Formaður húsfélagsins fær nagladekkjabanninu hnekkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. október 2023 10:28 Myndin er úr safni. Bílastæðakjallara Hörpu nánar tiltekið. Vísir/Vilhelm Ákvörðun húsfélags í fjölbýlishúsi um að banna notkun nagladekkja í bílageymslu sinni er ólögmæt, að mati kærunefndar húsamála. Nefndin telur ekki unnt að banna slíkt nema samþykki allra eigenda komi til. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt. Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt.
Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira