Samfylkingin ætli ekki „að sóa tíma í einhvern pólitískan æsing“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2023 16:44 Kristrún segir almenning eiga að upplifa festu hjá Samfylkingunni þegar það er óreiða hjá ríkisstjórninni. Mynd/Sindri Swan Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í verkefni vetursins. Kjarapakki þeirra sé skýr. Mikilvægt sé að horfa á aðalatriðin og hlusta á fólkið í landinu. Á sama tíma eigi Samfylkingin ekki að gleyma sér í góðum niðurstöðum skoðanakannanna. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að þjóðin upplifi festu hjá Samfylkingunni þegar það er óreiða hjá ríkisstjórninni. Það sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag á Akureyri. Þar var henni tíðrætt um breytingar í ríkisstjórninni sem voru kynntar fyrir stuttu. Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra. „Þegar ráðherrar eru fastir í aukaatriðum og sínum eigin vandamálum, þá á Samfylkingin að halda áfram að horfa á aðalatriðin og hlusta á fólkið í landinu,“ sagði Kristrún og að þegar núverandi ráðmenn nálgist endastöð eigi Samfylkingin að bjóða upp á nýtt upphaf. Flokkurinn hefur á fundinum rætt öll sín næstu forgangsmál sem eru samgöngur og atvinnu. Á eftir því, að sögn Kristrúnar, verða tekin fyrir húsnæðis- og kjaramálin. „Atvinna og samgöngur munu eiga athygli okkar í Samfylkingunni og vera í forgangi í málefnastarfi flokksins næsta hálfa árið, eða fram að flokksstjórnarfundi, vorið 2024. Og þannig höldum við áfram að undirbúa okkur, jafnt og þétt, til að taka við landstjórninni eftir næstu Alþingiskosningar; fáum við til þess traust hjá þjóðinni,“ sagði Kristrún. Hún fór svo yfir kjörtímabilið og stöðuna en það er nú hálfnað. „Við höfum náð aftur virkari tengingu við venjulegt fólk, hinn almenna launamann. Við höfum brotist út úr bergmálshellinum. Og eins og við sögðum — þá höfum við gert það að meginverkefni flokksins að opna starfið upp á gátt; færa málefnavinnu nær almenningi um land allt með því að hleypa öllum að og halda fleiri tugi opinna funda — þar sem fólk innan og utan flokks er hvatt til að mæta til leiks,“ sagði Kristrún og að allt gengi samkvæmt áætlun hjá Samfylkingunni. Hún sagði þó mikilvægt að ofmetnast ekki eða halla sér aftur. „Við tökum engu sem gefnu. Og við ætlum ekki að gera sömu mistökin og aðrir stjórnarandstöðuflokkar, sem hafa mælst vel á miðju kjörtímabili en svo mistekist að ávinna sér traust þjóðarinnar í raun þegar á hólminn var komið. Við ætlum ekki að lofa öllu fögru. Við ætlum ekki að fara fram með ósamrýmanleg markmið. Og við ætlum ekki að sóa tíma í einhvern pólitískan æsing,“ sagði Kristrún og að mikilvægast væri að taka eitt skref í einu. Miklar væntingar Hún fór að því loknu yfir þau verkefni sem fram undan eru og stefnuna sem þau vinna nú að um samgöngur og atvinnu og taki eitt skref í einu. Þau hafi miklar væntingar til vinnunnar og viti að þjóðin muni fylgjast með þeim. Kristrún segir flokkinn ekki taka neinu sem gefnu þó svo að þau mælist vel í skoðanakönnunum á miðju kjörtímabili.Mynd/Sindri Swan „Útkoman á að vera: „Vaxtarplan fyrir Ísland“ til næstu ára og áratugar — sem Samfylkingin kynnir næsta vor að lokinni þessari vinnu. Vaxtarplan fyrir Ísland á grunni jafnaðarmennsku; metnaðarfull áætlun um að leysa úr læðingi krafta hvers einasta Íslendings — í hverjum einasta landshluta — í þágu fjöldans en ekki fárra útvalinna; þar sem framlag allra er virt að verðleikum; þar sem við leyfum okkur að vera stórhuga og sækja fram en gerum það af ábyrgð og virðingu fyrir atvinnu fólks og lífsviðurværi þess,“ sagði Kristrún í ræðu sinni og að það yrði skapaður skýr rammi fyrir vöxt og verðmætasköpun í landinu. „En sama hvað andstæðingar okkar í stjórnmálum segja, þá munum við ekki skammast okkar fyrir að tala um skatta og velferð. Við ætlum ekki að enda eins og Vinstri græn eða Framsóknarflokkurinn sem hafa stillt sér upp sem velferðarflokkum og lofað öllu fögru án þess að finna fjármagn til að standa við stóru orðin. Það er pólitík sem er mér ekki að skapi,“ sagði Kristrún og að mikilvægast væri fyrir flokkinn að halda áfram á sinni braut. „Svo þegar ríkisstjórnin verður loksins búin — þá verðum við í Samfylkingunni tilbúin; fáum við til þess traust og umboð í kosningum,“ sagði Kristrún að lokum og þakkaði fyrir sig. Hér er hægt að lesa ræðu Kristrúnar í heild sinni. Samfylkingin Alþingi Akureyri Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að þjóðin upplifi festu hjá Samfylkingunni þegar það er óreiða hjá ríkisstjórninni. Það sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag á Akureyri. Þar var henni tíðrætt um breytingar í ríkisstjórninni sem voru kynntar fyrir stuttu. Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra. „Þegar ráðherrar eru fastir í aukaatriðum og sínum eigin vandamálum, þá á Samfylkingin að halda áfram að horfa á aðalatriðin og hlusta á fólkið í landinu,“ sagði Kristrún og að þegar núverandi ráðmenn nálgist endastöð eigi Samfylkingin að bjóða upp á nýtt upphaf. Flokkurinn hefur á fundinum rætt öll sín næstu forgangsmál sem eru samgöngur og atvinnu. Á eftir því, að sögn Kristrúnar, verða tekin fyrir húsnæðis- og kjaramálin. „Atvinna og samgöngur munu eiga athygli okkar í Samfylkingunni og vera í forgangi í málefnastarfi flokksins næsta hálfa árið, eða fram að flokksstjórnarfundi, vorið 2024. Og þannig höldum við áfram að undirbúa okkur, jafnt og þétt, til að taka við landstjórninni eftir næstu Alþingiskosningar; fáum við til þess traust hjá þjóðinni,“ sagði Kristrún. Hún fór svo yfir kjörtímabilið og stöðuna en það er nú hálfnað. „Við höfum náð aftur virkari tengingu við venjulegt fólk, hinn almenna launamann. Við höfum brotist út úr bergmálshellinum. Og eins og við sögðum — þá höfum við gert það að meginverkefni flokksins að opna starfið upp á gátt; færa málefnavinnu nær almenningi um land allt með því að hleypa öllum að og halda fleiri tugi opinna funda — þar sem fólk innan og utan flokks er hvatt til að mæta til leiks,“ sagði Kristrún og að allt gengi samkvæmt áætlun hjá Samfylkingunni. Hún sagði þó mikilvægt að ofmetnast ekki eða halla sér aftur. „Við tökum engu sem gefnu. Og við ætlum ekki að gera sömu mistökin og aðrir stjórnarandstöðuflokkar, sem hafa mælst vel á miðju kjörtímabili en svo mistekist að ávinna sér traust þjóðarinnar í raun þegar á hólminn var komið. Við ætlum ekki að lofa öllu fögru. Við ætlum ekki að fara fram með ósamrýmanleg markmið. Og við ætlum ekki að sóa tíma í einhvern pólitískan æsing,“ sagði Kristrún og að mikilvægast væri að taka eitt skref í einu. Miklar væntingar Hún fór að því loknu yfir þau verkefni sem fram undan eru og stefnuna sem þau vinna nú að um samgöngur og atvinnu og taki eitt skref í einu. Þau hafi miklar væntingar til vinnunnar og viti að þjóðin muni fylgjast með þeim. Kristrún segir flokkinn ekki taka neinu sem gefnu þó svo að þau mælist vel í skoðanakönnunum á miðju kjörtímabili.Mynd/Sindri Swan „Útkoman á að vera: „Vaxtarplan fyrir Ísland“ til næstu ára og áratugar — sem Samfylkingin kynnir næsta vor að lokinni þessari vinnu. Vaxtarplan fyrir Ísland á grunni jafnaðarmennsku; metnaðarfull áætlun um að leysa úr læðingi krafta hvers einasta Íslendings — í hverjum einasta landshluta — í þágu fjöldans en ekki fárra útvalinna; þar sem framlag allra er virt að verðleikum; þar sem við leyfum okkur að vera stórhuga og sækja fram en gerum það af ábyrgð og virðingu fyrir atvinnu fólks og lífsviðurværi þess,“ sagði Kristrún í ræðu sinni og að það yrði skapaður skýr rammi fyrir vöxt og verðmætasköpun í landinu. „En sama hvað andstæðingar okkar í stjórnmálum segja, þá munum við ekki skammast okkar fyrir að tala um skatta og velferð. Við ætlum ekki að enda eins og Vinstri græn eða Framsóknarflokkurinn sem hafa stillt sér upp sem velferðarflokkum og lofað öllu fögru án þess að finna fjármagn til að standa við stóru orðin. Það er pólitík sem er mér ekki að skapi,“ sagði Kristrún og að mikilvægast væri fyrir flokkinn að halda áfram á sinni braut. „Svo þegar ríkisstjórnin verður loksins búin — þá verðum við í Samfylkingunni tilbúin; fáum við til þess traust og umboð í kosningum,“ sagði Kristrún að lokum og þakkaði fyrir sig. Hér er hægt að lesa ræðu Kristrúnar í heild sinni.
Samfylkingin Alþingi Akureyri Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23