„Í landsleikjum verðum við að nýta færin þegar þau koma“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. október 2023 21:46 Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, ásamt aðstoðarmanni sínum Jóhannesi Karli Guðjónssyni Vísir/Hulda Margrét Ísland gerði svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var svekktur með seinni hálfleik liðsins. „Við fengum á okkur afar svekkjandi mark snemma í síðari hálfleik þar sem þeir skoruðu úr langskoti. Ég er búinn að sjá markið aftur og svona er þetta stundum þar sem boltinn fór inn,“ sagði Åge Hareide í viðtali eftir leik. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og Åge var afar ánægður með spilamennsku liðsins fyrstu 45 mínúturnar. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en skorðum ekki og í landsleikjum verðum við að nýta færin þegar þau koma. Við verðum bara að halda áfram að bæta okkur og ég var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik.“ „Við spiluðum á móti vindi í síðari hálfleik og það gerði okkur erfitt yfir. Þetta var góður fyrri hálfleikur en svekkjandi síðari hálfleikur.“ Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í leiknum og Åge var ánægður með hans innkomu. „Ég var ánægður með nærveruna sem hann kom með inn í leikinn. Gylfi hefur spilað lítið en hann getur orðið ansi góður fyrir okkur þegar að við spilum í mars og þess vegna er hann í hópnum. Vonandi mun hann halda áfram að spila með Lyngby og komast í toppform.“ „Gylfi hefur verið góður á æfingum og lagt hart af sér. Við þurfum svona leiðtoga innan og utan vallar.“ Klippa: Hareide eftir leikinn gegn Lúxemborg Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein á mánudaginn og Åge reiknaði með breytingum á liðinu. „Við verðum að nota hópinn því að við erum með marga unga efnilega leikmenn og eldri leikmenn. Við verðum að sjá hvernig menn eru eftir þennan leik. Það verða einhverjar breytingar því við verðum að fara vel með leikmennina,“ sagði Åge Hareide að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
„Við fengum á okkur afar svekkjandi mark snemma í síðari hálfleik þar sem þeir skoruðu úr langskoti. Ég er búinn að sjá markið aftur og svona er þetta stundum þar sem boltinn fór inn,“ sagði Åge Hareide í viðtali eftir leik. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og Åge var afar ánægður með spilamennsku liðsins fyrstu 45 mínúturnar. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en skorðum ekki og í landsleikjum verðum við að nýta færin þegar þau koma. Við verðum bara að halda áfram að bæta okkur og ég var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik.“ „Við spiluðum á móti vindi í síðari hálfleik og það gerði okkur erfitt yfir. Þetta var góður fyrri hálfleikur en svekkjandi síðari hálfleikur.“ Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í leiknum og Åge var ánægður með hans innkomu. „Ég var ánægður með nærveruna sem hann kom með inn í leikinn. Gylfi hefur spilað lítið en hann getur orðið ansi góður fyrir okkur þegar að við spilum í mars og þess vegna er hann í hópnum. Vonandi mun hann halda áfram að spila með Lyngby og komast í toppform.“ „Gylfi hefur verið góður á æfingum og lagt hart af sér. Við þurfum svona leiðtoga innan og utan vallar.“ Klippa: Hareide eftir leikinn gegn Lúxemborg Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein á mánudaginn og Åge reiknaði með breytingum á liðinu. „Við verðum að nota hópinn því að við erum með marga unga efnilega leikmenn og eldri leikmenn. Við verðum að sjá hvernig menn eru eftir þennan leik. Það verða einhverjar breytingar því við verðum að fara vel með leikmennina,“ sagði Åge Hareide að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira