Höttur

Fréttamynd

„Ég er á­nægður en á sama tíma er ég brjálaður“

Það mátti sjá ákveðinn létti í andliti Borce Ilievski, þjálfara ÍR eftir dramatískan sigur liðsins gegn Hetti nú í kvöld. ÍR-ingar voru yfir nánast allan leikinn þar til á lokamínútunni þegar Höttur komst yfir. Borce segist vissulega vera ánægður með sigurinn þó svo að hann sé vissulega ekki sáttur með það hvernig hann kom til.

Körfubolti
Fréttamynd

„Held á­fram nema ég verði rekinn“

Viðar Örn Hafsteinsson er nokkuð viss um að hann muni halda áfram að halda utan um stjórnartaumana hjá Hetti en liðið féll úr Bónus-deild karla í körfubolta eftir tap liðsins gegn KR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld.  

Körfubolti
Fréttamynd

Viðar Örn Haf­steins­son: Við ætlum okkur að skrifa söguna

Kraftaverk þarf til að Höttur bjargi sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir úrslit kvöldsins. Höttur tapaði 86-89 á heimavelli fyrir Stjörnunni. Liðið sýndi ágætan leik og var komið í ágæta stöðu í fjórða leikhluta þegar Stjarnan hrökk í gang. Þjálfari Hattar var þó heilt yfir sáttur við leik síns liðs.

Körfubolti
Fréttamynd

Hattarmenn senda Kanann heim

Bandaríkjamaðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Hattar í Bónus deildinni í körfubolta og er á heimleið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hetti núna í morgun. 

Körfubolti