Níunda gagnaver atNorth rís í Danmörku Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2023 15:31 Gagnaverið verður tilbúið við lok næsta árs, gangi öll plön eftir áætlun. Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu. Gagnaverið verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm. Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu. „Við leggjum afar mikið upp úr vönduðu staðarvali gagnavera okkar svo það uppfylli strangar kröfur um öryggi, sjálfbærni og fýsileika fyrir viðskiptavini,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth og heldur áfram: „Eftirspurn eftir öflugum stafrænum innviðum fer stöðugt vaxandi og okkur er því mikil ánægja að fjárfesta í markaði gagnavera í Danmörku og stækka um leið starfssvæði okkar.“ Gagnaverið, sem fær heitið DEN01, verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm. Á Íslandi eru fyrir þrjú gagnaver, tvö í Finnlandi og eitt í byggingu, og svo tvö í Svíþjóð. Í tilkynningunni kemur fram að gagnaverið sé hannað sérstaklega til að sinna ofurtölvuþjónustu og háþróuðum útreikningum fyrir gervigreindarlausnir, hermanir og áhættugreiningar og kemur til með að geta sinnt 30 megavatta orkuþörf. „Í Ballerup er gott að reka fyrirtæki og uppgangur í viðskiptalífinu. Um það er atNorth lýsandi dæmi. Sá möguleiki að geta í framtíðinni endurnýtt umframvarma frá gagnaverinu til sjálfbærrar hitaveitu er spennandi og ég hlakka til að fylgjast með framvindu verkefnisins,“ segir Jesper Würtzen, borgarstjóri Ballerup. Í tilkynningu kemur fram að gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth nemi land í Danmörku með byggingu nýs gagnavers á Kaupmannahafnarsvæðinu. Miðað er við að gagnaverið verði tekið í notkun á seinasta ársfjórðungi 2024. Orkumál Danmörk Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu. „Við leggjum afar mikið upp úr vönduðu staðarvali gagnavera okkar svo það uppfylli strangar kröfur um öryggi, sjálfbærni og fýsileika fyrir viðskiptavini,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth og heldur áfram: „Eftirspurn eftir öflugum stafrænum innviðum fer stöðugt vaxandi og okkur er því mikil ánægja að fjárfesta í markaði gagnavera í Danmörku og stækka um leið starfssvæði okkar.“ Gagnaverið, sem fær heitið DEN01, verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm. Á Íslandi eru fyrir þrjú gagnaver, tvö í Finnlandi og eitt í byggingu, og svo tvö í Svíþjóð. Í tilkynningunni kemur fram að gagnaverið sé hannað sérstaklega til að sinna ofurtölvuþjónustu og háþróuðum útreikningum fyrir gervigreindarlausnir, hermanir og áhættugreiningar og kemur til með að geta sinnt 30 megavatta orkuþörf. „Í Ballerup er gott að reka fyrirtæki og uppgangur í viðskiptalífinu. Um það er atNorth lýsandi dæmi. Sá möguleiki að geta í framtíðinni endurnýtt umframvarma frá gagnaverinu til sjálfbærrar hitaveitu er spennandi og ég hlakka til að fylgjast með framvindu verkefnisins,“ segir Jesper Würtzen, borgarstjóri Ballerup. Í tilkynningu kemur fram að gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth nemi land í Danmörku með byggingu nýs gagnavers á Kaupmannahafnarsvæðinu. Miðað er við að gagnaverið verði tekið í notkun á seinasta ársfjórðungi 2024.
Orkumál Danmörk Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira