Kallarðu þetta jafnrétti? Hópur kvenna í framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls skrifar 12. október 2023 07:01 Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna. En þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi. En við ætlum ekki að bíða lengur og krefjumst aðgerða strax! Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa blásið til heilsdags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Það þýðir að konur og kvár sem geta, leggja niður störf; mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Yfirskrift verkfallsins 24. október er „Kallarðu þetta jafnrétti?” og vísar til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum eða framsæknum aðgerðum. Nokkrar ástæður til að taka þátt í Kvennaverkfallinu 24. október Um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra. Kvár upplifa sig ekki örugg á vinnumarkaði og treysta sér ekki til að vera þau sjálf í vinnunni af ótta við útskúfun. Fatlaðar konur eru líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi og það getur verið erfiðara fyrir þær að fá aðstoð. Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra eru lægri. Lág laun gera konum oft erfitt eða ómögulegt að slíta ofbeldissamböndum. Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Meira en helmingur ungra kvenna á Íslandi býr við slæma andlega heilsu. Konur sem starfa við ræstingar, heilbrigðisþjónustu og umönnun eru á einna lægstu launum í íslensku samfélagi. 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Skortur á leikskólaplássum bitnar frekar tekjum og tækifærum á kvenna en karla. Við erum gamlar, ungar, miðaldra, með ólíkan húðlit, fatlaðar og ófatlaðar. Við erum hinsegin; með ólíkar kynhneigðir, sís og trans. Við trúum á alls konar og höfum ólíkar skoðanir. Við fæddumst á Íslandi og víðsvegar um heiminn, erum af ólíkum uppruna og líkamar okkar eru alls konar. Við erum í launaðri vinnu eða ekki og fjárhagslegt svigrúm okkar er ólíkt. Við höfum orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða misrétti eða þekkjum konur eða kvár sem hafa orðið fyrir því. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Okkar grundvallarkröfur eru að kyndbundu ofbeldi verði útrýmt og störf kvenna verði metin að verðleikum. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Höfundar greinarinnar eru framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023: Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78 Drífa Snædal // Stígamót Ellen Calmon // Kvenréttindafélag Íslands Elva Hrönn Hjartardóttir // UN Women Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir // Femínísk fjármál Elísa Jóhannsdóttir // BHM Guðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍ Kristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMIN Linda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um Kvennaathvarf Rakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn Íslands Sara Stef. Hildardóttir // Rótin Sonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRB Steinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármál Tatjana Latinovic // Kvenréttindafélag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15 Bein útsending: Kynna heils dags verkfall kvenna og kvára Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls hefur boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verða áform um heils dags verkfall kvenna og kvára þriðjudaginn 24. október. 3. október 2023 10:40 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna. En þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi. En við ætlum ekki að bíða lengur og krefjumst aðgerða strax! Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa blásið til heilsdags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Það þýðir að konur og kvár sem geta, leggja niður störf; mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Yfirskrift verkfallsins 24. október er „Kallarðu þetta jafnrétti?” og vísar til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum eða framsæknum aðgerðum. Nokkrar ástæður til að taka þátt í Kvennaverkfallinu 24. október Um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra. Kvár upplifa sig ekki örugg á vinnumarkaði og treysta sér ekki til að vera þau sjálf í vinnunni af ótta við útskúfun. Fatlaðar konur eru líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi og það getur verið erfiðara fyrir þær að fá aðstoð. Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra eru lægri. Lág laun gera konum oft erfitt eða ómögulegt að slíta ofbeldissamböndum. Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Meira en helmingur ungra kvenna á Íslandi býr við slæma andlega heilsu. Konur sem starfa við ræstingar, heilbrigðisþjónustu og umönnun eru á einna lægstu launum í íslensku samfélagi. 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Skortur á leikskólaplássum bitnar frekar tekjum og tækifærum á kvenna en karla. Við erum gamlar, ungar, miðaldra, með ólíkan húðlit, fatlaðar og ófatlaðar. Við erum hinsegin; með ólíkar kynhneigðir, sís og trans. Við trúum á alls konar og höfum ólíkar skoðanir. Við fæddumst á Íslandi og víðsvegar um heiminn, erum af ólíkum uppruna og líkamar okkar eru alls konar. Við erum í launaðri vinnu eða ekki og fjárhagslegt svigrúm okkar er ólíkt. Við höfum orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða misrétti eða þekkjum konur eða kvár sem hafa orðið fyrir því. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Okkar grundvallarkröfur eru að kyndbundu ofbeldi verði útrýmt og störf kvenna verði metin að verðleikum. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Höfundar greinarinnar eru framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023: Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78 Drífa Snædal // Stígamót Ellen Calmon // Kvenréttindafélag Íslands Elva Hrönn Hjartardóttir // UN Women Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir // Femínísk fjármál Elísa Jóhannsdóttir // BHM Guðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍ Kristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMIN Linda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um Kvennaathvarf Rakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn Íslands Sara Stef. Hildardóttir // Rótin Sonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRB Steinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármál Tatjana Latinovic // Kvenréttindafélag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ
Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15
Bein útsending: Kynna heils dags verkfall kvenna og kvára Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls hefur boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verða áform um heils dags verkfall kvenna og kvára þriðjudaginn 24. október. 3. október 2023 10:40
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun