„Algjör kúvending“ bara á þessu ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2023 21:25 Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks. Vísir/Einar Byggja þarf allt að fimm þúsund íbúðir árlega næstu árin á sama tíma og uppbygging hefur dregist verulega saman. Fjöldi nýrra, fullbúinna íbúða sem standa auðar hefur sexfaldast milli ára. Verktaki segir algjöra kúvendingu hafa orðið í bransanum á árinu. Í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um íbúðaþörf á landinu er teiknuð upp nokkuð dökk sviðsmynd; hröð íbúafjölgun kalli á byggingu allt að 5000 íbúða árlega næstu árin. Á sama tíma hefur verulega dregið úr framkvæmdum. Á tímabilinu mars til september í fyrra hófust framkvæmdir við 2.575 íbúðir á landsvísu. Á sama tímabili í ár hófst uppbygging 768 íbúða. Ríflega 70 prósent samdráttur. Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks, sem er með um sjö hundruð íbúðir í byggingu um þessar mundir, segir hækkandi vexti og aukinn byggingakostnað sliga verktaka. „Allt þýðir þetta að framleiðslukostnaður á lítilli íbúð hefur hækkað alveg gríðarlega,“ segir Gylfi. Þannig að staðan hefur snarversnað á síðustu misserum? „Já, bara á þessu ári. Það er algjör kúvending.“ Auðvitað ekki að fara að gerast Bygging fimm þúsund íbúða á ári næstu árin verði að teljast óraunhæf. „Ég held við höfum einu sinni náð að byggja þrjú þúsund íbúðir á síðustu tíu árum. Við eigum ekki lóðir, við eigum ekki skipulag, þetta er auðvitað ekki að fara að gerast,“ segir Gylfi. Þá geta verktakar ekki endilega treyst á að íbúðirnar seljist, þar sem skammtímaeftirspurn hefur dregist saman samhliða vaxtahækkunum. Sala á nýjum íbúðum virðist því hafa dregist saman. Í september í fyrra voru nýjar, fullbúnar og óseldar íbúðir 131. Talan var komin upp í 238 í mars á þessu ári og nú stendur hún í 777. Þetta er sexföldun milli ára, samkvæmt greiningu HMS. Gylfi telur að verkefni næstu eins til tveggja ára verði kláruð. „Svo spái ég því að komi gat.“ Hálfgert stopp? „Kannski ekki hálfgert stopp en við erum allavega alls ekki að fara að vinna upp í þá þörf sem við erum að spá að sé fyrir hendi.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um íbúðaþörf á landinu er teiknuð upp nokkuð dökk sviðsmynd; hröð íbúafjölgun kalli á byggingu allt að 5000 íbúða árlega næstu árin. Á sama tíma hefur verulega dregið úr framkvæmdum. Á tímabilinu mars til september í fyrra hófust framkvæmdir við 2.575 íbúðir á landsvísu. Á sama tímabili í ár hófst uppbygging 768 íbúða. Ríflega 70 prósent samdráttur. Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks, sem er með um sjö hundruð íbúðir í byggingu um þessar mundir, segir hækkandi vexti og aukinn byggingakostnað sliga verktaka. „Allt þýðir þetta að framleiðslukostnaður á lítilli íbúð hefur hækkað alveg gríðarlega,“ segir Gylfi. Þannig að staðan hefur snarversnað á síðustu misserum? „Já, bara á þessu ári. Það er algjör kúvending.“ Auðvitað ekki að fara að gerast Bygging fimm þúsund íbúða á ári næstu árin verði að teljast óraunhæf. „Ég held við höfum einu sinni náð að byggja þrjú þúsund íbúðir á síðustu tíu árum. Við eigum ekki lóðir, við eigum ekki skipulag, þetta er auðvitað ekki að fara að gerast,“ segir Gylfi. Þá geta verktakar ekki endilega treyst á að íbúðirnar seljist, þar sem skammtímaeftirspurn hefur dregist saman samhliða vaxtahækkunum. Sala á nýjum íbúðum virðist því hafa dregist saman. Í september í fyrra voru nýjar, fullbúnar og óseldar íbúðir 131. Talan var komin upp í 238 í mars á þessu ári og nú stendur hún í 777. Þetta er sexföldun milli ára, samkvæmt greiningu HMS. Gylfi telur að verkefni næstu eins til tveggja ára verði kláruð. „Svo spái ég því að komi gat.“ Hálfgert stopp? „Kannski ekki hálfgert stopp en við erum allavega alls ekki að fara að vinna upp í þá þörf sem við erum að spá að sé fyrir hendi.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20