Kristján viss um að hann veiði áfram hval á næsta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2023 16:26 Kristján Loftsson varð áttræður í mars. Hann er hvergi banginn, ætlar að berjast fyrir málstað sínum og er sannfærður um að þorri Íslendinga sé með honum í liði. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu. Forstjóri Hvals telur líklegt að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári. Núgildandi veiðileyfi var gefið út fyrir fimm árum og rennur út um áramótin. Í samtali við breska miðilinn Guardian segir Kristján að hann þekki vel til stjórnmála á Íslandi og fólksins, og því hafi hann ekki miklar áhyggjur. „Þetta lítur ekki vel út… En ég hef ekki áhyggjur. Ég þekki fólkið hérna og stjórnmálin betur en margir halda. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Ég er handviss um að við munum halda hvalveiðum áfram á næsta ári,“ segir Kristján. Í viðtalinu er einnig rætt við Valgerði Árnadóttur, talsmann Hvalavina, og Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem hafa allt aðra skoðun á veiðunum og telja líklegt að þeim verði hætt. Valgerður bendir í viðtalinu á þingsályktunartillöguna sem nú er til meðferðar á þingi þar sem lagt er til að hvalveiðar verði bannaðar alfarið. Kristján segist þó ekki hafa áhyggjur af því og telur ólíklegt að þær verði bannaðar. Í viðtalinu segist hann hafa margar hugmyndir hvernig sé hægt að nýta hvalkjötið og nefnir sem dæmi í járntöflur. „Þetta er stærsta heilsufarsvandamál heimsins, járnskortur. Viltu vera með harðlífi og niðurgang?“ spyr Kristján sem einnig segist hafa hugsað um að selja dauða hvali sem einingar til kolefnisjöfnunar. Hann vísar því á bug í viðtalinu að hann haldi hvalveiðunum aðeins áfram vegna loforðs við föður sinn á dánarbeði hans. „Nei, nei, hann var raunsæismaður. Þetta eru bara viðskipti. Við erum með tækin og þetta er auðlind sem við getum nýtt,“ segir Kristján. Hann segir að í kringum Ísland syndi um 40 þúsund langreyðar og að vegna þess hve lítill kvótinn sé geti hann haldið áfram að eilífu. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22. september 2023 16:10 Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22. september 2023 13:35 Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38 Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. 20. september 2023 16:27 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Forstjóri Hvals telur líklegt að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári. Núgildandi veiðileyfi var gefið út fyrir fimm árum og rennur út um áramótin. Í samtali við breska miðilinn Guardian segir Kristján að hann þekki vel til stjórnmála á Íslandi og fólksins, og því hafi hann ekki miklar áhyggjur. „Þetta lítur ekki vel út… En ég hef ekki áhyggjur. Ég þekki fólkið hérna og stjórnmálin betur en margir halda. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Ég er handviss um að við munum halda hvalveiðum áfram á næsta ári,“ segir Kristján. Í viðtalinu er einnig rætt við Valgerði Árnadóttur, talsmann Hvalavina, og Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem hafa allt aðra skoðun á veiðunum og telja líklegt að þeim verði hætt. Valgerður bendir í viðtalinu á þingsályktunartillöguna sem nú er til meðferðar á þingi þar sem lagt er til að hvalveiðar verði bannaðar alfarið. Kristján segist þó ekki hafa áhyggjur af því og telur ólíklegt að þær verði bannaðar. Í viðtalinu segist hann hafa margar hugmyndir hvernig sé hægt að nýta hvalkjötið og nefnir sem dæmi í járntöflur. „Þetta er stærsta heilsufarsvandamál heimsins, járnskortur. Viltu vera með harðlífi og niðurgang?“ spyr Kristján sem einnig segist hafa hugsað um að selja dauða hvali sem einingar til kolefnisjöfnunar. Hann vísar því á bug í viðtalinu að hann haldi hvalveiðunum aðeins áfram vegna loforðs við föður sinn á dánarbeði hans. „Nei, nei, hann var raunsæismaður. Þetta eru bara viðskipti. Við erum með tækin og þetta er auðlind sem við getum nýtt,“ segir Kristján. Hann segir að í kringum Ísland syndi um 40 þúsund langreyðar og að vegna þess hve lítill kvótinn sé geti hann haldið áfram að eilífu.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22. september 2023 16:10 Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22. september 2023 13:35 Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38 Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. 20. september 2023 16:27 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22. september 2023 16:10
Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22. september 2023 13:35
Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38
Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38
Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. 20. september 2023 16:27