Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:47 Ívar Ásgrímsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli. „Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“ Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
„Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“
Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02