Nýtt húsnæði Grensásdeildar Willum Þór Þórsson skrifar 13. október 2023 15:00 Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun