Gefum skuldabréfum gaum Vignir Þór Sverrisson skrifar 17. október 2023 11:00 Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir. Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir hratt þar sem óvissa um efnahagsmál var mikil. Nú fara vextir hækkandi í öllum heimshlutum. En hvað segir skuldabréfamarkaðurinn okkur? Stutta svarið er að verið sé að reyna að hemja verðbólgu og kæla hagkerfin. Seðlabanki Íslands er ekki í öfundsverðu hlutverki. Hagvöxtur mældist ríflega 7% í fyrra, íbúum fjölgar sífellt hraðar, fasteignaverð fer hækkandi, atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt frá því í faraldrinum og kjarasamningar losna hver á fætur öðrum í byrjun næsta árs. Draga hefur þurft úr umsvifum í hagkerfinu og vextir því hækkað, minna súrefni skammtað. Þegar vextir eru komnir eins hátt og í dag þá er lítill sem enginn hvati fyrir fólk að auka við skuldsetningu. Í staðinn er skynsamlegt að staldra við og spyrja sig hvernig hægt er að nýta sér stöðuna. Í gegnum tíðina hafa skuldabréf ekki verið eins spennandi fjárfestingakostur og hlutabréf. Það mætir víst enginn í veislur að til að ræða um ávöxtunarkröfu skuldabréfa en ófáir hafa viljað ræða einstök hlutabréf. Hærri vextir hafa ýtt undir áhuga almennings á sparnaði. Sjá má aukningu í innlánum einstaklinga í bönkum landsins, sem er eðlilegt þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Aðgengi almennings að skuldabréfamarkaðnum er helst í gegnum verðbréfasjóði, en í raun hefur aldrei verið auðveldara að tryggja sér góða langtímavexti í gegnum þá sjóði. Í dag eru kjör á skuldabréfamarkaði sem ekki hafa sést í 15 ár. Hægt er að tryggja sér allt að 10% vexti á skuldabréfum og raunvexti allt að 4%. Tólf mánaða verðbólga er enn há en við þurfum að horfa fram á við. Undanfarna þrjá mánuði hafa sést merki um að verðbólga sé tekin að lækka. Þegar vextir eru eins háir og í dag þá er tækifæri til að tryggja sér þetta háa vaxtastig til lengri tíma í gegnum skuldabréfasjóði. Hver veit nema að í komandi haustveislum vilji fleiri ræða um ágæti skuldabréfa. Höfundur er fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir. Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir hratt þar sem óvissa um efnahagsmál var mikil. Nú fara vextir hækkandi í öllum heimshlutum. En hvað segir skuldabréfamarkaðurinn okkur? Stutta svarið er að verið sé að reyna að hemja verðbólgu og kæla hagkerfin. Seðlabanki Íslands er ekki í öfundsverðu hlutverki. Hagvöxtur mældist ríflega 7% í fyrra, íbúum fjölgar sífellt hraðar, fasteignaverð fer hækkandi, atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt frá því í faraldrinum og kjarasamningar losna hver á fætur öðrum í byrjun næsta árs. Draga hefur þurft úr umsvifum í hagkerfinu og vextir því hækkað, minna súrefni skammtað. Þegar vextir eru komnir eins hátt og í dag þá er lítill sem enginn hvati fyrir fólk að auka við skuldsetningu. Í staðinn er skynsamlegt að staldra við og spyrja sig hvernig hægt er að nýta sér stöðuna. Í gegnum tíðina hafa skuldabréf ekki verið eins spennandi fjárfestingakostur og hlutabréf. Það mætir víst enginn í veislur að til að ræða um ávöxtunarkröfu skuldabréfa en ófáir hafa viljað ræða einstök hlutabréf. Hærri vextir hafa ýtt undir áhuga almennings á sparnaði. Sjá má aukningu í innlánum einstaklinga í bönkum landsins, sem er eðlilegt þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Aðgengi almennings að skuldabréfamarkaðnum er helst í gegnum verðbréfasjóði, en í raun hefur aldrei verið auðveldara að tryggja sér góða langtímavexti í gegnum þá sjóði. Í dag eru kjör á skuldabréfamarkaði sem ekki hafa sést í 15 ár. Hægt er að tryggja sér allt að 10% vexti á skuldabréfum og raunvexti allt að 4%. Tólf mánaða verðbólga er enn há en við þurfum að horfa fram á við. Undanfarna þrjá mánuði hafa sést merki um að verðbólga sé tekin að lækka. Þegar vextir eru eins háir og í dag þá er tækifæri til að tryggja sér þetta háa vaxtastig til lengri tíma í gegnum skuldabréfasjóði. Hver veit nema að í komandi haustveislum vilji fleiri ræða um ágæti skuldabréfa. Höfundur er fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun