætlar þar, sem fyrr segir, að beina sjónum að því sem fyrirtækið kallar „brogað leyfisveitingaferli“. Ef fyrirtækið væri heiðarlegt í málflutningi sínum ætti umfjöllunarefnið frekar að vera um þess eigin broguðu framgöngu, vanvirðu gagnvart lögum til verndar vatnsauðlindinni og almennt fúsk og skort á gagnsæi, sem torveldar stjórnsýslustofnunum að gegna hlutverki sínu. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun