Friðrik Þór hættur að drekka Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 11:11 Friðrik Þór segist eiga mikinn bjór í ísskápnum og nú njóti sá sem þrífur hjá honum góðs af því, Einar Kárason. vísir/vilhelm Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann væri hættur að drekka áfengi og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp