Stórkostlegt mark Davíðs tryggði Íslandi sigur: Adam Ingi varð hetja liðsins Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 15:06 Frá leik u21 árs landsliðs Íslands fyrr á árinu Vísir/Hulda Margrét Undir 21 árs landslið Íslands í fótbolta vann í dag afar sætan 1-0 sigur á Litháen í undankeppni EM 2025. Sigurmark Íslands, skorað af Davíð Snæ Jóhannssyni var einkar glæsilegt og þá reyndist varamarkvörður liðsins, Adam Ingi, hetjan undir lok leiks. Íslenska liðið kom inn í leik dagsins með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Tékklandi í fyrstu umferð undankeppninnar. Litháen hafði hins vegar leikið tvo leiki í riðlinum og tapað þeim báðum, naumlega gegn sterku liði Danmerkur og svo gegn Wales. Leikið var í Litháen og mættu heimamenn af krafti í leikinn. Liðin skiptust á að sækja en án árangurs í fyrri hálfleik. Það varð fljótt ljós í seinni hálfleik að eitthvað sérstakt þyrfti að gerast til þess að fyrsta markið myndi líta dagsins ljós og það gerðist á 67. mínútu. Þá barst boltinn til Davíðs Snæs Jóhannssonar rétt fyrir utan vítateig. Hann smellti boltanum upp í fjærhornið og kom Íslandi yfir. Stórkoslegt mark hjá FH-ingnum. Klippa: Stórkostlegt mark Davíðs Snæs tryggði Íslandi sigur Það dró svo til tíðinda á 74.mínútu þegar að Lúkas Petersson, markvörður Íslands braut á sóknarmanni Litháen. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og rak Lúkas af velli með rautt spjald. Þarna fengu heimamenn frá Litháen kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn en Adam Ingi Benediktsson, sem kom inn í mark Íslands fyrir Lúkas, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Armandas Kucys. Klippa: Lúkas rekinn af velli með rautt spjald - Adam Ingi steig upp og vann hetjudáð Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og vann íslenska landsliðið því afar sætan sigur á Litháen sem gerir það að verkum að liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni og situr liðið í efsta sæti I-riðils en það gæti breyst síðar í kvöld og veltur á því hvernig leikur Tékka og Dana fer. Ísland mætir næst Wales í undankeppninni á útivelli þann 16.nóvember næstkomandi. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Íslenska liðið kom inn í leik dagsins með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Tékklandi í fyrstu umferð undankeppninnar. Litháen hafði hins vegar leikið tvo leiki í riðlinum og tapað þeim báðum, naumlega gegn sterku liði Danmerkur og svo gegn Wales. Leikið var í Litháen og mættu heimamenn af krafti í leikinn. Liðin skiptust á að sækja en án árangurs í fyrri hálfleik. Það varð fljótt ljós í seinni hálfleik að eitthvað sérstakt þyrfti að gerast til þess að fyrsta markið myndi líta dagsins ljós og það gerðist á 67. mínútu. Þá barst boltinn til Davíðs Snæs Jóhannssonar rétt fyrir utan vítateig. Hann smellti boltanum upp í fjærhornið og kom Íslandi yfir. Stórkoslegt mark hjá FH-ingnum. Klippa: Stórkostlegt mark Davíðs Snæs tryggði Íslandi sigur Það dró svo til tíðinda á 74.mínútu þegar að Lúkas Petersson, markvörður Íslands braut á sóknarmanni Litháen. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og rak Lúkas af velli með rautt spjald. Þarna fengu heimamenn frá Litháen kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn en Adam Ingi Benediktsson, sem kom inn í mark Íslands fyrir Lúkas, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Armandas Kucys. Klippa: Lúkas rekinn af velli með rautt spjald - Adam Ingi steig upp og vann hetjudáð Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og vann íslenska landsliðið því afar sætan sigur á Litháen sem gerir það að verkum að liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni og situr liðið í efsta sæti I-riðils en það gæti breyst síðar í kvöld og veltur á því hvernig leikur Tékka og Dana fer. Ísland mætir næst Wales í undankeppninni á útivelli þann 16.nóvember næstkomandi.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti