Tólf sóttu um embætti forstjóra HSS Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2023 15:34 Markús Ingólfur Eiríksson hefur sinnt embætti forstjóra HSS frá árinu 2019. Hann hefur nú stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. Vísir/Egill Sveitarstjóri, núverandi starfsmenn og aðrir sérfræðingar eru meðal umsækjenda um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar HSS. Skipað verður í embættið í mars á næsta ári, til fimm ára. Fráfarandi forstjóri sækir ekki um starfið og hefur stefnt ríkinu og heilbrigðisráðherra. Tólf sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem auglýst var laust til umsóknar í september síðastliðnum. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. mars 2024. Meðal umsækjenda eru nokkrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar eins og Alma María Rögnvaldsdóttir og Andrea Klara Hauksdóttir. Þá sækir einnig um Jón Magnús Kristjánsson sem áður stýrði bráðamóttöku Landspítalans. Þá sækir einnig um sveitarstjóri Tálknafjarðar, Ólafur Þór Ólafsson og Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur, sækir einnig um en hún var starfandi forstjóri Landspítala þegar Páll Matthíasson hætti sem forstjóri spítalans. Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), fékk ekki áframhaldandi samning sem forstjóri. Hann hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar. Málið hefur fengið flýtimeðferð þannig að ráðherra er nokkur vandi á höndum. Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati nefndar sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og hefur það hlutverk að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Listi yfir alla umsækjendur: Alma María Rögnvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Borghildur F. Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Norðurlandi Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur Kristbjörn Bjarnason, fv. innkaupastjóri Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Sigurður Bjarni Hafþórsson, fjármálastjóri Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri og eigandi, stjórnarmaður Þröstur Óskarsson, sérfræðingur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Vistaskipti Vogar Grindavík Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Samskipti sín við forstjóra HSS ávallt á formlegu nótunum Heilbrigðisráðherra segir samskipti sín við forstjóra HSS ávallt hafa verið á formlegu nótunum og getur ráðherra ekki tjáð sig um ásakanir hans. Segist hann einungis hafa verið að sinna eftirlitsskyldum sínum. 28. júní 2023 12:41 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Tólf sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem auglýst var laust til umsóknar í september síðastliðnum. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. mars 2024. Meðal umsækjenda eru nokkrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar eins og Alma María Rögnvaldsdóttir og Andrea Klara Hauksdóttir. Þá sækir einnig um Jón Magnús Kristjánsson sem áður stýrði bráðamóttöku Landspítalans. Þá sækir einnig um sveitarstjóri Tálknafjarðar, Ólafur Þór Ólafsson og Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur, sækir einnig um en hún var starfandi forstjóri Landspítala þegar Páll Matthíasson hætti sem forstjóri spítalans. Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), fékk ekki áframhaldandi samning sem forstjóri. Hann hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar. Málið hefur fengið flýtimeðferð þannig að ráðherra er nokkur vandi á höndum. Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati nefndar sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og hefur það hlutverk að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Listi yfir alla umsækjendur: Alma María Rögnvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Borghildur F. Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Norðurlandi Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur Kristbjörn Bjarnason, fv. innkaupastjóri Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Sigurður Bjarni Hafþórsson, fjármálastjóri Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri og eigandi, stjórnarmaður Þröstur Óskarsson, sérfræðingur
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Vistaskipti Vogar Grindavík Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Samskipti sín við forstjóra HSS ávallt á formlegu nótunum Heilbrigðisráðherra segir samskipti sín við forstjóra HSS ávallt hafa verið á formlegu nótunum og getur ráðherra ekki tjáð sig um ásakanir hans. Segist hann einungis hafa verið að sinna eftirlitsskyldum sínum. 28. júní 2023 12:41 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17
Samskipti sín við forstjóra HSS ávallt á formlegu nótunum Heilbrigðisráðherra segir samskipti sín við forstjóra HSS ávallt hafa verið á formlegu nótunum og getur ráðherra ekki tjáð sig um ásakanir hans. Segist hann einungis hafa verið að sinna eftirlitsskyldum sínum. 28. júní 2023 12:41