Taylor Swift partýstemning í Smárabíó í kvöld Vésteinn Örn Pétursson og Finnbogi Örn Rúnarsson skrifa 13. október 2023 15:41 Taylor Swift er bandarísk söngkona. Hún gerði til dæmis lagið Shake It Off. Mynd um tónleikana hennar verður frumsýnd í Smárabíó í kvöld. Matt Winkelmeyer/Getty Í kvöld verður frumsýnd mynd um tónleika Taylor Swift í Smárabíói. Markaðsstjórinn segir að tæplega þúsund miðar hafi selst. Það verður mikið sungið og fólk á eftir að standa upp og dansa. Myndin heitir Taylor Swift: The Eras Tour og fjallar um tónleika Taylor Swift, sem er fræg söngkona frá Bandaríkjunum. Ólafur Þórisson, markaðsstjóri Smárabíós, segir í samtali við fréttamann að þátttakan hafi verið frábær og að um þúsund miðar hafi selst. Hann segir að það komi ekki á óvart af því það eru svo margir Taylor Swift-aðdáendur á Íslandi. „Það er búið að hringja til okkar fólk og spyrja hvort það megi dansa og syngja á sýningunni. Ég get lofað því að það verður alveg svakaleg stemning í kvöld, mikið sungið og fólk á eftir að standa upp og dansa,“ segir Ólafur. Frítt í karaoke og tilboð á barnum Verður eitthvað sérstakt í gangi út af frumsýningunni? „Við ætlum að vera með frítt í karaoke, því við erum með svo flott karaoke herbergi. Ef þú ert með miða á Taylor Swift, þá geturðu komið frá 17 til 18:50 og tekið Taylor Swift lög og sungið eins og enginn sé morgundagurinn.“ Ólafur Þórisson er markaðsstjóri Smárabíós. Síðan verða líka tilboð á nammi og drykkjum. Á göngunum má heyra Taylor Swift-tónlist. „Við ætlum að vera í Taylor Swift ham í kvöld, og alla helgina. Mér sýnist helgin líta þannig út að það verði nóg að gera í Taylor Swift-málum,“ segir Ólafur. Það er hægt að kaupa miða í bíóklúbbsappinu, á Smárabíó.is eða koma niður í Smárabíó og kaupa miða þar. Ólafur segir að það sé nánast uppselt í kvöld en samt séu fleiri miðar til sölu á morgun. „Við erum búin að hvetja alla til að koma með armböndin sín. Swift-samfélagið á Íslandi er stórt, og það er hefð fyrir því að þegar maður fer á Taylor Swift tónleika þá býr fólk til vinaarmbönd, og býttar við aðra. Svo er þeim stundum hent upp á svið og hún setur þau á sig. Við hvöttum bara fólk til að koma með armböndin sín og skiptast á þeim. Svo erum við með fallegt handrið hérna, og það væri gaman að sjá armbönd á því.“ Skemmtilegir tónleikar En hvernig er tónlistin hjá Taylor Swift? „Þetta er létt popp og skemmtilegt en oft mjög flottir textar. Maður er búinn að vera að hlusta á lögin hennar á skrifstofunni,“ segir Ólafur og bætir við að tónlistin hennar sé mikil gleðitónlist. „Ég er samt enginn sérfræðingur, en ég er mjög spenntur og er búinn að hlusta mikið á hana í aðdragandanum.“ Hann segir að af því að þetta eru svo margar sýningar þá verða margir salir notaðir. Fyrsta sýningin er klukkan sex, og er búin rétt upp úr níu. Ólafur vill hvetja alla til að koma og taka uppáhalds Taylor Swift lögin sín í karaoke. „Bara koma í sínum besta gír, standa upp og dansa, syngja og njóta þess að vera á þessum frábæru tónleikum. Það er á hreinu að við hækkum vel í tónlistinni og ég held að fólk muni skemmta sér hvort sem það er Taylor Swift aðdáendur eða ekki, ég er sennilega besta dæmið um það. Ég held að þetta verði rosalega gaman,“ segir Ólafur að lokum. Finnbogi Örn Rúnarsson nemi í starfstengdu diplómanámi Háskóla Íslands vann þessa frétt undir handleiðslu fréttamanns. Tónlist Hollywood Bandaríkin Raunveruleikaþættir Kópavogur Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Myndin heitir Taylor Swift: The Eras Tour og fjallar um tónleika Taylor Swift, sem er fræg söngkona frá Bandaríkjunum. Ólafur Þórisson, markaðsstjóri Smárabíós, segir í samtali við fréttamann að þátttakan hafi verið frábær og að um þúsund miðar hafi selst. Hann segir að það komi ekki á óvart af því það eru svo margir Taylor Swift-aðdáendur á Íslandi. „Það er búið að hringja til okkar fólk og spyrja hvort það megi dansa og syngja á sýningunni. Ég get lofað því að það verður alveg svakaleg stemning í kvöld, mikið sungið og fólk á eftir að standa upp og dansa,“ segir Ólafur. Frítt í karaoke og tilboð á barnum Verður eitthvað sérstakt í gangi út af frumsýningunni? „Við ætlum að vera með frítt í karaoke, því við erum með svo flott karaoke herbergi. Ef þú ert með miða á Taylor Swift, þá geturðu komið frá 17 til 18:50 og tekið Taylor Swift lög og sungið eins og enginn sé morgundagurinn.“ Ólafur Þórisson er markaðsstjóri Smárabíós. Síðan verða líka tilboð á nammi og drykkjum. Á göngunum má heyra Taylor Swift-tónlist. „Við ætlum að vera í Taylor Swift ham í kvöld, og alla helgina. Mér sýnist helgin líta þannig út að það verði nóg að gera í Taylor Swift-málum,“ segir Ólafur. Það er hægt að kaupa miða í bíóklúbbsappinu, á Smárabíó.is eða koma niður í Smárabíó og kaupa miða þar. Ólafur segir að það sé nánast uppselt í kvöld en samt séu fleiri miðar til sölu á morgun. „Við erum búin að hvetja alla til að koma með armböndin sín. Swift-samfélagið á Íslandi er stórt, og það er hefð fyrir því að þegar maður fer á Taylor Swift tónleika þá býr fólk til vinaarmbönd, og býttar við aðra. Svo er þeim stundum hent upp á svið og hún setur þau á sig. Við hvöttum bara fólk til að koma með armböndin sín og skiptast á þeim. Svo erum við með fallegt handrið hérna, og það væri gaman að sjá armbönd á því.“ Skemmtilegir tónleikar En hvernig er tónlistin hjá Taylor Swift? „Þetta er létt popp og skemmtilegt en oft mjög flottir textar. Maður er búinn að vera að hlusta á lögin hennar á skrifstofunni,“ segir Ólafur og bætir við að tónlistin hennar sé mikil gleðitónlist. „Ég er samt enginn sérfræðingur, en ég er mjög spenntur og er búinn að hlusta mikið á hana í aðdragandanum.“ Hann segir að af því að þetta eru svo margar sýningar þá verða margir salir notaðir. Fyrsta sýningin er klukkan sex, og er búin rétt upp úr níu. Ólafur vill hvetja alla til að koma og taka uppáhalds Taylor Swift lögin sín í karaoke. „Bara koma í sínum besta gír, standa upp og dansa, syngja og njóta þess að vera á þessum frábæru tónleikum. Það er á hreinu að við hækkum vel í tónlistinni og ég held að fólk muni skemmta sér hvort sem það er Taylor Swift aðdáendur eða ekki, ég er sennilega besta dæmið um það. Ég held að þetta verði rosalega gaman,“ segir Ólafur að lokum. Finnbogi Örn Rúnarsson nemi í starfstengdu diplómanámi Háskóla Íslands vann þessa frétt undir handleiðslu fréttamanns.
Finnbogi Örn Rúnarsson nemi í starfstengdu diplómanámi Háskóla Íslands vann þessa frétt undir handleiðslu fréttamanns.
Tónlist Hollywood Bandaríkin Raunveruleikaþættir Kópavogur Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira