Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 14:58 Tekist var á um álitið sem varð til þess að Bjarni Benediktsson sagði af sér í dag. Bæði Hildur Sverrisdóttir og Björn Leví Gunnarsson voru áberandi í umræðunni. Vísir/Sara Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira